Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBI/AÐIÐ Mexíkóforseti vill semja við skæruliða í Chiapas Marcos hyggst fara til Mexfkóborgar Oaxaca, La Realidad. AP, AFP. NYR forseti í Mexíkó, Vicente Fox, notaði fyrsta starfsdaginn til að biðla til vinstrisinnaðra skæruliða indíána í Chiapas-héraði í suðui'hluta landsins. Undanfarin ár hefur oft ólgað og kraumað í héraðinu og hafa hermenn stjómvalda barist við liðsmenn Zapatista-hreyfingarinnar er nýtur forystu stjórnanda er nefnir sig Marcos undirforingja. Er hann fyrr- verandi háskólaprófessor í graffk- fræðum og krefst þess að um 11 millj- ónir indíána í Mexíkó fái aukin réttindi. Marcos lýsti sig um helgina reiðubúinn að fara til Mexíkóborgar til að fá þingið til að samþykkja ný lög um málefni indíána. Með valdatöku Fox lauk rúmlega sjötíu ára einræði Byltingarflokksins, PRI, í landinu og hefur forsetinn heit- ið að rétta hlut indíána. „Þjáningar indíána í Mexíkó eru óviðunandi," sagði Fox á fundi með um 4.000 full- trúum á laugardag í grannhéraði Chiapas, Oaxaca. „Þörfin fyrir breytta stefnu í málum þessa fólks er augljós. Menningarleg og þjóðemis- leg fjölbreytni, hin mörgu andlit þjóð- arinnar, er mesti ijársjóður okkar.“ A fostudag lagði forsetinn fram lagafrumvarp sem skæruliðahreyf- ingin hefur mælt með en þar er kveðið á um aukin réttindi innfæddra ind- íánaþjóða og meðal annars tryggt að þeir geti eignast jarðnæði. Sveitarfé- lög indíána munu fá meira vald til að ráðstafa jarðnæði, einnig rétt til að setja eigin lög og kjósa sér embættis- menn í samræmi við gamlar hefðir þeirra sem oft em mjög ólíkar því Reuters Marcos undirforingi á blaða- mannafundinum í gær. sem almennt gerist í Mexíkó. Skæmliðar krefjast þess enn frem- ur að fangar úr röðum þeirra verði leystir úr haldi og vopnaðar sveitir ut- an hersins, er beijast með honum, verði bannaðar. Gagnrýninn á efnahagsstefnu Fox Stjómvöld hafa sent tugþúsundir hermanna til Chiapas og hefur öðm hveiju komið tO mannskæðra átaka. Vopnahlé hefur þó oftast verið við lýði frá 1994. Fox hefur þegar boðað breytta tíma innan hersins og skýrði á föstudag frá því að herinn yrði dreg- inn á brott frá Chiapas og vegatálmar fjarlægðir. Vora sýndar sjónvarps- myndir af brottför hersins um helgina en að sögn fréttamanna vom í gær enn margir hermenn í varðstöðvum við helstu vegi í héraðinu. Marcos heitir réttu nafni Rafael Sebastian GuOlen Vicente. Hann hef- ur áður gagnrýnt hugmyndir Fox og minnt á að síðasti forseti landsins, Emesto ZedOlo, hafi einnig heitið við- ræðum en sent þess í stað herlið á vettvang. Einnig líst skæraliðafor- ingjanum Ola á stefnu forsetans nýja í efnahagsmálum en hann er mikill markaðshyggjumaður. Segist Marcos ekki viija að forsetinn fái að breyta „Mexi'kó í ofur-stórmarkað... þar sem verslað er með mannslíf og náttúra- auðlindir í samræmi við þarfir mark- aðarins". Marcos heldur sig að jafnaði í búð- um sínum langt inni í Lacandon- frumskóginum en hélt blaðamanna- fund í borginni La Realidad á laugar- dag. Sagðist hann ætla að fara til Mexflíóborgar í febrúar ásamt fleiri leiðtogum hreyfingarinnar tfl að vinna að því að þingið samþykkti lögin áðumefndu um réttindi indíána. Marcos hefur undanfarin 15 ár dvalist í framskóginum með mönnum sínum. Hann huldi að venju andlitið með skíðagrímu, reykti pípu á fundinum og á bakinu var hann með AR-15 riffil. Marcos sagði að fyrstu aðgerðir Fox lofiiðu góðu. „Við munum fara og sjá hvað gerist. Við fóram tO að gera það sem félagar okkar treysta að við komum í verk; að binda enda á stríð- ið.