Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBUAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 45 fMttgisiiMiifeÍfe STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JÁKVÆÐ NIÐURSTAÐA í BRUSSEL NIÐURSTAÐA ráðherraráðs Evrópusambandsins í Brussel varðandi fiskimjölið er mikill léttir fyrir okkur íslend- inga. Landbúnaðarráðherrar ESB ákváðu í gær að undanskilja fiski- mjöl frá banni við dýramjöli í skepnufóðri. Afstaða þeirra byggist á því, að fiskimjöl sé ekki hættulegt og að einfalt sé að greina það, sem ekki á við um dýramjöl. Þessi niðurstaða er mikið fagnað- arefni fyrir okkur. Bann við notkun fiskimjöls í ESB-löndunum hefði verið reiðarslag fyrir sjávarútveginn og þau fyrirtæki sérstaklega, sem stunda loðnuveiðar og loðnuvinnslu. Því áfalli hefur nú verið afstýrt. íslenzka stjórnkerfið hefur staðið sig vel í þessu máli. Framganga embættismanna utanríkisráðuneyt- isins og þeirra ráðherra, sem að málinu hafa komið, hefur verið til fyrirmyndar. í málum sem þessum er aldrei hægt að fullyrða hvað hafi ráðið úrslitum. En ekki fer á milli mála, að sjónarmiðum íslendinga hefur verið komið rækilega til skila. Við höfum átt áhrifamikla banda- menn,í þessu máli, sem áttu líka mikilla hagsmuna að gæta. Þar hafa Danir augljóslega verið fremstir í flokki enda mikið í húfí fyrir þá. Ritt Bjerregaard, matvælaráð- herra Dana og fyrrum meðlimur framkvæmdastjórnarinnar, sagði um niðurstöðu málsins í gær: „Eg þakka samstarfsmönnum mínum og þá einkum stuðningi Frakka það að fiskimjölið skyldi tekið út en þeir sem forsætisþjóð ESB lögðu fram breytingartillöguna, þar sem fiski- mjöl er undanþegið. Ég hef rætt við fjölmarga vegna þessa máls en þetta er ekki aðeins danskur sigur, við höfum notið stuðnings þjóða á borð við írland, Portúgal, Grikkland og Frakka í þessu máli.“ Ljóst er að Ritt Bjerregaard hef- ur fylgt fast eftir þeim fyrirheitum, sem hún gaf Halldóri Asgrímssyni utanríkisráðherra í samtali þeirra í milli sl. föstudag. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra íslands í Brussel, segir um af- greiðslu málsins í samtali við Morg- unblaðið í dag: „Það var greinilegt að Portúgalir og Spánverjar höfðu ekki íhugað þetta til fullnustu og þeir voru afar jákvæðir. Hins vegar var það áberandi að sumar þjóðir greiddu atkvæði með upprunalegu tillögunni, þótt þær hefðu alvarlegar athugasemdir við einstök atriði hennar. Það er greinilegt að svig- rúm fulltrúanna var ekkert. ... Við notuðum þau tæki, sem við höfðum. ísland var ekki eina landið utan ESB, sem beitti sér í málinu. Norð- menn eiga einnig hagsmuna að gæta og ýttu á embættis- og stjórnmála- menn, svo og Perú- og Chile-búar, sem höfðu miklar áhyggjur af bann- inu. Niðurstaðan var sú, að allar ESB-þjóðirnar vissu hver afstaða okkar var, hún komst skýrt til skila. Þetta mál er óvenjulegt vegna þess hve skyndilega það kom upp og sú skelfing, sem greip um sig. Það var afsökunartónn hjá mörgum þjóðum vegna þessa.