Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 13

Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR Islenskir ráðherrar segjast ánægðir með niðurstöðu landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins Nánast fullur sigur fyrir okkur RÁÐHERRARNIR þrír sem hafa beitt sér gegn þeim hugmyndum sem uppi voru innan Evrópusambandsins um að banna notkun fiskimjöls í skepnufóður segjast ánægðir með niðurstöðuna sem fékkst í Brussel í gær. Davíð Oddsson forsætisráð- herra talar um nánast fullan sigur. Einungis 4% af því fiskimjöli sem ís- lensk fyrirtæki flytja út fer í fóður jórturdýra. Leyfilegt verður að nota fiskimjöl í svína- og alifuglafóður en meginhluti þess íslenska mjöls sem fer í skepnu- fóður er einmitt notaður þannig. Hins vegar verður notkun þess í fóð- ur íyrir jórturdýr bönnuð og telja ís- lensku ráðherrarnir slæmt að blanda fiskimjöli inn í umræðu um kúariðu vegna þess að engin hætta stafi af fiskimjöli. „Eg er mjög ánægður og sýnist að hún þýði nánast fullan sigur fyrir okkur. Það er ekkert aðalatriði fyrir okkur þótt ekki verði leyft að nota fiskimjöl í jórturdýr. Þegar mesta fárið er farið af, menn átta sig á að af þessu stafar ekki hætta, tel ég að notkun fiskimjöls verði einnig leyfð þar,“ segir Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra telur að niðurstaða Evrópu- sambandsins sé viðunandi miðað við aðstæður. „Mér finnst slæmt að fiski- mjöli skuli vera blandað inn í þessa umræðu, en skýrt hefur komið fram að sú ákvörðun að banna það til jórt- urdýra er eingöngu vegna ótta við að öðrum mjöltegundum sé blandað saman við það. Mikilvægt er að taka íram að engum stafar hætta af fiski- mjöli sem slíku,“ segir Halldór. „Þessi niðurstaða er mjög jákvæð fyrir fiskimjölsframleiðsluna hér á Islandi því mestur hluti þess fiski- mjöls sem við erum að selja og fer í skepnufóðui', fer í svína og kjúklinga- fóður,“ segir Ámi M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra. Þannig segir Árni líklegt að niðurstaða fundarins hafi ekki mikil áhrif á atvinnugreinina hér á landi, þó svo að notkun fiskimjöls verði ekki leyfð í fóður jórturdýra. „Væntanlega verður kjöt- og beinamjölið bannað í svína og kjúkl- ingafóður, eins og jórturdýrafóður, og þá getui- vel verið að það litla sem nú fer í jórturdýrin muni vinnast með einhverri viðbót þar,“ segir Ami. Utanríkisþjónustunni hrósað „Staðreyndin er eftir sem áður sú að fiskimjöl hefur engin tengsl við kúariðu og þar af leiðandi ætti að vera óhætt að nota það í fóður jórtur- dýra,“ segir Árni og bendir á að í rökstuðningi íyrir þessari breytingu sé fallist á að það séu engin eftirlits- leg rök fyrir því að banna notkun fiskimjöls í dýrafóður. „Það sem er athyglisvert við allt þetta varðandi kúariðuna, er að yfir- völd era alltaf of sein að grípa í taum- ana, hvort sem um er að ræða bresk eða frönsk yfirvöld eða Evrópusam- bandið. Og þegar þau grípa í taum- ana er verið að leggja tÚ aðgerðir sem era óþarflega miklar, til þess að vinna aftur traust neytenda, en þar með verður skaði atvinnugreinarinn- ar meiri.“ Ámi ítrekar að niðurstaða fundar- ins sé mjög jákvæð fyrir fiskimjöls- framleiðsluna í landinu. Staðan hafi verið mjög alvarleg en nú sé hins veg- ar ekki ástæða til að hafa áhyggjur og hrósar hann utanríkisþjónustunni sérstaklega og segir hana hafa staðið sig virkilega vel í málinu. Halldór Ás- grímsson segir að mjög margir hafi unnið gott starf við þetta mál. Allir sem leitað hafi verið til hafi tekið málaleitaninni vel og viljað sinna málinu. Fyrir það sé hann þakklátur. Davíð Oddsson telur að vinna íslend- inga hafi haft áhrif þótt fleiri hafi vissulega átt hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins. Hann segir að ráðherrarnir þrír hafi haldið neyðar- fúnd um málið og skilgreint það sem stórmál og því hafi verið fylgt mjög vel eftir af hálfu utanríkisráðuneytis- ins og annarra sem að því komu. Halldór segir að utanríkisþjónust- an hafi virkað ágætlega í málinu. „En spumingin er hversu greiðan aðgang við eigum að þeim sem era að vinna að málinu," segir utanríkisráðherra. Hann segir að vissulega standi