Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 1

Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 280. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur Bandaríkj anna ógilti urskurð um endurtalningu Gore bíður tvöfaldan ósigur fyrir dómstólum Washington, Tallahassec. AP, AFP, Reuters. David Boies, lögfræðingur A1 Gores, tilkynnti, er úrskurður dómarans í Tallahassee lá fyrir, að honum yrði áfrýjað til Hæstaréttar Flórída. Sagði hann, að tapaðist málið þar væri málarekstri demókrata vegna kosninganna í Flórída þar með lokið. GEORGE W. Bush, forsetaefni repúblikana, þokaðist í gær nær því að verða réttkjörinn forseti Banda- ríkjanna er Hæstiréttur Bandaríkj- anna ógilti þann úrskurð Hæstarétt- ar Flórída, að heimilt skyldi að endurtelja atkvæði þótt komið væri íram yíir þann tíma sem úrslit í for- setakosningunum í ríkinu áttu að liggja fyrir. Dómari í Tallahassee hafnaði síðan þeirri kröfu lögfræð- inga Gores, að um 14.000 vafaat- kvæði yrðu talin sérstaklega. Tals- menn Bush fögnuðu þessum sigrum í gær en helsti lögfræðingur Gores sagði, að úrskm'ðinum í Tallahassee yrði áfrýjað til Hæstaréttar Flórída. Lögfræðingar Gores fengu því framgengt, að eindaginn vegna kosn- inganna í Flórída, 14. nóvember, var framlengdur en dómaramir níu í Hæstarétti Bandaríkjanna kváðust ekki sjá á hvaða forsendum það hefði verið gert. Þeir tóku þó ekki afstöðu til þeirra fullyrðinga lögfræðinga Bush, að Hæstiréttur í Flórída hefði farið út fyrir sitt valdsvið, heldur vís- uðu þeir málinu aftur heim í hérað og kröfðust betri rökstuðnings. Ónógur rökstuðningnr Sanders Saul, dómari í Tallahass- ee, frestaði í gær um nokkra klukku- tíma að skera úr um endurtalningu vafaatkvæða vegna úrskurðar Hæstaréttar í Washington en hafn- aði síðan beiðni lögfræðinga Gores í öllum atriðum. Sagði hann, að ekki hefði verið sýnt fram á, að endurtaln- ingin myndi breyta nokkru um úrslit- in. Þá sagði hann, að lög í Flórída heimiluðu ekki, að hluti atkvæða í kjördeild væri endurtalinn. Annað- hvort öll eða engin. Demókratar áfrýja enn Barry Richard, lögfræðingur Bush, sagði í gær, að Bush og repúblikanar hefðu unnið sigur á tvennum vígstöðvum og undir það tók James Baker, einn helsti ráðgjafi Bush og fyrrverandi utanríkisráð- herra. David Boies, lögfræðingur Gores, tilkynnti hins vegar, að úr- skurði dómarans í Tallahassee yrði umsvifalaust áfrýjað til Hæstaréttar Flórída. Sagði hann, að töpuðu demó- kratar málinu þar, myndi það binda enda á allan málarekstur af þeirra hálfu. Þá gerði hann lítið úr úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna og sagði, að hann hefði verið hvorugum í vil. Hann hefði ekki snúið úrskurði Hæstaréttar Flórída við, heldur krafist betri rökstuðnings. Við því yrði rétturinn að bregðast og ætti að geta það án mikillar tafar. Hæstiréttur Flórída tilkynnti í gær, að málið yrði tekið lyrir aftur og verða deiluaðilar að skila inn nýjum greinargerðum í dag. Málarekstri ekki lokið Nokkur önnur mál eru á döfinni vegna kosninganna í Flórída. Á morgun mun dómstóll í Tallahassee taka fyrir kröfu sex borgara, sem krefjast þess, að 1.500 utankjörfund- aratkvæði verði dæmd ógild vegna þess, að þau bárust til kjörstjórnar eftir kjördag. Raunar var heimilað að taka þau gild svo fremi þau bærust innan 10 daga frá kjördegi og væru stimpluð fyrir kjördag en borgaram- ir sex segja, að það hafi stangast á við stjórnarskrána, almenn kosningalög og lög Flórídaríkis. Bush átti miklu meira í utankjörstaðaratkvæðunum en Gore og ógilding þessara 1.500 at- kvæða gæti því hugsanlega breytt einhverju. Annað mál varðar ógildingu 24.800 utankjörfundaratkvæða vegna þess, að repúblikönum hafi verið leyft að bæta inn á seðlana upplýsingum, sem vantaði. Þá segja talsmenn blökku- manna, að sums staðar hafi skipulega verið brotið á þeim og ætla að kæra