“ Þótt betur hafi farið en á horfðist í þessu máli, sýnir þessi óvænta atburðarás, að lítið má út af bera til þess að atvinnuvegir okkar og af- koma verði fyrir verulegu áfalli. ESB OG FISKKVOTAR FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur lagt til gífurlegan niðurskurð á fískkvótum í Norðursjó, við Vestur-Skotland og írland og í Biskajaflóa. Talsmenn sjávarútvegsins á þessum svæðum telja tillögu framkvæmdastjórnarinn- ar jafngilda dauðadómi yfir útgerð og fiskvinnslu komi hún til framkvæmda í óbreyttri mynd. Lokaákvörðun í málinu verður tekin 14. desember nk. á fundi landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra ESB. Astæðan fyrir þessum róttæku til- lögum framkvæmdastjórnarinnar er yfirvofandi hrun í fiskistofnum í Norðursjó og á vestursvæðunum við Skotland og Irland, svo og í Biskaja- flóa. Fiskifræðingar áætla, að hrygn- ingarstofn þorsks í Norðursjó sé nú um 70 þúsund tonn, en líffræðileg hættumörk eru talin vera um 150 þús- und tonn að þeirra mati. Þetta undir- strikar hversu alvarlegt ástand þorskstofnins er, en árið 1970 var hrygningarstofninn um 250 þúsund tonn. Þorskkvótinn er 80 þúsund tonn á þessu ári, en tillögurnar gera ráð fyr- ir, að hann verði á bilinu 40-50 þús- und tonn á næsta ári í Norðursjó og sami niðurskurður verði á vestur- svæðunum við Skotland og Irland. Verulegur niðurskurður verður einn- ig á ýsu- og skarkolastofninum þar og síldveiði á vestursvæðinu verður auk þess skorin niður um 27%. Lýsings- kvótinn í Biskajaflóa verður skorinn niður úr 42 þúsund tonnum í ár og nið- ur í 11 þúsund tonn á næsta ári verði tillögurnar samþykktar. Það segir sig sjálft, að tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru mikið áfall fyrir veiðar og vinnslu innan Evrópusambandsins. En þær eru líka mikið áfall fyrir sjávarútvegsstefnu ESB. Það er með ólíkindum, að fram- kvæmdastjórnin skuli ekki hafa grip- ið harkalegar í taumana fyrr og að hún hafi ekki meiri stjórn á fiskveið- unum en nú er komið á daginn. Það er meira en lítið undarlegt, að stærð hrygningarstofns þorsks í Norðursjó nær ekki helmingi af því, sem talin eru líffræðileg hættumörk. Hagsmunasamtök í sjávarútvegi í Evrópusambandinu munu vafalaust reyna að milda þessar síðbúnu að- gerðir, sem fyrirhugaðar eru nú. En hvorki yfírstjórn ESB né hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi geta fram hjá því litið, að hrun fiskistofnanna blasirvið. Launanefnd sveitarfélaga og grunnskólakennarar kynna stefnuyfírlýsingu Kerfísbreytingar veiti svigriim til kjarabóta LAUNANEFND sveitarfé- laga og samninganefndir Félags grunnskólakenn- ara og Skólastjórafélags íslands hafa náð samkomulagi um sameiginlega stefnuyfirlýsingu í tengslum við gerð nýrra kjarasamn- inga. Var yfirlýsingin kynnt á fréttamannafundi í gær. Er hug- mynd samningsaðila sú að væntan- legur kjarasamningur verði notaður sem tæki til að endurskoða skóla- starf en meðal áhersluþátta í yfir- lýsingunni er að komið verði á kerf- isbreytingu í grunnskólum, m.a. með nýjum áherslum í störfum kennara og skólastjómenda og að skapa svigrúm til kjarabreytinga. Stefnt að því að ljúka samningum fyrir jól Samningsaðilar hafa jafn- framt sammælst um endur- skoðaða viðræðuáætlun og stefna ákveðið að því að ljúka kjarasamningi fyrir grunn- skólann fyrir jól, án aðstoðar ríkissáttasemjara, að sögn forsvarsmanna samninga- nefndanna. Þrátt fyrir þetta sam- komulag er enn ósamið um launabreytingar í væntanleg- um samningi og um fjöl- marga þætti sem ágreiningur hefur verið um s.s. um fjölg- un kennsludaga og lengingu á starfstíma í skólum. Grund- vallarágreiningur hefur einn- ig verið um afnám kennsluaf- sláttar kennara sem náð hafa 55 og 60 ára aldri, en þetta mál er enn óútkljáð, að sögn talsmanna samningsaðila. Forsvarsmenn samning- anefndanna leggja áherslu á að rætt verði um einstök at- riði sem enn er ósamið um út frá stefnuyfirlýsingunni í öðrum áfanga viðræðnanna, sem ætlað