Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fyrsta íslenska píanókeppnin var haldin um síðustu helgi og var hún á vegum EPTA - Evrópusambands píanó-
kennara. Keppt var í þremur flokkum, 1. flokki, miðflokki og framhaldsnámi, auk þess sem veitt var sérstök við-
urkenning fyrir flutning á nýju íslensku tónverki. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við sigurvegarana fjóra, Hákon
Bjarnason, Kristján Karl Bragason, Víking Heiðar Olafsson og Arna Björn Arnason.
Getur munað smá-
atriðum hvort maður
lendir í 1. eða 2. sæti
Gott veganesti
fyrir fram-
haldsnám
SIGURVEGARINN í fram-
haldsflokki var hinn efnilegi
Víkingur Heiðar Ólafsson,
sextán ára nemi á 1. ári í
Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Víkingur var aðeins íimm
ára gamall þegar hann hóf
nám í píanóleik í Tónmennta-
skólanum í Reykjavík, hjá
Erlu Stefánsdóttur sem
hann segir móður sína hafa
valið - í samráði við sig.
„Mamma vissi hvað hún var
hlý og góð við krakkana sem
voru hjá henni í námi og ég
var alveg hæstánægður með
að fara í tíma til hennar. Ég
hefði hitt hana á göngunum í
skólanum þegar við mamma vorum
að sækja eldri systur mína sem var að
læra á íiðlu og Erla var alltaf svo vilj-
ug að ræða við mig um gildi lífsins og
ýmsa aðra skemmtilega heimspeki,"
segir Víkingur sem var í námi hjá
Erlu írá fimm til tíu ára aldurs, eða
þar til hann hafði lokið 4. stiginu. En
hver valdi hljóðfærið fyrir hann?
„Ég valdi það sjálfur. Ég var farinn
að pikka línur á píanóið þegar ég var
þriggja ára og langaði til þess að læra
á það.“
Eftir Tónmenntaskólann lá leið
Víkings í Tónlistarskólann í Reykja-
vík þar sem Pétur Maté tók við hon-
um. Þegar Víkingur er spurður hver
sé sérstaða Péturs sem píanókenn-
ara, segir hann:
„Það hefur hver kennari sínar að-
ferðir til að þjálfa nemendur. Pétur
kennir dálítið eftir sovésku hefðinni
sem hann lærði, eins og aðrir hérlend-
ir kennarar sem koma frá fyrrum
Sovétlýðveldunum. Hann hefur mjög
gott formskyn og afburða tækni og
leggur áherslu á alla þætti jafnt, það
er að segja, tækni, túlkun og form-
skyn.
En það sem hefur líka hjálpað mér
er að mamma er píanókennari. Hún
hefur alveg frá byijun verið aðstoðar-
leiðbeinandi minn og fylgst vel með
öllum mínum æfing-
um heima.“
Hvað æfirðu mik-
ið? ,
„Ég æfi mig í um
það bil fjóra til sex
tíma á dag en það er
bara síðasta eitt og
hálfa árið sem ég
geri það. Þetta var
dálítið flöktandi hjá
mér áður, gat verið
allt frá hálfri klukku-
stund og upp í þijár
ádag.
Ég fór ekki að æfa
mig að einhveiju
marki fyrr en ég var
orðinn þrettán,
fjórtán ára. Þá fór ég á námskeið hjá
gömlum ungverskum meistara,
Sebök. Hann kveikti neistann til þess
að ég færi að taka píanónámið mun al-
varlegar en áður. Þá varð mér ljóst að
þetta var eitthvað sem ég vildi starfa
við. Síðan hef ég stefnt að því einu að
verða píanóleikari.“
Víkingur lýkur einleikaraprófi í
febrúar og mars á næsta ári og þegar
hann er spurður hvað taki þá við, seg-
ist hann ekki vera alveg viss. Eins og
áður segir er hann á 1. ári í Mennta-
skólanum við Hamrahh'ð og veit að
hann þarf að Ijúka stúdentsprófi áður
en hann kemst í framhaldsnám í
píanóleik erlendis. „Ég hef velt mögu-
leikunum mikið fyrir mér. Helst af
öllu vildi ég fara út sem fyrst. Einn
möguleikinn er að vera í íjarnámi við
Menntaskólann á Akui’eyri sem er
eini menntaskólinn á landinu sem
býður upp á slíkt nám. Ég er að skoða
möguleikana og hef ekki tekið neina
ákvörðun enn.“
Hvemig fannst þér að taka þátt í
píanókeppninni?
