Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
URVERINU
MÖRGUNBLAÐIÐ
Um 500 tonna
hal hjá Hákoni
HÁKON ÞH landaði um 500 tonn-
um af sfld í bræðslu í Grindavík á
sunnudag en aflinn fékkst í einu hali
á Eldeyjarbankanum. I fyrrinótt
fengu skipverjar síðan um 400 tonn
í tveimur hölum á sama svæði.
Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á
Hákoni, segir að sfldin sé blönduð
og mikið af smásíld en á laugardag
var lokað á nótaveiðar á svæðinu en
heimilt er að veiða í flottroll. „Þetta
hefur gengið sæmilega og það mjak-
ast,“ segir Oddgeir en Hákon á eftir
um 1.700 tonn af síldarkvótanum.
Hann segir að ekki þýði að veiða í
björtu og þá sé bara látið reka. „Það
þýðir ekkert að vera að paufast með
trollið á daginn, því þá fær maður
ekkert nema smásfld."
Fleiri bátar hafa fengið ágætis
sfld á svæðinu. Sighvatur Bjarnason
VE landaði um 800 tonnum í vinnslu
hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna-
eyjum á sunnudag og Antares VE
kom með álíka mikið magn til Isfé-
lags Vestmannaeyja. „Við fengum
200 tonn eftir 15 mínútna tog og er-
um að frysta sfldina," segir Gísli
Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ól-
afssyni AK, en hann gerir ráð fyrir
að landa á Akranesi á föstudag. „Við
tókum fyrsta túrinn fyrir austan en
höfum síðan legið hérna fyrir vest-
an. Hins vegar gengur erfiðlega að
ná í viðbótarkvóta og að öllu
óbreyttu er þetta síðasti túrinn en
við vorum með 1.500 tonna kvóta.
En það er mikið eftir að veiða og
skömm að því að setja þetta í
bræðslu þegar hægt er að vinna
þetta allt.“
Hákon og Bjarni voru einu bát-
arnir á Eldeyjarbankanum í gær en
nokkrir bátar hafa líka verið á mið-
unum fyrir austan land. Þar hefur
veiðin þó verið treg að undanförnu.
Banni aflétt
EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur aflétt
innílutningsbanni á físk frá Kenýa en
heilbrigðisnefnd sambandsins hefur
staðfest að Kenýa stenst nú þær heil-
brigðiskröfur sem það gerir til sjáv-
arafurða sem fluttar eru inn til aðild-
arríkjanna.
Um 70% fiskafurða frá Kenýa fóru
á markað í Evrópu áður en innflutn-
ingsbann var sett á fisk þaðan í mars í
íyrra vegna gruns um notkun eitur-
efna við fiskveiðar í Viktoríuvatni.
Talið er að innflutningsbannið hafi
kostað Kenýa um 4,5 milljarða króna í
útflutningstekjum og leitt til hruns í
kenýskum fiskiðnaði við Viktoríu-
vatn. ESB aflétti innflutningsbanni á
fisk frá Tansaníu í janúar sl. og írá
Úganda í ágúst og hafa margar
kenýskar fiskvinnslustöðvar við Vikt-
oríuvatn fært starfsemi sína til þess-
ara landa á meðan aðrar hafa þurft að
draga verulega úr starfseminni með
tilheyrandi uppsögnum og launa-
lækkunum. Nú er aftur á móti vonast
til þess að iðnaðurinn rétti úr kútnum.
Samtök iðnaðarins kynna:
Aðgerðir til að
auka endurnýtingu
og endurvinnslu
Samtök iðnaðarins boða til opins féiagsfundar til að
kynna og fjalla um tillögur um aukna endurnýtingu
umbúða, hjólbarða og ökutækja.
Á fundinum kynnir Ólafur Kjartansson,
verkfræðingur hjá Samtökum iðn-
aðarins, stöðu þessara mála og
lýsir í megindráttum greinargerð
og drögum að frumvarpi sem starfshópur
á vegum umhverfisráðuneytisins hefur unnið að.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn
6. desember frá ki. 8:00 til 9:30 í veislu-
salnum Versölum, Hallveigarstíg 1 Reykjavík.
