Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Heimskautalönd
Vilhjálms
Að sögn Vilhjálms er inúítinn Ilanvin-
Morgunblaðið/Kristján
Upplestur Þráins Karlssonar á-sögum Vilhjálms Stefánssonar má hlusta
á í þessu tjaldi sem prýðir sýninguna Heimskautalöndin unaðslegu.
MAIVIVFRÆÐI
L islasafn Akiireyrar
Heimskautalöndin unaðslegu -
arfleifð Vilhjálms Stefánssonar.
Sýningunni lýkur 17. desember.
VESTUR-íslendingurinn Vil-
hjálmur Stefánsson, sem hvað þekkt-
astur er fyrir að hafa ferðast um
heimskautasvæði Kanada óslitið í
fimm ár (1913-1918), átti á sínum
tíma mikinn þátt í að breyta ímynd
norðurslóða. Þessi ár hélt Vilhjálmur
dagbækur þar sem hann lýsti lífshátt-
um íbúa og auk þess að læra tungum-
ál inúíta og kynna sér menningu
þeirra notaði hann einnig tímann til
mannfi'æðirannsókna og landkönn-
unar.
Dagbækur Vilhjálms urðu síðar
grunnurinn að bókum þeim er hann
ritaði um líf á norðurslóðum og er
hluta dagbókartextanna nú að finna á
sýningunni „Heimskautalöndin un-
aðslegu - Arfleifð Vilhjálms Stefáns-
sonar“ sem þessa dagana stendur yfir
í Listasafni Akureyrar. Er sýningin
samvinnuverkefni Reykjavíkur -
menningarborgar Evrópu árið 2000,
Dartmouth College og Stofnunar Vil-
hjálms Stefánssonar og henni ætlað
að lýsa með myndrænum hætti lífi og
starfi Vilhjálms og kynna um leið um-
hverfi, menningarheim og málefni
norðurslóða.
Dagbókartextar Vilhjálms, ásamt
Ijósmyndum úr ferðum hans, leika
veigamikið hlutverk í sýningunni.
Textunum er dreift um sali safnsins í
íslenskri og enskri útgáfu og eru
flestir þeirra, en þó ekki allir, dag-
settir. Nokkur brotalöm er að því að
enska og íslenska textanum sé stillt
upp hlið við hlið og jafnvel nokkuð um
að sama texta megi finna á fleiri en
einum stað. Áhugavert hefði þá verið
að vita hvort enski eða íslenski text-
inn væri hinn upphaflegi því vitað er
til að Vilhjálmur átti það til, a.m.k. í
fyrstu, að skrifa í dagbækur sínar á
íslensku.
Frásagnimar sem valdar hafa ver-
ið eru þó engu að síður margbreyti-
legar og ægir þar saman birgðahst-
um, lýsingum á daglegum athöfnum
og atferli inúíta sem og hugleiðingum
Vilhjálms. Það er tii að mynda áhuga-
vert að kynna sér þær hugleiðingar
Vilhjálms að inúítai- hefðu betur verið
lausir við kynni sín af Vesturlandabú-
um vegna þeirra sjúkdóma og sið-
spillingar sem slík kynni fælu í sér.
irk hins vegar á öðru máli. „Hann
neitar að trúa að við getum verið mót-
fallnir því að skip komi hingað af
nokkurri annairi ástæðu en þeirri að
við teljum eftir að vesalings Eski-
móamir fái heilmikið af hveiti og
vefnaðarvöru."
Hver Ilanvinirk var og hvemig
hann tengdist Vilhjálmi er hins vegar
hvergi útskýrt og er skortur á slíkum
upplýsingum e.t.v. einn stærsti galli
sýningarinnai'. Dagbókartextamir
em í þessu tilviki, sem öðmm, látnir
einir um að tala sínu máli og ekkert
sem beinir auga sýningargesta að ein-
um texta frekai- en öðram. Inngangur
að hverri dagbókarsíðu, hverjum dag-
bókarhluta, eða a.m.k. þeim síðum
sem stjómendum sýningarinnar
hefðu þótt sérlega athyglisverðar,
hefðu hér verið kærkomin viðbót og
aukna innsýn hefði þannig mátt veita
í ferðir Vilhjálms í það og það skiptið.