„Mér fannst það mjög hvetjandi.
Fyrir utan það hvað var gott að hafa
hana sem markmið í kennaraverkfall-
inu, það er mjög hvetjandi fyrir tón-
listamemendur að undirbúa sig fyrir
keppni af þessu tagi og því að koma
fram fyrir dómnefnd. Það er mikið
álag. Það er líka gott að fá að æfa sig
hér á íslandi í vinsamlegu umhverfi,
heldur en að þurfa að byrja í grimm-
um keppnum erlendis þar sem jafnvel
er verið að koma rakvélarblöðum fyr-
ir á milli nótnanna til þess að klekkja
á öðmm keppendum."
Hvaða verk spilaðir þú í keppninni?
„í forkeppninni spilaði ég prelúdíu
og fúgu eftir Bach, sónötu eftir
Mozart, etýðu eftir Chopin op. 25 nr.
11 og Mephistovals eftir Tsjækofskí."
En í úrslitunum?
„Þar spilaði ég skylduverkið Sind-
ur eftir Þorkel Sigui’bjömsson, píanó-
konsert eftir Tsjækofskí og Chopin
etýðu op. 25 nr. 12.“
Varstu stressaður?
„Já, einkum vegna þess að við
þurftum að bíða í heilan sólarhring
frá því að keppninni lauk og þar til úr-
slitinvorukynnt.
Það er í rauninni mjög gaman að
taka þátt í svona keppni og sigra. Það
getur líka komið sér vel upp á að
sækja um styrki og skóla erlendis,
einkum vegna þess að keppnin er við-
urkennd af Evrópusambandi píanó-
kennara."
Ætlarðu að taka þátt í fleiri keppn-
um á næstunni?
„Það er alveg inni í myndinni hjá
okkur Ama Bimi að taka þátt í nor-
rænni keppni sem verður í Danmörku
í sumar. Að öðm leyti er ég ekki að
velta keppni fyrir mér í bili. Ég er
kannski frekar að hugsa um að sækja
ýmis námskeið í píanóleik, áður en ég
fer að taka þátt í keppni erlendis - til
að þroskast aðeins rneira."
Én er ekki þroskandi að taka þátt í
keppni sem þessari?
„Jú, það er mjög nýtt að standa
frammi fyrir dómnefnd þar sem getur
munað svo ótrúlega miklum smáat-
riðum hvort maður lendir í fyrsta eða
öðm sæti. Það em nokkrir einstakl-
ingar í dómnefndinni og það getur
gert gæfumuninn að aðeins einn
þehra gefi mér 8,8 en næsta manni
8,7-eðaöfugt.“
SIGURVEGARINN í
miðflokki varð Krist-
ján Karl Bragason.
Hann var orðinn tólf
ára þegar hann byrjaði
að læra á píanó - af
einhverri alvöru.
„Ég hafði að vísu
byijað sjö ára gamall á
Dalvík, hjá Nigel Lille-
crap en ég hef líklega
verið of ungur vegna
þess að ég nennti ekk-
ert að æfa mig og hætti
eftir eina önn.“
En aftur var tekið til
við píandnámið fimm
árum seinna og þá hjá
pdlskum kennara sem
kenndi á Dalvík, Lydiu Kolosowska.
Hjá henni lærði Kristján frá 1994-
1998 en þá settist hann í Mennta-
skdlann á Akureyri og hóf píand-
nám hjá Marek Podhajski sem er
pdlskur.
Þegar Kristján er spurður hvort
áhuginn hafi strax vaknað eftir að
hann fdr að læra hjá Lydiu, segir
hann: „Nei, ekki alveg strax. Ég var
frekar latur fyrst til að byrja með
en sfðan fdr mér að þykja þetta
mjög skemrntilegt. Ég fór að hlusta
meira á tdnlist og í kjölfarið að fá
meiri áhuga. Sá áhugi er er siðan
stöðugt að aukast.“
Kristján kemur til með að ljúka 8.
stigsprdfi á næsta ári og þegar
hann er spurður hvers vegna hann
hafi ákveðið að taka þátt í keppn-
inni, segir hann kennarann sinn
hafa sagt sér frá henni.
