Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 31 Hume hættir á þingi NORÐUR-írski stjórnmála- skörungurinn og handhafl frið- arverðlauna Nóbels, John Hume, hætti í gær þing- mennsku á þingi N-ír- lands. Hume sagði ástæð- una vera mikið vinnuálag sem á hon- um hvílir og Hume, sem er 63 ára gamall, tilkynnti fyrir nokkrum mánuð- um að hann hygðist hætta þing- mennsku. Hume, sem hefur um langa hríð verið i forsvari hófsamra kaþólikka á N-írlandi (SDPL), lék lykilhlutverk í gerð friðar- samkomulagsins sem sam- þykkt var árið 1998. Hume hafnaði leiðtogastöðu í heim- astjórninni á sínum tíma enda hafði hann nóg á sinni könnu sem þingmaður Evrópuþings- ins og breska þingsins. 60.000 á bænaskrá OTPOR, andspyrnuhreyfing júgóslavneskra háskólanema, hefur safnað 60.000 undir- skriftum á bænaskrá sem mið- ar að því að bola burt yfirmanni leyniþjónustunnar, Rade Markovic. Hann var skipaður í embætti af Slobodan Milosevic og sakar Otpor Markovic um hamlandi áhrif á störf núver- andi ríkisstjórnar Júgóslavíu. Undirsskriftasöfnunin mun vara þangað til á morgun, en þá verður bænaskráin afhent yfir- völdum. Otpor gegndi stóru hlutverki er Milosevic var steypt af stóli í október. Mannréttindasamtök og and- stæðingar Markovic hafa sakað hann um að standa að baki nokkrum morðum á pólitískum andstæðingum Milosevic, þ.á m. á blaðamanninum Slavko Curuvija. Gusinsky eftirlýstur RÚSSNESK stjórnvöld hafa gefið út alþjóðlega handtöku- beiðni fjölmiðlakóngsins Vlad- imirs Gusinskys sem sakaður er um fjársvik. Gusinsky, sem er eigandi stærstu óháðu fjöl- miðlasamsteypunnar í Rúss- landi, Media-most, hefur haldið sig fjarri Rússlandi í marga mánuði. Hann mætti ekki til yf- irheyrslu hjá saksóknara 20. nóvember og var handtökubeiðnin þá gefin út en áður var hann eftirlýstur í Rússlandi. Kærurnar á hendur Gusinsky hafa ýtt undir ótta um að frjálsir fjölmiðlun riði til falls í Rússlandi. 300 flugferð- um aflýst BANDARÍSKA flugfélagið Delta Air-Lines staðfesti í gær að það hefði neyðst til að aflýsa nær 300 flugferðum um helgina vegna aðgerða flugstjóra fé- lagsins. Stéttarfélag flugstjór- anna hefur átt í kjaraviðræðum við flugfélagið síðan í septem- ber á síðasta ári. Vísindamenn segja bann við ósoneyðandi efnum skila árangri Talið að gatið á ósonlaginu lokist ALÞJÓÐLEGUR hópur vísinda- manna spáir því að gatið á óson- laginu yfir Suðurheimskautinu muni minnka og loks lokast innan fimmtíu ára. Vísindamennirnir telja að áhrifa banns við notkun ósóneyðandi efna sé farið að gæta og að ósónlagið muni færast í fyrra horf, svo framarlega sem ríki heims hlíti banninu áfram. Víðtækari aðgerða þörf Um 300 sérfræðingar á þessu sviði komu saman á ráðstefnu í Buenos Aires í Argentínu til að ræða ný gögn um ósoneyðingu. Er spá vísindamannanna byggð á vís- bendingum um að magn ósoneyð- andi efna sé að minnka í neðri lögum andrúmsloftsins, en þeir vara jafnframt við því að grípa verði til víðtækari aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, ef árangur eigi að nást. Alan O’Neill, formaður vísinda- nefndar ráðstefnunnar, sagði í samtali við fréttavef BBC að þekking á ósonlaginu væri sífellt að aukast og að vísindamenn gætu nú til dæmis skýrt hvers vegna stærra gat sé á ósonlaginu yfir Suðurskautinu en Norðurs- kautinu og hvers vegna gatið er misjafnlega stórt eftir árum. „Vís- bendingar eru að koma fram um að bann eða hömlur við losun ósoneyðandi efna séu farin að skila árangri," sagði O’Neill við BBC. „Magn þessara efna fer al- mennt minnkandi í lægri lögum andrúmsloftsins og við spáum því að ósonlagið muni jafna sig á næstu fimmtíu árum eða þar um bil.“ Að sögn O’Neills er þó ólík- legt að miklar breytingar verði strax á næstu árum, og sökum náttúrulegra sveiflna í veðurfari mun þróunin heldur ekki verða stöðug. O’Neill sagði jafnframt að lækkun hitastigs vegna gróður- húsaáhrifa gæti tafið þessa þróun, ef til vill um heilan áratug. Bann var lagt við losun óson- eyðandi efna með Montreal- bókuninni árið 1987. plýr stoður notaðo bíla fyrir ^ www.bilaland.is Hyundai Accent GLSi Nýskr. 7.1996, 1500ccvéi, 4 dyra, sjálfskiptur, ekinn 57 þ. ^ Nýskr. 10.1996, 1600ccvél, 5 dyra, 5 gíra, grænn, ekinn 70 þ. Hyundai Pony Nýskr. 7.1994, 1500cc vél, 4 dyra, 5 gíra, vínrauður, ekinn 62 þ. Hyundai Sonata GLSi Nýskr. 2.1998, 2000ccvél, 4 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 38 þ. Honda Civic Nýskr. 8.1998, 1400cc vél, 3 dyra, sjálfskiptur, S ekinn 1.290.þ Renault Megane RT Nýskr. 7.1997, 1600cc vél, \ 5 dyra, sjálfskiptur, \£. ekinn 38 þ. Kia Sportage Grand Classic Nýskr. 12.1999, 2000cc vél, 5 dyra, 5 gíra, Ijósblár, ekinn 7 þ. Subaru E12 Nyskri 12.1998, 1200cc vél, 4 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 20 þ. 4X4 Grjóthálsi 1 sími 5751230 «»'«»11»
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.