Morgunverður í boði.
<3)
SAMTOK
IÐNAÐARINS
Hallveioarstío 1 I 101 Revkiavík I Sími 511 5555 I Fax 511 5566 I www.si.is
Helga Kristín Tryggvadóttir við nýjan bát föður síns.
Henni finnst báturinn mjög fínn.
Morgunblaðið/Finnur
Ólafur M. Birgisson sveitarstjóri býður Tryggva
Ársælsson velkominn til heimahafnar.
Nýr Trefjabátur í
heimahöfn á Tálknafirði
Tálknafirði. Morgunblaðið.
FYRIR skömmu kom nýr bátur,
Sæli BA-333, til heimahafnar á
Tálknafirði. Báturinn er smíðaður
hjá Trefjum í Hafnarflrði og er af
Cleopötrugerð.
Það er Sterkur ehf. sem lét smiða
bátinn sem er 5,9 tonn að stærð.
Vélbúnaður er frá Volvo. Dýptar-
mælir og radar eru frá Brimrúnu af
Furuno-gerð. Frá Skiparadío kem-
ur Maxi-tölva og Robertson-
sjálfstýring kemur frá Friðrik A.
Jónssyni. Sveitarstjóri Tálkna-
fjarðarhrepps, Ólafur M. Birgisson,
tók á móti nýja bátnum og færði
Tryggva Ársælssyni skipstjóra
konfekt í tilefni dagsins. Það eru
hjónin Tryggvi Ársælsson og Ey-
rún Ingibjörg Sigþórsdóttir sem
eiga og reka Sterk ehf.
Að sögn Tryggva er báturinn
með þorskaflahámak og hann áætl-
ar að heQa róðra á nýja bátnum á
næstu dögum.
*
Irar vilja
sjöfalda
þangrækt
ÍRSKUR þangiðnaður gæti vaxið
sjöfalt fi'á því sem nú er, nái áætlan-
ir um auknar rannsóknir og fram-
leiðslu fram að ganga.
Hart er nú lagt að írskum stjóm-
völdum að styðja við bakið á áætlun
um að efla mjög þangvinnslu með
auknum styrkjum til rannsókna, vél-
væðingar og þróunar. Alls starfa í
dag um 700 manns við þangvinnslu á
Irlandi en miklir möguleikai' eru á
að efla vinnsluna til muna, að því er
fram kemur í skýrslu sem birt var
fyrir skömmu. Þar kemur m.a. fram
að auka má verðmæti írskrar þang-
vinnslu úr rúmum 650 milljónum
króna á ári í 4,7 milljarða ári, miðað
við spum eftir þangi og þang-
afurðum sem notaðar eru til lyfja-
gerðar, í heilsu- og snyrtivörur, í líf-
tækniiðnaði og í matvælafram-
leiðslu. Lagt er til að komið verði á
fót sérstakri þangrannsóknastofnun
sem verði miðstöð rannsókna og
þróunar iðnaðarins í landinu. Þar
verði unnið að rannsóknum á 501
þangtegund sem finna má við
Irlandsstrendur og kannaðir mögu-
leikar á frekari ræktun og markaðs-
setningu.
írar hafa nýtt sjávarþang í yfir
300 ár, fyrst til sápugerðar og í joð-
áburð en síðar hefur þang verið nýtt
í ýmisskonar framleiðslu, m.a. til ís-
gerðar, í smyrsl á brunasár, andlits-
farða, áburð og nautgripafóður.
Hjálparstarf kirkjunnar beinir söfnunarfé • til bágstaddra tslendinga <2ír
• til fólks sem býr vid örbirgð í þriðja heiminum 'QTý
• á átaka- og hamfarasvæði um allan heim
Gírósedtar liggja frammi í öllum bönkum, HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR
sparisjóðum og á pósthúsum.