Einnig hefði verið fengur í fleiri ljós-
myndum af dagbókarsíðunum en
raun ber vitni því þrjár teikningar
Vilhjálms, af klæðnaði, húðflúri og
veiðiaðferðum inúíta, sem sýninguna
piýða tala sínu máli.
Þá hefur ritverkum Vilhjálms verið
komið íyrir í einum af sýningarsölun-
um og er það vel, enda gaman að virða
fyrir sér lokaafurð manníræðingsins
eftir að hafa lesið dagbókartexta hans
og er vefur um Vilhjálm Stefánsson
sem opnaður var á Netinu í tengslum
við Heimskautalöndin unaðslegu
einnig skemmtileg leið til að gera sem
flestum fært að kynna sér manninn.
Ljósmyndir, litskyggnur og landa-
kort setja einnig svip sinn á sýning-
una. Meðal Ijósmyndanna em myndir
gerðar eftir handmáluðum gler-
skyggnum sem Vilhjálmur notaði við
fyrirlestra sína, en meðal myndefna
era portrettmyndir sem og myndir af
daglegu lífi inúíta. Litskyggnumar
líða áfram ein af annarri í tveimur af
sölum listasafnsins á meðan unnt er
að staldra við hverja ljósmynd um
stund og virða viðfangsefnið íyrir sér.
Sami ljóður er hins vegar á upp-
setningu ljósmyndanna og er á upp-
setningu dagbókartextans - mynd-
imar era látnar tala sínu máli án
nokkurra frekari skýringa og við-
fangsefnið því raun sýningargestum
jafnókunnugt eftir sem áður.
Alex, sonm' Vilhjálms, Panniga-
blúk, eiginkona hans, og nokkrir aðrir
eru reyndar nefndir á nafn í fyrsta sal
listasafnsins og síðan ekki söguna
meir. Hér hefðu myndatextar hins
vegar getað reynst vænleg leið til að
tengja þessa þætti sýningarinnar
saman. Ljósmyndir af einstaklingum
sem Vilhjálmur ræðir um í dagbókum
sínum hefðu þar með veitt textanum
og ímyndunarafli sýningargesta auk-
iðlíf.
Hið sama gildir svo í raun um
landakortin sem sýningin hefur að
geyma. Með auknum útskýringum
um ferðir Vilhjálms hefðu kortin get-
að lagt sitt af mörkum við að veita
Heimskautalöndunum unaðslegu
heillegri svip. Hundasleði sem kemur
áhorfendum af stað í fór sína um
norðurslóðir er hins vegar skemmti-
leg viðbót og á það einnig við um
bamakrók þar sem yngri kynslóðinni
gefst tækifæri á að kynna sér
heimskautalöndin í fomfálegu tjaldi,
svipuðu því og má ímynda sér að Vil-
hjálmur hafi dvalið í á sumrin. Upp-
lestur Þráins Karlssonar á sögum Vil-
hjálms sem hlýða má á í tjaldinu er
þar án efa skemmtileg bamfóstra.
Auknar skýringar með texta og ljós-
myndum hefðu þó vafalítið reynst
áhorfendum besta aðferðin til kynn-
ast mannfræðingnum og sýn hans á
heimskautalöndin unaðslegu enn bet-
Morgunblaðið/Þorkell
Katrín Þorvaldsdóttir, sem gerði leikbrúðurnar, er hér ásamt leikend-
unum Erling Jóhannessyni, Gunnari Helgasyni og Björk Jakobsdóttur.
Það óvænta og
skemmtileg uppnfjun
ur.
Anna S. Einarsdóttir
Elska skaltu
náungann...
LEIKLIST
Hermúitur og Iláðvör
JÓLAANDAKT
Litla stúlkan með eldspýtumar eft-
ir H.C. Andersen. Leikstjóri: Hilm-
ar Jónsson. Leikarar: Björk Jakobs-
dóttir, Erling Jóhannesson og
Gunnar Helgason. Leikmynd: Finn-
ur Amar Arnarsson. Brúða: Katrín
Þorvaldsdóttir. Prestur: Sigríður
Kristín Helgadóttir. HafnarQarðar-
leikhúsið 2. desember.
NÚ Á aðventunni býður Hafnar-
fjarðarleikhúsið upp á jólaandakt fyr-
ir börnin. Hér er um að ræða blöndu
af skemmtun og fræðslu fyrir bömin
og auk Hafnarfjarðarleikhússins tek-
ur Sigríður Kristín Helgadóttir
prestur þátt í andaktinni.