er að standi til 15. desem- ber. Samningsaðilar stefna að því að ná samkomulagi um meginmarmið- in í kjarasamningum fyrir miðjan mánuðinn. í þriðja og síðast áfanga viðræðnanna verður svo tekist á um hvaða brejdingar verða gerðar á grunnskólanum og á kjörum kenn- ara og skólastjómenda, þ.e. frá 16. desember, gangi viðræðuáætlunin eftir. Þá á textavinna við nýjan samninga að hefjast og er reiknað með að henni verði lokið fyrir 23. desember. Dregið verði úr miðstýringu Meginmarkmið stefnuyfirlýsing- ar launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambandsins er að bæta skólann og að skólastarf verði ár- angursríkara. „Til þess að ná þess- um markmiðum verða völd og ábyrgð að fara saman. Þess vegna verður fagfólkið í skólanum - kenn- arar og skólastjórnendur - að hafa meira að segja um hvernig það skipuleggur störf sín og ber ábyrgð á þeim. Virkt samstarf foreldra og skóla er einnig forsenda árangurs- ríkara skólastarfs. Markmiðið er að tryggja hag nemenda. Þannig mun skólinn þróast best. Stefnt er að því að draga úr mið- stýringu og auka möguleika sveitar- félags, skólastjórnenda og kennara, á því að skipuleggja skólastarfið eft- ir þörfum nemendanna. Lágmarks- kennslustundafjöldi nemenda og ár- legur vinnutími kennara setja ytri ramma þessa verkefnis. Samningsaðilar hafa ákveðið að ráðast í að bæta skólastarf með kerfisbreytingu sem skapar ákveðið svigrúm til kjarabreytinga og getur gert skólann samkeppnisfæran og kennarastarfið eftirsóknarvert. Gert verði ennfremur ráð fyrir að breyta vinnutímaskilgreiningu kennara. Þannig öðlast skólarnir aukið svigrúm til að taka upp nýja Samninganefndir launanefndar sveitarfé- laga, grunnskólakennara og skólastjórn- enda stefna að því ljúka gerð kjarasamn- ings vegna grunnskólans fyrir jól. Samningsaðilar kynntu í gær sameigin- lega stefnuyfírlýsingu um bætt skólastarf með kerfisbreytingum sem skapi svigrúm til kjarabreytinga, geri skólann samkeppnisfæran og kennarastarfíð eftirsóknarvert. Morgunblaðið/Golli Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, Birgir Björn Sigur- jónsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga, og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags íslands, kynna stefnuyfirlýsingu vegna kjara- samninga á fréttamannafundi. starfshætti og breytt skipulag,“ segir í stefnuyfirlýsingunni. Einsdæmi í kjaradeilu? Birgir Bjöm Sigurjónsson, for- maður samninganefndar launa- nefndar sveitarfélaga, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafé- lags íslands, kynntu stefnuyfirlýs- inguna á fréttamannafundinum í gær. Þau voru sammála um að um merkan áfanga væri að ræða og sögðust telja það einsdæmi að samningsaðilar setji í miðjum samn- ingaviðræðum fram sameiginlega stefnuyfirlýsingu vegna samninga með þessum hætti. „Við ákváðum í upphafi þessara viðræðna að við myndum leitast við að skoða hvaða framtíðarsýn við hefðum um grunnskólann. Grunn- skólinn er ein af mikilvægustu stofnunum samfélagsins og stærsta stofnunin sem sveitarfélögin reka og árangursríkt starf í grunnskól- anum er auðvitað lykilatriði fyrir sveitarfélögin,“ sagði Birgir Björn. Sagðist hann líta svo á að um væri að ræða tímamótayfirlýsingu af hálfu 124 sveitarfélaga landsins og Kennarasambandsins vegna grunn- skólakennara og stjórnenda í grunnskólunum. „Við viljum kynna fyrir sveitar- félögunum af hálfu launanefndar- innar að við séum að vinna okkar verk, faglega og með langtímahags- muni þeirra í huga. En við viljum líka setja þau í viðbragðsstöðu um hvað er framundan, því innan mjög skamms tíma, fyrir áramót eða jól, gæti þurft að taka afstöðu nýs kjarasamnings við Félag grunn- skólakennara og Skólastjórafélag- ið,“ sagði Birgir Björn. Guðrún Ebba sagði að samnings- aðilar litu ekki á viðræðumar sem kjaradeilu. