Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 31

Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 31 Hume hættir á þingi NORÐUR-írski stjórnmála- skörungurinn og handhafl frið- arverðlauna Nóbels, John Hume, hætti í gær þing- mennsku á þingi N-ír- lands. Hume sagði ástæð- una vera mikið vinnuálag sem á hon- um hvílir og Hume, sem er 63 ára gamall, tilkynnti fyrir nokkrum mánuð- um að hann hygðist hætta þing- mennsku. Hume, sem hefur um langa hríð verið i forsvari hófsamra kaþólikka á N-írlandi (SDPL), lék lykilhlutverk í gerð friðar- samkomulagsins sem sam- þykkt var árið 1998. Hume hafnaði leiðtogastöðu í heim- astjórninni á sínum tíma enda hafði hann nóg á sinni könnu sem þingmaður Evrópuþings- ins og breska þingsins. 60.000 á bænaskrá OTPOR, andspyrnuhreyfing júgóslavneskra háskólanema, hefur safnað 60.000 undir- skriftum á bænaskrá sem mið- ar að því að bola burt yfirmanni leyniþjónustunnar, Rade Markovic. Hann var skipaður í embætti af Slobodan Milosevic og sakar Otpor Markovic um hamlandi áhrif á störf núver- andi ríkisstjórnar Júgóslavíu. Undirsskriftasöfnunin mun vara þangað til á morgun, en þá verður bænaskráin afhent yfir- völdum. Otpor gegndi stóru hlutverki er Milosevic var steypt af stóli í október. Mannréttindasamtök og and- stæðingar Markovic hafa sakað hann um að standa að baki nokkrum morðum á pólitískum andstæðingum Milosevic, þ.á m. á blaðamanninum Slavko Curuvija. Gusinsky eftirlýstur RÚSSNESK stjórnvöld hafa gefið út alþjóðlega handtöku- beiðni fjölmiðlakóngsins Vlad- imirs Gusinskys sem sakaður er um fjársvik. Gusinsky, sem er eigandi stærstu óháðu fjöl- miðlasamsteypunnar í Rúss- landi, Media-most, hefur haldið sig fjarri Rússlandi í marga mánuði. Hann mætti ekki til yf- irheyrslu hjá saksóknara 20. nóvember og var handtökubeiðnin þá gefin út en áður var hann eftirlýstur í Rússlandi. Kærurnar á hendur Gusinsky hafa ýtt undir ótta um að frjálsir fjölmiðlun riði til falls í Rússlandi. 300 flugferð- um aflýst BANDARÍSKA flugfélagið Delta Air-Lines staðfesti í gær að það hefði neyðst til að aflýsa nær 300 flugferðum um helgina vegna aðgerða flugstjóra fé- lagsins. Stéttarfélag flugstjór- anna hefur átt í kjaraviðræðum við flugfélagið síðan í septem- ber á síðasta ári. Vísindamenn segja bann við ósoneyðandi efnum skila árangri Talið að gatið á ósonlaginu lokist ALÞJÓÐLEGUR hópur vísinda- manna spáir því að gatið á óson- laginu yfir Suðurheimskautinu muni minnka og loks lokast innan fimmtíu ára. Vísindamennirnir telja að áhrifa banns við notkun ósóneyðandi efna sé farið að gæta og að ósónlagið muni færast í fyrra horf, svo framarlega sem ríki heims hlíti banninu áfram. Víðtækari aðgerða þörf Um 300 sérfræðingar á þessu sviði komu saman á ráðstefnu í Buenos Aires í Argentínu til að ræða ný gögn um ósoneyðingu. Er spá vísindamannanna byggð á vís- bendingum um að magn ósoneyð- andi efna sé að minnka í neðri lögum andrúmsloftsins, en þeir vara jafnframt við því að grípa verði til víðtækari aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, ef árangur eigi að nást. Alan O’Neill, formaður vísinda- nefndar ráðstefnunnar, sagði í samtali við fréttavef BBC að þekking á ósonlaginu væri sífellt að aukast og að vísindamenn gætu nú til dæmis skýrt hvers vegna stærra gat sé á ósonlaginu yfir Suðurskautinu en Norðurs- kautinu og hvers vegna gatið er misjafnlega stórt eftir árum. „Vís- bendingar eru að koma fram um að bann eða hömlur við losun ósoneyðandi efna séu farin að skila árangri," sagði O’Neill við BBC. „Magn þessara efna fer al- mennt minnkandi í lægri lögum andrúmsloftsins og við spáum því að ósonlagið muni jafna sig á næstu fimmtíu árum eða þar um bil.“ Að sögn O’Neills er þó ólík- legt að miklar breytingar verði strax á næstu árum, og sökum náttúrulegra sveiflna í veðurfari mun þróunin heldur ekki verða stöðug. O’Neill sagði jafnframt að lækkun hitastigs vegna gróður- húsaáhrifa gæti tafið þessa þróun, ef til vill um heilan áratug. Bann var lagt við losun óson- eyðandi efna með Montreal- bókuninni árið 1987. plýr stoður notaðo bíla fyrir ^ www.bilaland.is Hyundai Accent GLSi Nýskr. 7.1996, 1500ccvéi, 4 dyra, sjálfskiptur, ekinn 57 þ. ^ Nýskr. 10.1996, 1600ccvél, 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 70 þ. Hyundai Pony Nýskr. 7.1994, 1500cc vél, 4 dyra, 5 gíra, vínrauður, ekinn 62 þ. Hyundai Sonata GLSi Nýskr. 2.1998, 2000ccvél, 4 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 38 þ. Honda Civic Nýskr. 8.1998, 1400cc vél, 3 dyra, sjálfskiptur, S ekinn 1.290.þ Renault Megane RT Nýskr. 7.1997, 1600cc vél, \ 5 dyra, sjálfskiptur, \£. ekinn 38 þ. Kia Sportage Grand Classic Nýskr. 12.1999, 2000cc vél, 5 dyra, 5 gíra, Ijósblár, ekinn 7 þ. Subaru E12 Nyskri 12.1998, 1200cc vél, 4 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 20 þ. 4X4 Grjóthálsi 1 sími 5751230 «»'«»11»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.