“ Fox fagnaði þegar í stað þessum ummælum Marcos og sagði að við- horfin hefðu þegar breyst, zapatistar vOdu nú ræða málin. Ymsar blikur á lofti í ísraelskum stjórnmálum Netanyahu tekur senn ákvörðun um framboð Reuters Ehud Barak (t.v.) á fundi með Shimon Peres, friðarverðlaunahafa Nóbels, í Jerúsalem í gær. Jerúsalem. AFP, The Daily Telegnraph. BENJAMIN Netanyahu, fyrrver- andi forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að hann myndi senn taka ákvörð- un um hvort hann gæfi kost á sér gegn Ehud Barak, núverandi forsæt- isráðherra, í kosningunum sem búist er við að verði haldnar næsta vor. Samkvæmt skoðanakönnunum myndi Netanyahu vinna sigur á Bar- ak ef kosið væri nú, og hann nýtur einnig meiri vinsælda en harðlínu- maðurinn Ariel Sharon, sem tók við af honum sem leiðtogi Likud-flokksins. „Eg hef ekki enn tekið ákvörðun, en það styttist í það og ég mun til- kynna hana mjög fljótlega, því ástandið í landinu kallar á það,“ sagði Netanyahu við fréttamenn á Ben Gurion-flugvellinum í Jerúsalem, þar sem hann var að koma heim eftir fyr- irlestraferð í Bandaríkjunum. Hann kvaðst myndu ráðfæra sig við fjöl- skyldu sína og nánustu ráðgjafa áður en hann gerði upp hug sinn. Netanyahu beið ósigur fyrir Barak í kosningunum fyrir einu og hálfu ári, en síðan ákæravaldið féll í september frá því að ákæra hann og konu hans fyrir spOlingu, hefur orðrómur verið á kreOci um að hann hyggi á endurkomu í framlínu stjórnmálanna. Sá orðróm- ur fékk byr undir báða vængi eftir að þingið samþykkti í síðustu viku tO að boða tfl kosninga í vor. Bakþankar vegna kosninga Ýmsir ísraelskir stjómmálamenn virðast reyndar vera að fá bakþanka um ágæti þess að halda kosningar svo löngu áður en kjörtímabflið rennur út. „Nú, þegar Likud-flokkurinn og Verkamannaflokkurinn nálgast sam- komulag um hvenær gengið skuli til kosninga, era efasemdir að aukast meðal stjómmálamanna um hvort það þjóni raunveralega hagsmunum þeirra að leysa upp þingið,“ sagði í forystugrein hins víðlesna dagblaðs YediotAharonot. Sumir hafa látið að því liggja að auknar líkur á að mynduð verði þjóð- stjóm með þátttöku bæði Verka- mannaflokksins og Likud-flokksins geri kosningar óþarfar. En Sharon, sem slegið hefur úr og í varðandi myndun þjóðstjómar, sagði í gær að útséð væri um að Likud-flokkurinn gæti gengið tO samstarfs við Verka- mannaflokkinn. „Eg hef aUtaf talið samvinnu mikflvæga, en Barak hefur því miður gert út af við þessa hug- mynd og hún er ekki lengur til um- ræðu,“ sagði Sharon í viðtali við út- varpsstöð ísraelska hersins. í síðustu viku hafði hann sagt að myndun þjóð- stjómar væri ekki útílokuð. Framvarp, sem Likud-flokkurinn lagði fram í síðustu viku um að þingið skyldi leyst upp og að boðað yrði til kosninga, var samþykkt eftir fyrstu umræðu, en að minnsta kosti tveir flokkar, Shas og Shinui, hafa gefið tfl kynna að þeir muni ef til vfll hafna framvarpinu við aðra eða þriðju um- ræðu. Báðir flokkamir hafa ástæðu til að óttast fylgistap ef gengið verður tfl kosninga fljótlega, og þeir hafa mfldar áhyggjur af áformum nokkurra stjómarandstöðuflokka um að beita sér fyrir því að ekki fari þá fram bein kosning forsætisráðherra, en það myndi minnka áhrif minni flokka. Stjómarandstöðuflokkamir, sem höfðu sammælst um að leggja fram frumvarp um afnám beinnar kosning- ar forsætisráðherra, hafa þó verið að draga í land, og nú er ekki ljóst hvort afþvíverður. Reuters Lögreglumaður á verði í stigagangi í London þar sem drengurinn Damilola Taylor lést af völdum stungusárs í vikunni sem leið. Morð á tíu ára dreng í London vekur mikinn óhug í Bretlandi Vekur umræðu um vaxandi of- beldi meðal barna London. Reuters, AFP, AP. MORÐ á tíu ára nígerískum dreng í London hefur vakið um- ræðu um vaxandi ofbeldi meðal bama og slæman aðbúnað inn- flytjenda í stórborgum Bretlands. Lögreglan leysti tvo