Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 7
m e k k a n o
Skáldskapur
Hrífandi ættarsaga
I
guðrún hí-lGADO U Ul
n Helgadóttir
Guörún Helgadóttir er einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur
hún hlotiö margvíslegar viðurkenningar hér á landi sem erlendis. Hér
kemur Guðrún lesendum skemmtilega á óvart, með fyrstu skáldsögu sinni
fyrir fullorðna. Oddaflug er fjölskyldusaga um Katrínu Ketilsdóttur, dætur
hennar fjórar og einkasoninn sem hún missti ungan. Líf þessa fólks virðist
í föstum skorðum en undir lygnu yfirborði eru ýmis óuppgerð og sársaukafúlt
mál. Oddaflug er litrík og hrífandi frásögn um ást og söknuð, gleði og
sorg, svik og vonbrigði.
„Það er nokkur vandi að flétta saman sögu margra einstaklinga f eina
heildstæða frásögn þannig að vel takist til en þetta gerir Guðrún
Helgadóttir hnökralaust, enda enginn viðvaningur á ritvellinum."
Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl.
„Heldur lesandanum föngnum frá fyrstu síðu*
Amaldur Ind
Roskinn maður finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýri í Reykjavík. Þannig
hefst ný skáldsaga Arnalds Indriðasonar, Mýrin. Rannsóknarlögreglumennirnir
Erlendur og Sigurður Óli, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Arnalds, standa
frammi fyrir óvenju flóknu verkefni sem teygir anga sína inn í myrka fortíð
en tengist nútímanum einnig á áþreifanlegan hátt.
„Áhugaverð og grípandi... Mýrin er saga sem kallar lesandann
sjálfan tii ieiks. Hún vekur áhuga og heldur honum föngnum."
Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.
„Besta íslenska sakamálasagan - Loksins
íslensk sakamálasaga sem maður trúir á.“
Kolbrún Bergþórsdóttir, *** ísland í bítið
Gyrðir Elíasson hlaut Laxnessverðlaunin árið 2000
fyrir Gula húsið sem er safn fjölbreyttra og einkar vel skrifaðra smásagna.