Skemmtunin hófst með því að leik-
arar og gestir sungu saman nokkur
jólalög í forsal leikhússins og var
gengið í kringum (leikið) jólatré. Þá
var gestum boðið til salar þar sem
Sigríður Kristín Helgadóttir sagði
bömunum söguna af fæðingu Jesú og
fræddi þau um friðarboðskap kristn-
innar. Lagði hún sérstaka áherslu á
náungakærleika og samhjálp. Síðan
hófst hin eiginlega leiksýning, en það
var ævintýri H.C. Andersens um litlu
stúlkuna með eldspýtumar sem sett
var á svið af leikurunum þremur. Að
lokum ávarpaði presturinn bömin
aftur og fór örfáum orðum um þessar
tvær ólíku jólasögur; söguna af fæð-
ingu Jesú og söguna um litlu stúlk-
una með eldspýturnar.
Uppsetningin á ævintýri H.C.
Andersens var afar vel heppnuð.
Björk Jakobsdóttir var í hlutverki
litiu stúlkunnar í skemmtilegu brúðu-
gervi sem Katrín Þorvaldsdóttir á
heiðurinn af. Erling Jóhannesson og
Gunnar Helgason skiptu á milli sín
hlutverki sögurnanns, auk þess sem
þeir vora fúlltrúar fjöldans sem
stransaði framhjá stúlkunni litlu án
þess að taka eftir neyð hennar í ann-
ríki jólanna. Baksviðið var einfalt en
vel hannað af Finni Amari Amars-
syni. Yfir stílfærðum byggingum
lýsti stjörnubjartur himinn þar sem
ljós og skuggar léku stórt hlutverk og
þar sem hugarmyndir litlu stúlkunn-
ar birtust í bjarma eldsloganna.
Sagan af litlu stúlkunni með eld-
spýtumar er að sjálfsögðu sterk
dæmisaga um það hvernig mennirnir
gleyma boðskap kristninnar um ná-
ungakærleika og samhjálp - og það á
sjálfri fæðingarhátíð frelsarans. Ef
foreldrar fylgja fræðslu prestsins eft-
ir þegar heim er komið, kveikja á
kerti, eins og presturinn lagði til, og
ræða um boðskap jólasagnanna
tveggja þá ætti tilgangi aðstandenda
sýningarinnar að vera náð.
Soffía Auður Birgisdóttir
TðNLIST
Salurinn
SÖNGUR OG UPPLESTUR
Flutt voru verk eftir Karl Ottó
Runólfsson. Flytjendur voru
Hjalti Rögnvaldsson, Þórunn
Guðmundsdóttir og Ingunn Hildur
Hauksdóttir. Laugardagurinn
2. desember, 2000.
KARL Ottó Runólfsson er einn af
ármönnum íslenskrar tónsmíði og
tengist bæði forsögu þeirri, er leiddi
til stofnunar Sinfóníuhljómsveitar
íslands og átti að baki drjúgan vinnu-
dag við kennslu, er hann lést 1970.
Stór hluti af tónsmíðum hans tengj-
ast söng og er þar að finna margvís-
leg verk fyrir kóra, einsöngslög og
tónlist til undirleiks við upplestur
Ijóða. Á Tíbrártónleikum í Salnum,
sl. laugardag, vora flutt 24 sönglög
og þrjú upplestrartónverk eftir Karl
og hafa mörg þeirra legið óflutt um
árabil, þótt nokkur séu meðal vinsæl-
ustu söngverka okkar íslendinga,
m.a. í fjarlægð, sem tónleikarnir hóf-
ust á. Þar eftir komu tvö lög, við
kvæði eftir Halldór Laxness, Ríður,
ríður Hofmann í rauðan skóg og Hjá
lygnri móðu, skemmtileg lög og man
undirritaður ekki til þess að hafa
heyrt fyrr lagið við Hjá lygnri móðu.
Fyrsta hluta söngskrár lauk með því
stemmningsríka lagi Hrafninn og vai'
söngur Þórunnar mjög vel mótaður,
þranginn tilfinningu og með skýrum
textaframburði, er var til fyrirmynd-
ar.