„Hann mælti með þvf að ég tæki
þátt í keppninni. Mér fannst það
mjög spennandi og í sumar fdrum
við, þrfr nemendur í píandleik, til
Varsjár í Pdllandi til þess að fylgj-
ast með Chopin-píandkeppninni
sem er ein virtasta og frægasta
píandkeppni í heimi. Við fdrum sem
áhorfendur til að sjá hvemig við
ættum að bera okkur að og hvað
slík keppni úthcimti."
Fannst þér það gdð
reynsla að taka þátt í
keppninni hér á Islandi?
„Já, einhvem veginn
var ég ekki eins stress-
aður og ég hélt að ég
myndi verða. Yfirleitt
er ég taugadstyrkur
fyrir tdnleika en þetta
var líkara því að spila á
stigsprdfi, nema það
vom fleiri áheyrendur í
sjálfri úrslitakeppn-
inni.“
Hvað er það við
píandið sem heillar þig?
„Það era fyrst og
fremst möguleikarnir
sem það hefur upp á að
bjdða. Mér finnst þetta skemmtileg-
asta hljóðfærið.“
Gætirðu hugsað þér að leggja
píanóleik fyrir þig?
„Ég gæti vel hugsað mér að vinna
sem konsertpíanisti en ég held að
það sé mjög erfitt nema að stunda
kennslu í leiðinni og ég held að mig
langi ekki til að kcnna - að minnsta
kosti ekki enn sem komið er. Ég hef
hugsað mér að fara í framhaldsnám
erlendis - en það er þd ekki endan-
lega ákveðið. Ég hef tvö til þijú ár
til að velta því betur fyrir mér.“
Hvemig undirbjdstu þig fyrir
keppnina?
„Bara eins og fyrir stigsprdf og
tdnleika. Kennaraverkfallið kom
sér mjög vel og ég gat æft mig vel
fyrir kcppnina. Við vorum fjögur
frá Akureyri sem tdkum þátt í
keppninni og héldum tdnleika á Ak-
ureyri og Dalvík þar sem við spiluð-
um verkin sem við höfðum æft fyrir
liana. Það var mjög gdður undir-
búningur."
Hvað finnst þér þú hafa fengið út
úr þessari keppni?
„Ég held að það sé nú alltaf þann-
ig að fyrir framtíðina búi vel að því
að liafa unnið keppni sem þessa.
Það er mikil hvatning. Ég veit líka
betur hvar ég stend miðað við aðra
Víkingur Heiðar
Ólafsson
Kristján
Karl Bragason
HÁKON Bjarnason keppti til sig-
urs í 1. flokki, það er að segja í
yngsta aldursflokkinum. Hákon
er þrettán ára, en er ári á undan
jafnöldrum sínum í skóla, í 9.
bekk í Árbæjarskóla, eftir að hafa
hoppað yfir 3. bekk.
Hákon byrjaði átta ára gamall
að læra á píanó og kom dálítið
óhefðbundna leið að hljóðfærinu.
„Ég byrjaði á því að læra á
hljómborð hjá Eddu Borg eina
önn,“ segir hann. „Ég byrjaði í
september og var fram að jólum.
Svo var það ekki fyrr en í sept-
ember árið eftir að ég fór í einka-
kennslu til Elínar Dungal. Þar
var ég í eitt ár en seinni hluta
þess árs fór ég jafnframt í tíma
til Ragnars Björnssonar sem þá
var skólastjóri Nýja tónlistarskól-
ans. Eftir þennan vetur fór ég í
fullt píanónám hjá Ragnari. Hann
lést að vísu stut.tu seinna og þá
fór ég til Jónasar Sen - og hef
verið hjá honum síðan.“
Hvers vegna fórstu að læra á
píanó?