blökku- drengi á aldrinum 12 og 13 ára og 39 ára konu úr haldi gegn trygg- ingu á laugardag eftir að þau vora tekin til yfirheyrslu vegna rannsóknar á dauða nígeríska drengsins Damilola Taylor. Hann lést af völdum stungusárs sem hann fékk þegar hann var á leið- inni heim til sín úr skóla fyrir viku. Lögreglan sá 100 m blóð- slóð á götunni og fann drenginn í stigagangi nálægt heimili hans í Peckham, illræmdu hverfi í suð- urhluta London. Hann hafði verið stunginn í annan fótinn, hugsan- lega með brotinni flösku, og við það slitnaði slagæð. Sjúkrabíll var kallaður út en drengnum blæddi út áður en hann komst á sjúkrahús. Var lagður í einelti Lögreglan hefur yfii-heyrt tugi fyrrverandi skólafélaga drengs- ins en leggur áherslu á að ekkert bendi til þess að einhverjir þeirra hafi orðið honum að bana. Móðir drengsins hefur sakað kennara skólans um að hafa gert lítið úr því að hann hefði verið lagður í einelti í skólanum. Hún sagði að nemendur hefðu sakað son henn- ar um að vera „hommi“ og barið hann þremur dögum áður en hann var myrtur. „Ég fór til yfírkennarans og sagði að sonur minn væri lagður í einelti. Hann svaraði að einelti væri algengt meðal drengja og þeir gerðu þetta við nýja nemendur til að auðmýkja þá.“ Aðrir foreldrar og fyrrverandi skólafélagar drengsins staðfestu að hann hefði verið lagður í ein- elti. Mark Parsons, yfirkennari skólans, neitaði því að skólinn hefði ekki tekið kvartanir um ein- elti alvarlega. „Ég rannsaka nán- ast öll slík tilvik. Ég er mjög stoltur af því hvemig við tökum á einelti í skólanum," sagði hann. Breskar barnavemdarstofnan- ir segjast hafa áhyggjur af vax- andi ofbeldi meðal bama og segja að mörg börn líði miklar þjáning- ar vegna eineltis. „Þetta er þriðja árið í röð sem einelti er efst á lista yfir umkvörtunarefni angist- arfullra bama sem hringja til okkar, með 22.332 hringingar um þetta efna,“ sagði bamaverndar- stofnunin ChildLine. „Sum þeirra íhuguðu að svipta sig lífi eða höfðu reynt það.“ „Við vitum að einelti er mesta áhyggjuefni barna nú til dags,“ sagði Barry Graham, fram- kvæmdastjóri breskra samtaka sem beijast gegn ofbeldi gegn bömum. Allt að 90 lögreglumenn rannsaka málið Lögreglan birti í gær myndbandsupptöku þar sem Damilola sést ganga yfir torg í London nokkram mínútum áður en ráðist var á hann. Hún kvaðst vona að upptakan yrði til þess að nýjar vísbendingar kæmu fram. Allt að 90 lögreglumenn taka þátt í rannsókn málsins og er þetta viðamesta morðrannsókn í London frá rannsókninni á dauða sjónvarpskonunnar Jill Dando í fyrra. Damilola fluttist með móður sinni til London fyrir fjóram mánuðum til að systir hans gæti gengist undir meðferð við floga- veiki. Þau bjuggu í leiguhúsnæði í niðumíddu hverfi sem hefur verið lýst sem gettói atvinnulausra inn- flytjenda sem lifi í stöðugum ótta við ofbeldisglæpi. Hefur málið vakið umræðu um slæman aðbún- að innflytjenda í borginni og lög- reglan hefur verið sökuð um að láta hjá líða að stemma stigu við ofbeldinu. „Um leið og skýrt var frá dauða hans virtist sem allir vildu eigna sér Damilola litla og keppt- ust um að nota hann í þágu eftir- lætis málstaðar síns,“ skrifaði Mick Hume í The Times. Jack Straw innanríkisráðherra sagði málið endurspegla siðferði- lega hnignun í þjóðfélaginu sem lýsti sér í því að fólk léti sem það sæi ekki ofbeldi á götunum af ótta við að þurfa að bera vitni. Vinstrimenn rekja þessa hnignun til „sjálfselsku og græðgi", sem þeir segja að hægrimenn hafi kynt undir á valdatíma Margaret Thatcher. Hægrimenn kenna hins vegar stjórn Verkamannaflokksins um og segja að hún hafi látið hjá líða að taka á glæpum og öðram þjóð- félagsmeinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.