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir niðurstaða í viðræð- unum um þau atriði sem reynt verð- ur að ná samkomulagi um fyrir 15. desember, „en það er einlægur vilji Rætt um lengri starfstíma skóla Samninganefndir grunnskólakenn- ara og sveitarfélaganna ætla að reyna að ná samkomulagi um eftir- talin atriði fyrir 15. desember: • Lenging á starfstíma skóla. • Aukinn sveigjanleiki varðandi upphaf og lok á starfstíma skóla. • Fjölgun nemendadaga. • Aukin verkstjóm skólastjórn- enda á skólastarfi. • Aukið samstarf og samábyrgð kennara á námi nemenda. • Endurskoðun á hlutverki um- sjónarkennara. • Endurskilgreining á vinnutíma/ vinnuskyldu kennara. • Endurskoðun á símenntun kenn- ara og skólastjómenda. • Handleiðsla fyrir kennara. • Athugun á hugmyndum um hám- arksfjölda „nemendagilda". • Skoðun á málefnum annarra hópa kennara og námsráðgjafa. • Endurskoðun á launum og öðrum kjömm kennara og skóla- stjómenda í Ijósi þeirra breytinga sem aðilar em ásáttir um og ósk- ir kennara um að gera laun og starfslgör þeirra samkeppnisfær við aðra háskólamenntaða hópa. til þess að reyna að leysa vandamál sem upp kunna að koma í tengslum við kjarasamninga um öll þessi at- riði,“ sagði hún. „Við stefnum að því, og við meinum það, að ljúka samn- ingagerðinni fyrir áramót og fyrir jól,“ sagði hún. Þorsteinn lýsti ánægju með hvernig staðið hefði verið að undir- búningi kjaraviðræðnanna og sagð- ist vilja undirstrika þann vilja og áhuga sem sveitarfélögin hefðu sýnt grunnskólanum með því að koma með þessum hætti að viðræðunum og að líta á grunnskólastarfið í nýju ljósi. Hagsmunaaðilum boðin þátttaka í grunnskólaráði Stefnuyfirlýsingin er í 15 liðum. Þar kemur m.a. fram sam- komulag um stofnun grunn- skólaráðs sem hafi það hlut- verk að stuðla að stöðugri þróun grunnskólans og efla hlutverk hans í samfélags- þróuninni í takt við vaxandi mikilvægi þekkingar og hæfni. „Samband íslenskra sveitarfélaga býður eftir- töldum hagsmunaaðilum að taka þátt í stofnun grunn- skólaráðs: menntamálaráð- herra og fulltrúum atvinnu- lífs, háskóla, framhalds- skóla, leikskóla, foreldra, kennara, skólastjórnenda og nemenda,“ segir í stefnuyfir- lýsingunni. Birgir Björn sagði að með þessu nýmæli sé ætlunin að kalla allar helstu stofnanir samfélagsins til samábyrgð- ar um grunnskólann. Lögð er áhersla á það í yf- irlýsingunni að rannsóknir á skólastarfí verði efldar og þróaðir veðri mælikvarðar á frammistöðu skóla. Samn- ingsaðilar eru sammála um að auka gæði starfs í grunnskólum með kerfisbundinni skólaþróun. Einnig koma fram nýjar áherslu í starfi kennara og skólastjóra í yfir- lýsingunni. „Skólinn hefur verið að þróast frá kennslustofnun í lærdóm- stofnun þannig að nemandinn beri meiri ábyrgð á námi sínu; að hann læri að læra. Nýjar áherslur í skóla- starfi, breytt skipulag skólastarfs og lögboðnar skyldur kalla á breyt- ingar á störfum kennara og heildar- skilgreiningum á vinnutíma yfir skólaárið," segir þar ennfremur. Jafnframt kemur þar fram að breytt viðhorf og ný sýn á skóla- starfið, sem feli m.a. í sér sveigjan- legt vinnuskipulag, krefjist aukinn- ar