Is- lendingar utan við ákvarðanir á vett- vangi Evrópusambandsins um mik- ilsverð hagsmunamál. Þá sé reynt að nota það samskiptaform sem fyrir hendi er og við þessar aðstæður komi til góða sambandið við Norðurlanda- þjóðimar sem era í ESB. Óþarfi að banna notkun fiskimjöls í jórturdýr Arni Mathiesen segir að næsta skref sé að sýna fram á það að óþarfi sé að útiloka fiskimjöl frá fóðri jórt- urdýra. „Það kannski hefur ekki svo mikla praktíska þýðingu fyiir atvinnu- greinina hjá okkur eins og er, en það er auðvitað grandvallaratriði gagn- vart vöranni að hún sé látin njóta sannmælis og við þurfum auðvitað að reyna að hafa áhrif á það,“ segir Ámi. Halldór Ásgrímsson getur þess í þessu sambandi að Islendingar ættu erfitt með að skilja ef þeim yrði bann- að að flytja kindakjöt til Evrópu- sambandsins af því að fénu væri gefið fiskimjöl. Getur hann þess að menn þurfi sennilega ekki að hafa áhyggjur af útflutningi lambakjöts því lömbin séu ekki alin á mjöli. 4% í jórturdýrafóður „Við öndum léttar og eram býsna ánægðir með þessa niðurstöðu," seg- ir Jón Reynir Magnússon, formaður Félags íslenskra fiskmjölsframleið- enda. „Það má nota fiskimjölið áfram eins og verið hefur nema það má ekki lengur nota það í jórturdýrafóður, en notkun fiskimjöls í jórturdýrafóður er tiltölulega lítil.“ Jón Reynir segist telja, gróflega áætlað, að einn þriðji hluti þess fiski- mjöls sem fer héðan í fóðurfram- leiðslu sé notað í svínafóður, einn þriðji sé notaður í alífuglafóður, um 25% fari í fiskeldi, um 4% í jórtur- dýrafóður og það sem eftir er í gælu- dýrafóður. Forstöðumaður Tilraunastöðvar HÍ Mesta firra að riða berist með fiskimjöli GUÐMUNDUR Georgsson, for- stöðumaður Tilraunastöðvai- Há- skóla Islands í meinafræðum á Keld- um, er vel að sér í rannsóknum á riðu hvers konar í dýram og Creutzfeldt Jakob-sjúkdómnum. Varðandi þá umræðu í Evrópu þessa dagana að banna eigi notkun á fiskimjöli í skepnufóður sagði Guðmundur hana „algjörlega út í hött“, eins og hann orðaði það í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði það hina mestu firru að kúariða eða önnur riða gæti borist með fiskimjöli. „Eg veit satt að segja ekki hvernig stendur á því að þessi umræða kem- ur upp. Vera kann að þeir treysti ekki einhverjum sem selja fiskimjöl, að slíkir aðilar drýgi mjölið með öðru hráefni. Það er að minnsta kosti ljóst að fiskur getur ekki verið með riðu,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að umræðan væri jafn- fjarlæg þótt eitthvert skylt prótein væri til í fiskum og t.d. nautakjöti. Smitefni í kúariðunni væri eggja- hvítuefni sem fyndist í mörgum teg- undum spendýra. Hins vegar væra háir þröskuldar fyrir þvf að efnið bærist úr einni tegund í aðra. Því fjarskyldari sem tegundirnar væra því minni líkur væru á að eggjahvítu- efnið bærist á milli. „Eg veit ekki til þess að nokkrum vísindamanni hafi dottið í hug að fiskar geti borið þetta efni, nema þá að um sérkennilegan fósturgalla sé að ræða. Þessi umræða kemur mér veralega spánskt fyrir sjónir," sagði Guðmundur og undraðist að ein- hverjir dýralæknar innan Evrópu- sambandsins gætu verið þeirrar skoðunar að riða gæti borist með fiskimjöli. Ljósmynd/Friðþjófar Helgason Eftir ákvörðun landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins í gær munu fiskiskip áfram geta sótt loðnu á miðin til bræðslu í fiskimjöl til útflutnings. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka fslands um kúariðufárið 1 Evrópulöndum Gæti aukið sölu á lamba- kjöti og hækkað verðið AÐ MATI framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Sigurgeirs Þor- geirssonar, hafa möguleikar skapast fyrir útflytjendur á íslensku lamba- kjöti að auka sölu lambakjöts til markaða í Evrópu vegna kúariðu- fársins sem þar geisar. Telur hann verð geta hækkað og ekki sé vanþörf á þar sem skilaverð til bænda hafi verið alltof lágt. Sala á nautakjöti í Evrópu hefur snarminnkað og veit- ingahús era farin að taka nautakjöt út af matseðlum sínum, samanber frétt í Morgunblaðinu um helgina um þekktasta matreiðslumeistara Frakka sem setti lambakjöt á mat- seðil nýjasta veitingahúss síns í