Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 URVERINU MÖRGUNBLAÐIÐ Um 500 tonna hal hjá Hákoni HÁKON ÞH landaði um 500 tonn- um af sfld í bræðslu í Grindavík á sunnudag en aflinn fékkst í einu hali á Eldeyjarbankanum. I fyrrinótt fengu skipverjar síðan um 400 tonn í tveimur hölum á sama svæði. Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni, segir að sfldin sé blönduð og mikið af smásíld en á laugardag var lokað á nótaveiðar á svæðinu en heimilt er að veiða í flottroll. „Þetta hefur gengið sæmilega og það mjak- ast,“ segir Oddgeir en Hákon á eftir um 1.700 tonn af síldarkvótanum. Hann segir að ekki þýði að veiða í björtu og þá sé bara látið reka. „Það þýðir ekkert að vera að paufast með trollið á daginn, því þá fær maður ekkert nema smásfld." Fleiri bátar hafa fengið ágætis sfld á svæðinu. Sighvatur Bjarnason VE landaði um 800 tonnum í vinnslu hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmanna- eyjum á sunnudag og Antares VE kom með álíka mikið magn til Isfé- lags Vestmannaeyja. „Við fengum 200 tonn eftir 15 mínútna tog og er- um að frysta sfldina," segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ól- afssyni AK, en hann gerir ráð fyrir að landa á Akranesi á föstudag. „Við tókum fyrsta túrinn fyrir austan en höfum síðan legið hérna fyrir vest- an. Hins vegar gengur erfiðlega að ná í viðbótarkvóta og að öllu óbreyttu er þetta síðasti túrinn en við vorum með 1.500 tonna kvóta. En það er mikið eftir að veiða og skömm að því að setja þetta í bræðslu þegar hægt er að vinna þetta allt.“ Hákon og Bjarni voru einu bát- arnir á Eldeyjarbankanum í gær en nokkrir bátar hafa líka verið á mið- unum fyrir austan land. Þar hefur veiðin þó verið treg að undanförnu. Banni aflétt EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur aflétt innílutningsbanni á físk frá Kenýa en heilbrigðisnefnd sambandsins hefur staðfest að Kenýa stenst nú þær heil- brigðiskröfur sem það gerir til sjáv- arafurða sem fluttar eru inn til aðild- arríkjanna. Um 70% fiskafurða frá Kenýa fóru á markað í Evrópu áður en innflutn- ingsbann var sett á fisk þaðan í mars í íyrra vegna gruns um notkun eitur- efna við fiskveiðar í Viktoríuvatni. Talið er að innflutningsbannið hafi kostað Kenýa um 4,5 milljarða króna í útflutningstekjum og leitt til hruns í kenýskum fiskiðnaði við Viktoríu- vatn. ESB aflétti innflutningsbanni á fisk frá Tansaníu í janúar sl. og írá Úganda í ágúst og hafa margar kenýskar fiskvinnslustöðvar við Vikt- oríuvatn fært starfsemi sína til þess- ara landa á meðan aðrar hafa þurft að draga verulega úr starfseminni með tilheyrandi uppsögnum og launa- lækkunum. Nú er aftur á móti vonast til þess að iðnaðurinn rétti úr kútnum. Samtök iðnaðarins kynna: Aðgerðir til að auka endurnýtingu og endurvinnslu Samtök iðnaðarins boða til opins féiagsfundar til að kynna og fjalla um tillögur um aukna endurnýtingu umbúða, hjólbarða og ökutækja. Á fundinum kynnir Ólafur Kjartansson, verkfræðingur hjá Samtökum iðn- aðarins, stöðu þessara mála og lýsir í megindráttum greinargerð og drögum að frumvarpi sem starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins hefur unnið að. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 6. desember frá ki. 8:00 til 9:30 í veislu- salnum Versölum, Hallveigarstíg 1 Reykjavík. Morgunverður í boði. <3) SAMTOK IÐNAÐARINS Hallveioarstío 1 I 101 Revkiavík I Sími 511 5555 I Fax 511 5566 I www.si.is Helga Kristín Tryggvadóttir við nýjan bát föður síns. Henni finnst báturinn mjög fínn. Morgunblaðið/Finnur Ólafur M. Birgisson sveitarstjóri býður Tryggva Ársælsson velkominn til heimahafnar. Nýr Trefjabátur í heimahöfn á Tálknafirði Tálknafirði. Morgunblaðið. FYRIR skömmu kom nýr bátur, Sæli BA-333, til heimahafnar á Tálknafirði. Báturinn er smíðaður hjá Trefjum í Hafnarflrði og er af Cleopötrugerð. Það er Sterkur ehf. sem lét smiða bátinn sem er 5,9 tonn að stærð. Vélbúnaður er frá Volvo. Dýptar- mælir og radar eru frá Brimrúnu af Furuno-gerð. Frá Skiparadío kem- ur Maxi-tölva og Robertson- sjálfstýring kemur frá Friðrik A. Jónssyni. Sveitarstjóri Tálkna- fjarðarhrepps, Ólafur M. Birgisson, tók á móti nýja bátnum og færði Tryggva Ársælssyni skipstjóra konfekt í tilefni dagsins. Það eru hjónin Tryggvi Ársælsson og Ey- rún Ingibjörg Sigþórsdóttir sem eiga og reka Sterk ehf. Að sögn Tryggva er báturinn með þorskaflahámak og hann áætl- ar að heQa róðra á nýja bátnum á næstu dögum. * Irar vilja sjöfalda þangrækt ÍRSKUR þangiðnaður gæti vaxið sjöfalt fi'á því sem nú er, nái áætlan- ir um auknar rannsóknir og fram- leiðslu fram að ganga. Hart er nú lagt að írskum stjóm- völdum að styðja við bakið á áætlun um að efla mjög þangvinnslu með auknum styrkjum til rannsókna, vél- væðingar og þróunar. Alls starfa í dag um 700 manns við þangvinnslu á Irlandi en miklir möguleikai' eru á að efla vinnsluna til muna, að því er fram kemur í skýrslu sem birt var fyrir skömmu. Þar kemur m.a. fram að auka má verðmæti írskrar þang- vinnslu úr rúmum 650 milljónum króna á ári í 4,7 milljarða ári, miðað við spum eftir þangi og þang- afurðum sem notaðar eru til lyfja- gerðar, í heilsu- og snyrtivörur, í líf- tækniiðnaði og í matvælafram- leiðslu. Lagt er til að komið verði á fót sérstakri þangrannsóknastofnun sem verði miðstöð rannsókna og þróunar iðnaðarins í landinu. Þar verði unnið að rannsóknum á 501 þangtegund sem finna má við Irlandsstrendur og kannaðir mögu- leikar á frekari ræktun og markaðs- setningu. írar hafa nýtt sjávarþang í yfir 300 ár, fyrst til sápugerðar og í joð- áburð en síðar hefur þang verið nýtt í ýmisskonar framleiðslu, m.a. til ís- gerðar, í smyrsl á brunasár, andlits- farða, áburð og nautgripafóður. Hjálparstarf kirkjunnar beinir söfnunarfé • til bágstaddra tslendinga <2ír • til fólks sem býr vid örbirgð í þriðja heiminum 'QTý • á átaka- og hamfarasvæði um allan heim Gírósedtar liggja frammi í öllum bönkum, HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR sparisjóðum og á pósthúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.