starfsmannastjórnunar og með auknu sjálfstæði skóla aukist rekstrarleg ábyrgð skólastjóra. Aukin verkaskipting í tíunda lið yfirlýsingarinnar seg- ir að meginhlutverk kennara sé kennslu- og uppeldisfræðilegt starf með nemendum. „Þessu hlutverki má einnig lýsa sem forystuhlut- verki; að vera leiðtogi í námi nem- andans. Þetta felur í sér að færa áherslu frá hefðbundinni kennslu í þá átt að skapa nemendum ftjóar námsaðstæður. Verkefni kennarans og hlutverk hans verður fjölbreytt- ara og sveigjanlegra. Með aukinni verkaskiptingu milli kennara gefast betri tækifæri til að hagnýta bæði getu einstakra kennara og alls kennarahópsins. Með minni mið- stýringu bera kennaramir bæði hver fyrir sig og sameiginlega meiri ábyi-gð á starfi skólans og skólaþró- un á hverjum stað. Samstarf við skipulagningu, útfærslu og eftir- fylgni í skólastarfinu verður þar með eðlilegur hluti af starfi kenna- rans. Þetta gefur einnig tækifæri til framgangsmöguleika og starfsþró- unar í grunnskólanum," segir í stefnuyfirlýsingunni. + Nadeza frá Lettlandi, Tom frá ísrael og Oksana frá Eistlandi. Morgnnblaðið/Þorkell Námskeið í íslensku fyrir útlendinga hjá Námsflokkum Reykjavíkur Nemendur eru frá 66 löndum Nemendum á námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga fjölgar stöðugt. Nú sitja á sjötta hundrað manns frá 66 löndum slík námskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur en á árinu hafa alls um 1.300 manns setið þessi námskeið. ASJÖTTA hundrað manns frá 66 löndum stunda nú nám í íslensku fyrir út- lendinga hjá Námsflokk- um Reykjavíkur, „en á þessu ári, að meðtöldum sumarnámskeiðum, hafa alls um 1.300 manns verið á þessum námskeiðum hjá okkur,“ segir Guðrún Halldórsdóttir, for- stöðumaður Námsflokkanna. „Stærsti hluti þeirra sem sækja námskeið hjá okkur er fólk sem ætlar að setjast hér að en svo eru líka margir sem ætla að vera hér tímabundið en vilja læra málið og svo eru enn aðrir sem koma hingað gagngert til að læra íslensku," seg- ir Guðrún. Hún segir greinilegt að þeir sem ekki tala ensku finni sig knúnari til að læra íslensku og eins segir hún að sumir sem ekki eru enskumælandi taki enskunámskeið hjá Námsflokkunum samhliða ís- lenskunáminu. Boðið er upp á fimm stig í íslenskukennslunni auk þess sem haldin eru talnámskeið, skrifnám- skeið og sérstök námskeið fyrir þá sem ekki eru læsir á latneskt staf- róf. Hvert námskeið tekur tæplega þrjá mánuði, eða eina önn og eru haldin námskeið á haust- og vorönn og á sumrin. Guðrún segir að nokk- uð sé um að börn og unglingar sæki hjá þeim sumarnámskeið, en á vet- urna fái þau jafnan þá íslensku- kennslu sem þau þurfa í skólanum. Hins vegar sé nokkuð um að börn og unglingar sæki hjá þeim nám- skeið í sínu eigin móðurmáli á vet- uma. Námskeið á vinnustððum sem sniðin eru að starfsgreinum „Svo erum við einnig farin af stað með námskeið sem helguð eru viss- um starfsstéttum," segir Guðrún, „þar er kjarninn náttúrlega ís- lenskan en svo er tekið mið af því við hvað fólkið er að vinna og kennd orð og frasar sem er gagnlegt að kunna í ákveðnum störfum." Hún segir að námskeið þessi séu haldin á viðkomandi vinnustöðum og að þau séu þá haldin á vinnutíma starfsmanna og ýmist greidd af vinnustaðnum, starfsmannafélög- um eða með styrkjum frá hinu op- inbera. Námskeið sem þessi séu til dæmis haldin á sjúkrahúsum, í verksmiðjum fiskvinnslustöðvum og áveitingastöðum. „Á þeim vinnustöðum sem þessi námskeið hafa verið haldin, segir