stað nautakjöts. Útflytjendur á lambakjöti fylgjast með gangi mála og íhuga einnig auk- inn útflutning til Bandaríkjanna sök- um hækkunar á gengi dollars gagn- vart íslensku krónunni. Framkvæmdastjóri Áforms - átaks- verkefnis um sölu á lambakjöti telur að Islendingar þurfi að vinna heima- vinnuna varðandi uppranavottorð betur áður en farið er í söluátak vegna kúariðunnar. Sigurgeir sagði við Morgunblaðið að útflytjendur hlytu að fylgja þess- ari stöðu í Evrópu eftir og skoða möguleikana sem í boði væru. „Það er nú einu sinni þannig að eins dauði er annars brauð. Ef nauta- kjöt verður sums staðar tekið út og möguleikar opnast fyrir lambakjöt í staðinn þá held ég að við eigum hik- laust að notfæra okkur það. Við höf- um kvóta og nægt magn af kjöti til að flytja út til ríkja Evrópusam- bandsins," sagði Sigurgeir en kvóti á útflutning lambakjöts til Evrójiu hef- ur verið um 1.100 tonn á ári. Utflutn- ingurinn hefur verið langt undir þeim mörkum, í nokkram hundrað- um tonna og þá aðallega til Dan- merkur. Áður en sláturtíð hófst í haust vora birgðir af lambakjöti nánast engar hér á landi, þar sem neysla innan- lands jókst veralega. Nákvæmar töl- ur liggja ekki fyrir af núverandi slát- urtíð en að sögn Sigurgeirs er talið að aukning sé um 10% frá sláturtíð- inni í fyrra. Á þessu ári er áætlað að flytja út um 1 þúsund tonn af lambakjöti, og sagði Sigurgeir verðið hafa verið of lágt til að bændur gætu sætt sig við það til frambúðar. Hann taldi kúarið- una auka líkur á að hærra verð fáist fyrir lambakjötið. Skilaverð til bænda í útflutningi á Evrópumarkað hefur verið að meðaltali um 175 krón- ur fyrir kílóið. Sigurgeir taldi að það þyrfti að vera um 100 krónum hærra til að teljast viðunandi. Aukinn áhugi á upprunavottorðum Baldvin Jónsson er framkvæmda- stjóri Áforms - átaksverkefnis um sölu á lambakjöti á erlenda markaði. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að áður en seljendur lamba- kjöts færa að heija á markaði í Evrópu yrði upprunavottorð að vera til staðar. Möguleikar á aukinni sölu lambakjöts yrðu að öðram kosti ekki til staðar. Staðan væri allt önnur og betri í dag við svona aðstæður sem kúariðan skapaði í Evrópu ef upp- runavottorðum hefði verið komið á fyrir fimm árum. Málstaður íslend- inga hefði einnig verið sterkari, hvað þetta varðaði, í fiskimjölsmálinu sem nú væri komið upp. Hann sagði áhuga verslanakeðja á að kaupa mat sem hefði uppranavott- orð sífellt vera að aukast. Ekki væri nóg fyrir íslenska bændur að halda því fram að þeir væra að selja góð matvæli, vottorð þyrfti að vera til staðar. Baldvin sagði stöðuna eiga eftir að lagast með nýjum búvöra- samningi þar sem gert væri ráð fyrir sértækri gæðastýringu í landbúnaði. En þetta hefði átt að gerast mun fyrr, stjórnvöld hefðu dregið lappii'n- ar í málinu. Einnig horft til Bandaríkjanna Sláturfélag Suðurlands hefur flutt töluvert út af lambakjöti til Evrópu og þá aðallega til Danmerkur. Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, hafa þeir möguleikar ekki verið skoðaðir ennþá að auka útflutninginn vegna kúariðunnar í Evrópu. I sam- tali við Morgunblaðið sagðist hann ekki hafa orðið var við aukna eftir- spum eftir lambakjöti á mörkuðum félagsins í Evrópu. Hann taldi áhrifin frekar verða til langs tíma jákvæð fyrir lambakjöt, þar sem litið væri á það sem villibráð en ekki ræktað líkt og nauta-, svína- og kjúklingakjöt. Steinþór sagði tvennt hafa áhrif á lambakjötsmarkaðina hjá sláturfé- laginu. Annars vegar þróunin í Evrópu, sem væri að einhverju leyti neikvæð fyrir kjötsölu í heild en ætti þó að hjálpa lambinu. Hins vegar nefndi hann aðra þróun, sem gæfi SS frekar tilefni til að líta til Bandaríkj- anna en Evrópu, þ.e. hækkunin á gengi dollars og frekar veik staða evrópskra gjaldmiðla. Á afurðaárinu, sem hófst með slát- urtíðinni í haust, reiknar SS með því að flytja út á bilinu 200 til 250 tonn af lambakjöti til Evrópu. Er það svipað magn og verið hefur. Ekki náðist í forráðamenn Goða vegna þessa máls í gær en þeir hafa flutt út talsvert magn af íslensku lambakjöti undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.