„Pabbi gaf mér lítið hljómborð
sem frændi minn kenndi mér að-
eins á og sendi mig síðan til Eddu
Borg, á lítið námskeið til að at-
huga hvað ég gæti.“
Kom á óvart að sigra
Hákon segist strax hafa fengið
tilfinningu fyrir því að píanónám
væri eitthvað sem hann vildi
leggja stund á. Hann er nú á 5.
stigi eftir að hafa tekið 4. stigið
síðastliðið vor - en það var í
rauninni fyrsta stigsprófið sem
hann gekkst undir, því hann tók
aldrei fyrstu þrjú stigin. Þegar
hann er spurður hversu mikið
hann æfi sig segist hann reyna að
æfa sig eitthvað á hverjum degi.
„Fyrir keppnina þurfti ég að æfa
mig í að minnsta kosti tvo tíma á
dag í sex mánuði,“ segir Hákon
og bætir því við að þess vegna
hafi mikið af sumrinu farið í æf-
ingar - að vísu með smáhléum inn
á milli til að fara til útlanda og í
sveit.
Nú er nokkuð algengt að
krakkar leggi tónlistarnám á hill-
una á unglingsárunum vegna þess
að þá verða önnur áhugamál ofan
á. Finnst þér þú aldrei vera að
missa af neinu, til dæmis félags-
lífmu, vegna hljóðfærisins?
„Nei, aldrei. Það er svo gaman
að spila.“
Gætirðu hugsað
þér að leggja píanó-
leik fyrir þig?
„Já, það gæti ég -
að minnsta kosti enn
sem komið er. Ég hef
velt þessari spurn-
ingu mikið fyrir mér
en hef auðvitað ekki
tekið neina ákvörðun.
Ég hef alveg ágætis
tíma fyrir mér.“
Hvers vegna tókstu
þátt í keppninni?
„Kennarinn minn,
Jónas Sen, bauð mér
það snemma í vor.“
Fannst þér þetta
ekkert stórt skref?
„Jú, en ég treysti honum alveg
til að leiða mig í gegnum hana.“
Skipta kennarar miklu máli í
tónlistarnámi?
„Já, góður kennari veit alltaf
hvenær á að bæta nýjum hlutum
á nemandann. Hann sér líka
glöggt hvað þarf að bæta. Mér
finnst skipta miklu máli að kenn-
ari hafi slíkt næmi.“
En hvað með svona
keppni? Finnst þér
hún skipta máli?
„Já. Eg hef æft mig
miklu meira vegna
keppninnar og það má
segja að í því ferli hafi
æfíngarnar orðið eðli-
legri hluti af minni
daglegu rútínu en áður
var. Síðan er það tölu-
vert mikið álag að
koma fram í svona
keppni. Það er allt
öðruvísi en að koma
fram á tónleikum. Þá
eru alls konar áheyr-
endur í salnum, bæði
fólk sem vinnur við
tónlist og fólk sem hefur ekkert
vit á henni. En í keppni sem þess-
ari veit maður að maður er að
koma fram fyrir dómnefnd sem
gerþekkir hljóðfærið og þau verk
sem verið er að spila - og tekur
því eftir öllum smáatriðum - bæði
góðum og slæmum."
Hvaða verk lékstu í keppninni?
„I forkeppninni spilaði ég Bach,
Hákon
Bjarnason
Clementi og Prokofieff en í úr-
slitakeppninni spilaði ég Jón
Leifs og Scarlatti."
Kom þér á óvart að vinna?
„Já,“ svarar Hákon - og virðist
enn hálfundrandi. Hvers vegna?
„Jónas sagði í úrslitakeppninni
að þetta væri aðallega keppni
milli mín og annars stráks. Mér
fannst hann spila svo vel í gegn-
um prógrammið að ég var viss
um að ég fengi annað sætið. Mér
brá mjög mikið þegar tilkynnt
var að ég hefði unnið.“
Finnst þér keppnin hafa styrkt
þig?
„Já, ég er öruggari í þeirri
vissu að þetta sé það sem ég vil -
og sterkari að því leyti að núna
veit ég að ég brotna ekki undir
álagi.
Eg fékk líka staðfestingu á því
að ég geti þjálfað mig upp í að
gera píanóleikinn að ævistarfi -
ef ég vil það. I mínum flokki voru
sex keppendur og það er ekkert
verið að senda bara einhverja í
þessa keppni, heldur þá bestu.“
Hefðirðu samt orðið sáttur ef
þú hefðir ekki unnið?
„Já, ég hefði alltaf vitað að ég
var að keppa við þá bestu - og að
ég stóðst álagið."