fólk að gjörbreyting hafi orðið á andrúmsloftinu og samskipta- mynstrinu. Fólkið þori að tala meira saman, það tali við íslending- ana og íslendingarnir við það,“ seg- ir Guðrún. Ánægðir með að hafa fengið íslenskukennslu strax Blaðamaður og ljósmyndari litu inn í kennslustofur hjá tveimur hópum sem sátu kennslustundir hjá Námsflokkunum nú í vikunni. Annars vegar hjá hópi sem saman- Morgunblaðið/Þorkell Masood frá Afganistan, Fadil frá Kosovó og Henry frá Burma. stendur af flóttamönnum frá ýms- um löndum sem hafa verið hér frá því í sumar eða haust og bíða þess að fá svar við umsóknum sínum um pólitískt hæli hér á landi. Masood Kharotí frá Afganistan, Fadil Thaqi frá Kosovó og Henry Young frá Burma eiga heima í Kópavogi en koma fótgangandi niður í Mið- bæjarskóla þrisvar í viku til að sækja íslenskutíma. Þeir segjast ánægðir með að hafa fengið íslenskukennslu strax og þeir komu til landsins og að sá orðaforði sem þeir hafi tileinkað sér á síðustu vikum, þótt takmarkaður sé, komi sér afar vel og auðveldi þeim samskipti við fólk hér á landi. Lærði íslensku með því að skoða íslenskar heimasíður Nadeza Tarvida frá Lettlandi, Tom Brenner frá ísrael og Oksana Shalabai frá Eistlandi komu öll til íslands fyrr á þessu ári og eru sam- an á talnámskeiði hjá Námsflokk- unum. Tom hafði reyndar komið hingað einu sinni áður en hann seg- ist hafa brennandi áhuga á íslandi og íslensku og langar til að setjast hér að. „Mig langar að læra læknisfræði hér og ætla að byrja í Háskólanum hér næsta haust,“ segir Tom. „Eg fékk áhuga á því að koma til íslands þegar ég las um ísland og Háskól- ann á Netinu. Ég lærði líka smá- vegis í íslensku með því að skoða ís- lenskar heimasíður á Netinu. Mér finnst gott að vera hér, það er svo kyrrt og hljótt og svo finnst mér veðrið líka gott,“ segir hann og bætir því við að fólk hér brosi gjarnan að því að hann skuli nefna veðrið sem eina af ástæðum þess að honum líki svona vel við landið. Nadeza er að þjálfa fimleika hjá Gerplu og segist kunna vel við sig hér og að hún geti vel hugsað sér að . setjast að, þótt hún hafi ekkert ákveðið í þeim efnum enn sem kom- ið er. Hún segist jafnframt hafa fundið sig knúna til að læra ís- lensku því hún vinni mikið með bömum sem ekki tali ensku. Erfítt að læra íslensku, sér- staklega ef maður kann ensku „Börnin eru mjög hjálpleg. Þau útskýra fyrir mér hvað orðin þýða og leiðrétta mig þegar ég segi eitt- hvað rangt og mér finnst það mjög gott. Þau eru mjög þolinmóð við mig,“ segir Nadeza. Oksana er gift íslenskum manni og hefur hugsað sér að setjast hér að og segist tvímælalaust vilja læra íslensku þó að hún finni að það sé ekki nauðsynlegt þar sem hún talar góða ensku. Hún segir að hún geti talað við alla sem hún þurfi að hafa samskipti við á ensku, „en mér finnst miklu betra að læra íslensku líka. Það er samt mjög erfitt að læra þetta mál og örugglega erfið- ara ef maður talar ensku því þá neyðist maður ekki til að tala ís- lensku og getur þannig séð komist hjá því að læra hana,“ segir Oks- ana. Nadezaog Oksana segjast báðar telja að íslendingar séu almennt mjög hjálplegir og þolinmóðir þeg- ar kemur að því að hlusta á og reyna að skilja þeirra „takmörkuðu og björguðu íslensku“, eins og þær orða það. „Aðrir útlendingar sem við þekkjum hér segja það sama. Að ef þeir skilji ekki þá sé fólk yfirleitt tilbúið að útskýra og aðstoða eftir þörfum," segir Oksana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.