Fyrsta upplestrartónverkið var
við þuluna Ríðum og ríðum til Loga-
landa, við samnefnda þulu eftir
Theodóra Thoroddsen, sem Hjalti
las en þar er laglínan í píanóinu ein-
um of ráðandi um hrynskipan ljóð-
anna. í raun mætti allt eins syngja
verkið, eins t.d. þann hluta þulunnar,
„Kom ég þar að kveldi“, sem er í raun
undurfallegt sönglag og hefur oft
verið flutt af barnakóram. Tómas
Guðmundsson og Jóhann Sigurjóns-
son áttu textana að næstu fjóram
sönglögum, Japanskt ljóð og Enn
syngur vornóttin, sem sjaldan era
sungin, en tvö seinni vora Viltu fá
minn vin að sjá, sem er mjög vinsælt,
og Sofðu unga ástin mín, en nýlega
var útsetning Karls á þessu þjóðlagi
endurvakin og er hún sérlega áhrifa-
íák. Flutningurinn á tveimur síðast
töldu lögunum var framúrskarandi
góður.
Annað upplestrartónverkið var
Fuglinn í fjöranni (Th. Thoroddsen)
og þar var oft vel skilið á milli lagferl-
is og hrynjandi textans, sérstaklega
undir lokin, þar sem lestur Hjalta var
einstaklega áhrifamikill. Eftir að
Þórann og Ingunn höfðu flutt þrjú
lög, Tvö rímnalög, Vikivaki og Fífil-
brekka, las Hjalti hinn „súrrealist-
íska“ draum um Únglínginn í skógin-
um, eftir Halldór Laxness. Tónverk
Karls er samið við allt kvæðið og var
bæði píanóleikur Ingunnar og þá
ekki síður upplestur Hjalta stórkost-
legur.
Eftir hlé voru eingöngu sönglög á
efnisskránni, er voru ýmist róman-
tísk, gamansöm eða þjóðleg. Þrjú
rómantísk lög við kvæði eftir Jóhann
Sigurjónsson, Sólarlag, Æ, hvar er
leiðið þitt lága?, sérlega dramatískt
lag, og Heimþrá. Gamansemin var
ríkjandi í lögunum Spjallað við spóa
og lög við þrjár vísur eftir Æra-
Tobba. Þjóðlegur tónn var sleginn í
Björt mey og hrein, Úti ert þú við
eyjar blái' og Á Sprengisandi, en sú
gerð af síðast nefnda laginu, sem
Karl útsetur, hefur reynst vera
finnskt þjóðlag, nokkuð sem Bjarni
Þorsteinsson þjóðlagasafnari vissi
ekki um á sínum tíma. Næst á efnis-
skránni var Álfkonuljóð og sérlega
áhrifaríkt lag við Maríuvers Jóns
Arasonar.
Undirritaður hefur ávallt skipað
lögum eins og Allar vildu meyjarnar
eiga hann, Den farende svend og
Viltu fá minn vin að sjá í sama flokk,
hvað snertir vinnuaðferðir, í samspili
undirleiks og söngraddar, sem
reyndar einnig á við um síðasta lag
tónleikanna, Síðasta dansinn, því í
þessum lögum slær Karl höiTiu sína á
sérstæðan og frumlegan máta. Á
undan lokalagi tónleikanna var við-
fangsefnið mikil og góð tónsmíð við
meistaraverk Jónasai' Hallgrímsson-
ar, Ferðalok, er vai' glæsilega flutt.
Söngur Þórannai' var borinn upp
af músíkantískri kunnáttu, með frá-
bærum framburði og á köflum sér-
lega áhrifaríkri túlkun. Þá var undir-
leikur Ingunnar Hildar sérlega
eftirtektarverður íyrir skýrleika og
fallegan leik, svo að hvergi bar
skugga á. Hjalti var frábær, sérstak-
lega í ljóði Halldórs Laxness og væri
vel við hæfi, að hann læsi þóð Einars
Benediktssonar, Hvarf Odds í Mikla-
bæ, sem Karl tónsetti á áhrifamikinn
máta. Þetta voru sérlega ánægjuleg-
ir tónleikar, vel framfærðir og sam-
settir af því óvænta og upprifjun á
gömlum vinskap við frábær söngverk
Karls, sem vonandi eiga eftir að
heyrast oftai' og nauðsynlegt er að
gefa út í heild.
Jón Ásgeirsson