Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Spurt og svarað um neytendamál Bílaþvottur dýrari á veturna Farið varlega með jólaljósin Tími jólaljósa er genginn í garð. Raf- magnsöryggisdeild Löggildingar- stofu vill af því tilefni benda á helstu varúðarráðstafanir vegna notkunar jólaljósa, til að draga úr líkum á bruna og slysum. „Rafmagnið er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Algengasta orsök slysa og bruna af völdum raf- magns er gáleysi. Því er brýnt að fólk sýni mikla aðgát nú þegar verið er að setja upp margvíslegan ljósa- búnað til viðbótar við það sem fyrir er. Þó að jólaljós séu sett upp tíma- bundið þarf ekkert minni aðgæslu en við annan rafbúnað. Hluti af undir- búningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi. Óvandaður, skemmd- ur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum. Einn- ig er góður siður að skipta um raf- hlöður í reykskynjurum fyrir hver jól.“ • Helstu atriði sem hafa ber í huga: ► Henda gömlum jólaljós- um sem eru úr sér gengin. ► Láta aldrei loga á ljósun- um á jólatrénu yfir nótt eða þegar enginn er heima. Nota ætið ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrk- leika. ► Gæta þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljós- um. ► Nota aldrei inniljós utan- dyra. ► Gæta að því að óvarinn rafbúnaður getur valdið raf- losti. ► Hafa í huga að óvönduð jólaljós geta verið varasöm. ► Láta aldrei logandi kerti standa ofan á raftæki. Bílaþvottur hjá Olíufélaginu hf. kostar 590 krónur á sumrin en 890 krónur á veturna. Hvað skýrir þennan verðmun? „Vegna tjörunnar sem kemur á bílana á veturna notum við dýrari hreinsiefni og meira af heitu vatni og það skýrir þennan verðmun að mestu,“ segir Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöðva Olíufélagsins hf. „Á vetuma er meiri umsýsla starfsfólks í kringum bílaþvottastöðvarnar og það þýðir aukinn launakostnað." Að sögn Heimis var verðið 890 krónur í fyrravetur og hann býst ekki við verðhækkun. Ensk jólakaka Hvenær er gott að baka fyrir jól- in enska jólaköku? „Flestir baka ensku jólakökuna 6 til 8 vikum fyrir jól svo líklega eru síðustu forvöð núna. Aðrar kökuteg- undir má auðvitað baka seinna og jafnvel rétt fyrir jól,“ segja Hjördís Edda Broddadóttir og Guðrún Þóra Hjaltadóttir, framkvæmdastjórar Leiðbeiningarstöðvar heimilanna. Að sögn þeirra er mikilvægt að kæla allan bakstur vel fyrir fryst- ingu og best er að frysta bakkelsi nýbakað. Ensk jólakaka fró Guðrúnu Þóru og Hjördísi Eddu 225 g smjör 2 dlsykur 4 egg 4V2 dl hveiti ______________'/2 tsk sdt____________ 1 tsk lyftiduft u.þ.b. 120 g kirsuber í krukku u.þ.b. 250 g rúsínur u.þ.b. 180 g kúrennur u.þ.b.50 g súkkat (mó sleppa) 15 döðlur 100 g súkkulaði 1V2 dl mglaðar hesli- eða volhnetur (best úr dós) __________Vfrdl kirsuberjasafi Vidl koníak (til að hella yfir) Brytjið kirsuber, súkkat og döðlur og blandið saman öllum ávöxtunum. Hellið kirsuberjasafa og koníaki yfir. Hitið ofninn í 150 gráður á Cels- íus. Smyrjið og stráið brauðmýlsnu í kringlótt formkökumót eða í tvö minni jólakökumót. Hrærið smjör og sykur þar til það er létt og ljóst. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli. Blandið örlitlu af hveitinu saman við ávextina. Setjið afganginn af hveit- inu ásamt salti og lyftidufti í smjör- hræruna og að síðustu ávextina. Baksturstími er ein til ein og hálf klukkustund en ef kakan ætlar að verða of dökk má leggja álþynnu yfir mótið. Eftir bakstur er kakan annað- hvort kæld í mótinu eða tekin úr mótinu og látin kólna á kökurist. Setjið álpappír þétt utan um kök- una og þrýstið vel að. Geymið í kökuboxi á köldum stað eða í plastpoka. Víni er hellt yfir kök- una öðru hverju. Er hægt að nota mismunandi feiti til steikingar á laufabrauði? „Já, hægt er að nota ýmisskonar fitu til steikingar en bragð laufa- brauðsins fer mikið eftir því hvaða fita er notuð,“ segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir, annar tveggja fram- kvæmdastjóra Leiðbeiningarstöðv- ar heimilanna. ,Á-ður fyrr var notuð tólg og trú- lega er það bragðið sem flestir þekkja. Einhverjir nota Palm- ín-jurtafeiti en sjálfri finnst mér laufabrauðið verða fitugra að utan ef það er steikt í olíu,“ segir Guðrún Þóra. Hjördís Edda Broddadóttir, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Leiðbeiningarstöðvar heimilanna, segir að einnig megi blanda saman Palmín-jurtafeiti og sólblómaolíu og hafa þá hlutföllin jöfn. „Þetta hef ég prófað sjálf og hef góða reynslu af,“ segir hún og bætir við að eitt þurfi alltaf að hafa í huga við laufabrauð- steikingu en það er að hita feitina við hægan hita og passa að hitastigið sé rétt. meö innbyggðum prentara Les allar tegundir greiöslukorta sem notuð eru á Islandi Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort Point Transaction Systems ehf Hlíðasmára 10 • Kópavogi Sími 544 5060 • Fax 544 5061 Hraðvirkur hljóðlátur prentari Tekur einnig Diners og VN kort Matvöruverslun Hagkaups á Netinu Matvara nú heimsend á allt höfuðborg’ar- svæðið Verslun Hagkaups á Netinu, Hag- kaup.is býður nú heimsendingu allra matvara á öllu höfuðborgarsvæðinu en fram að þessu hefur þjónustan staðið íbúum í Kópavogi til boða. Sent er heim með sérstökum kæli- bílum sem á að tryggja gæði og ferskleika vörunnar. Heimsendingin kostar 480 krónur og er vöruverðið í netversluninni það sama og i öðrum verslunum Hagkaups. I netversluninni eru rúmlega 5.000 vörutegundir og ef pantað er fyrir kl. 10 að morgni býðst heim- sending samdægurs. Nýtt Góðar fréttir fyrir þreytta fætur! SEGULINNLEGG ÍSKÓ Nú eru BIOFLEX segulþynnurnar r - ' fónlegar I skóinn- leggjum. Innlegg- in henta afar vel þeim sem þjóst af fótkulda, þreytu og blóðflæðisvanda i fótum. BIOFLEX er skilgreint sem lækninga- búnaður og hafa segluþynnurnar öflugt segulsvið sem dregur úr sórs- auka i fótum. Innleggin eru fóanleg í 6 stærðum og eru seld í flestum apótekum, lyfja- og heilsu- búðum. Greinagóðar upplýsingar ó íslensku fylgja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.