Flórídaríki og nokkrar sýslur þar. Hefur bandaríska dómsmálaráðu- neytið ákveðið að kanna þessar ásakanir. Efnahags- öngþveiti í Tyrklandi Istanbúl. AP. MIKLIR erfiðleikar steðja að í tyrknesku efnahagslífi og lýsa þeir sér meðal annars í því, að gengi hlutabréfa hefur hrunið og skammtímavextir voru í gær komnir í 1.700%. Tyrkneskir embættismenn áttu í gær viðræður við full- trúa IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, um neyðarlán til að komast hjá enn meiri áföllum. Horst Kohler, fram- kvæmdastjóri IMF, sagði á sunnudag, að hann ætlaði að mæla með viðbótarláni til Tyrklands en þrátt fyrir það lækkaði gengi verðbréfa í gærmorgun um 8% en það lækkaði um 25% aðeins í síð- ustu viku. Hafa Tyrkir þegar fengið 349 milljarða ísl. kr. frá IMF en vonast eftir 435 millj- örðum að auki. Er það sagt nauðsynlegt ef takast á að verja gengi gjaldmiðilsins. Erlendir fjárfestar flýðu tyrkneska markaðinn fyrir um tíu dögum en þá var orðið ljóst, að ekki var allt með felldu hjá einkabönkunum í landinu. Síðasta hálfa annað árið hefur ríkið bjargað eða í raun keypt upp tíu einkabanka og óttast er, að ekki sjái fyrir endann á því. Verðbólga var um 100% í Tyrklandi fram á árið 1998 en í janúar sl. samþykktu stjórn- völd áætlun IMF um að koma henni í 20% fyrir árslok. Lík- lega verður niðurstaðan 29% en Evrópusambandið, sem Tyrkjir vilja tengjast, krefst þess, að verðbólga sé undir 10%. Reykingar dýrar efna- hagslífínu Parfe. AFP. REYKINGAR eru atvinnulifinu mjög dýrar og kosta fyrirtækin stérar fjárhæðir á ári hverju vegna aukinna veikinda. Er það niðurstaða bandarískrar könnun- ar en samkvæmt henni geta þeir, sem reykja, fækkað veikindadög- um um nærri fimmtung með því að hætta þessum ósið. Könnunin var byggð á athug- unum á 90.000 körlum og konum í Bandaríkjaher á árunum 1987 til 1998 og var meðalaldur þeirra 28,5 ár. í ljós kom, að veikinda- dagar karla, sem reyktu, voru næstum helmingi fleiri en þeirra, sem ekki reyktu. Var munurinn ekki alveg svona mikill hjá kon- unum. Samkvæmt útreikningum bandarísku sjúkdómsvarnastofn- unarinnar kostuðu reykingar Bandaríkjamenn 4.360 milljarða ísl. kr. í beinum lækniskostnaði árið 1993 og 4.106 milljarða í óbeinuin lækniskostnaði. Var þá miðað við fólk, sem orðið var 35 ára eða eldra. Stækkunaráætlun Brussel. Reuters. ESB samþykkt Keuters Leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í Nice á fimmtudag og þá verður allt að vera til reiðu, þar á meðal þjóðfánar aðildarríkjanna. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandslandanna 15 sam- þykktu í gær metnaðarfulla við- ræðuáætlun sambandsins við tólf ríki sem eru að semja um aðild að því, og settu niður ágreining við Tyrki sem annars stefndi í að bæta enn á langan lista erfiðra úrlausn- arefna sem liggja fyrir leiðtogafundi sambandsins, sem hefst í Nice í Suð- ur-Frakklandi á fimmtudaginn. A þessum síðasta formlega fundi sínum fyrir leiðtogafundinn sam- þykktu ráðherrarnir ennfremur formlega áform um að setja á fót varanlegar stofnanir sem falið verð- ur að sjá um rekstur sameiginlegrar utanríkis- og varnarmálastefnu ESB. „Við höfum orðið sammála um að- ildarskilmála fyrir Tyrkland," sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, en skilmálarnir eru stjórnmálaleg og efnahagsleg áætl- un, sem Tyrkir verða að fara eftir til að geta gert sér vonir um aðild. Itrekaði Vedrine þann vilja ESB- ríkjanna að veita um 12 ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu aðild auk Miðjarðarhafseyjanna Kýpurs og Möltu. Gunter Verheugen, sem fer með stækkunarmál í framkvæmda- stjórninni, fagnaði því sérstaklega, að fyrir lægi áætlun um stækkun- ina, sem allir væru sammála um en sagði, að væntanlegar viðræður yrðu erfiðar. Metsölulisti Mbl. Almennt efni 0530 MORGUNBLAÐK) 5. DESEMBER 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.