Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 48

Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Lágkúrugildi listarinnar Hefur listasagan numið staðar? Þeir eru allir frumlegir listamenn, sagði Sir Nicholas Serota, safn- stjóri Tate-safnsins og formaður dómnefndar Turner-verðlaunanna bresku sem afhent voru í liðinni viku, og átti þar við þá fjóra listamenn sem til- nefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni. Ummælin eru athygl- isverð í ljósi þess að einn fjór- menninganna, Glenn Brown, á nú yfir höfði sér málshöfðun fyrir brot á höfundarréttarlögum þar sem verk hans á verðlaunasýningunni í Tate-safninu er nákvæm eftir- líking af verki annars bresks lista- manns, Anthony Roberts, frá því á áttunda áratugnum. Serota og aðrir dómnefndar- menn höfðu ekki hugmynd um að verk Browns væri eftirlQdng fyrr en nokkrum dögum áður en hún tilkynnti hver hlyti verðlaunin. Serota sagði vitneskjuna um það hvers eðlis verkið væri ekki hafa haft nein áhrif á lokaákvörðun nefndarinnar en Brown varð sem sé ekld sá heppni heldur þýski Ijós- myndarinn Wolfgang Tillmans. Serota VIÐHORF Eftir Þröst Helgason sagðist í sam- tali við The Times ekki telja að Brown hefði gerst sekur um fölsun þrátt fyrir að hafa ekki getið um fyrir- mynd verksins sem prýðir kápu vísindaskáldsögu bandaríska rit- höfundarins Roberts A. Heinleins. Benti hann á að verk Browns væri augljóslega mun stærra en fyrir- myndin, litasamsetning væri önn- ur og auk þess mætti finna heil- mikla sköpun af hans hálfu sem væri snilldarleg. Ennfremur sagði hann: „Spumingin er hvað lista- maðurinn gerir við efniviðinn sem hann hefur fengið að láni. Glenn Brown er eftirtektarverður málari og listamaður. Hann notar verk annarra listamanna sem þýðir þó ekki að það sé hægt að rugla sam- an verkum hans og annarra." Anthony Roberts var á öðru máli og sagði mynd Browns greini- lega nákvæma eftirgerð að verki sínu. Það eina sem Roberts þótti vanta í eftirlíkinguna var ljóðræn- an sem hann segir einkenna frum- gerðina. Nokkur önnur fómar- lömb Browns hafa komið fram í dagsljósið síðustu daga og virðast þau lfldeg tfl þess að leita réttar síns gagnvart meintum falsara. Þessar fréttir úr breska lista- heiminum eru áhugaverðar vegna þess að þær vekja upp spumingar sem maður hélt að væm dauðar og aðrar sem munu sennflega á end- anum leiða mann sjálfan í glötun. Þær fyirnefndu em þessar: Hvert er gildi höfundarins í samtímalist? Er framlefldnn ekki lengur sá sem hann var? Eða var hann aldrei sá sem hann þóttist vera? Hinar nýju og varasömu spumingar em: Um hvað fjallar samtímalist eiginlega? Er hún hætt að fjalla um veraleik- ann í kringum sig? Eða er þetta hugsanlega veraleikinn? Eilíf end- urtekning hinna sömu ofurvera- legu ímynda? Eflíf endur- framleiðsla á gömlu og nú algerlega gagnsæju tvísæi? Er spennan horfin úr myndlistinni með því að augljós eftirlíkingin hefur komið í stað óljósrar tál- myndar veruleikans? Er listin guf- uð upp með veruleikanum? Horfin á vit sýndarverannar, algleymis eftirlfldngarinnar þar sem ekkert gerist lengur í raun og vera? Þessar spumingar þarfnast vandlegrar fliugunar. Það liggur þó í augum uppi að fjarað hefur undan frumleikanum. Þetta frumgildi höfundarhugtaksins hef- ur nánast dottið úr gildi en það sem heldur lífinu í því er eignar- rétturinn. Þótt Roberts maldi í móinn þá veit hann að baráttan um framleikann er fyrirfram töpuð; þegar eftirlíkingin er orðin fram- leg, eins og Serota heldur fram, þá er frumleikinn orðinn að eftir- líkingu af sjálfum sér. Roberts segist hins vegar hafa orðið æva- reiður eftir að hafa komist að því að Brown hafi fengið 3,6 mifljónir króna fyrir eftirlíkinguna en sjálf- ur seldi hann frammyndina fyrir 26 þúsund kall. Hann ætiar því í mál við kauða. Það er einnig at- hyglisvert að Roberts segist samt sem áður vera reiður fyrst og fremst vegna þess að Brown hafi klúðrað eftirlfldngunni með klaufalegu handverki og þannig varpað rýrð á frummyndina; hand- bragðið skiptir hann meira máli en stuldur (frumlegrar) hugmyndar- innar eða túlkunarinnar á bak við verkið. Er þetta enn einn naglinn í kistu framleikans? Eða vora menn kannski aldrei sannir í trú sinni á hann? Hjá Serota er hann að minnsta kosti varla annað en list- fræðileg retórík. Og að mati Brown skiptir frammyndin (og frumlefldnn þar með) engu máli enda nefnir hann hana ekki einu sinni. Að hans mati er eftirlfldngin verk á eigin forsendum (ekki ein- hverrar frummyndar) hversu þverstæðukennt sem það kann að hljóma. Þessi óforskammaða sjálf- hverfni eftirlfldngarinnar er kjami sjónmenningarinnar allrar, hún er lágkúragildið sem ófrumleiki eftir- líkingarinnar felur óhjákvæmflega i sér og er orðið að inntaki eða öllu heldur fagurfræðilegu markmiði samtímalistarinnar. Hér erum við komin á slóðir samsærisins sem franski fræði- maðurinn Jean Baudrillard heldur fram að listin standi nú fyrir. „Ef hægt er að segja að tálmynd þrár- innar hafi glatast í alltumlykjandi klámvæðingu samtímans, mætti einnig halda því fram að þráin eftir tálmyndinni hafi týnt sér í sam- tímalistinni,“ segir Baudrfllard í grein sinni Samsæri listarinnar (Frá eftirlOdngu til eyðimerkur, 2000). Án tálmyndar er listin eins og myndhverfing án myndliðar, einungis kenniliðurinn (það er sú merking sem myndin vísar til) stendur strípaður eftir, svo augljós að engin veitir honum athygli. Listin snerist gegn sjálfri sér um leið og hún snerist að sjálfri sér. Um leið og hún glataði þránni eftir því að draga veraleikann á tálar og afhjúpa leyndardóma hans (eins og myndhverfingin gerir líka) og varð eingöngu að fagurfræði um sjálfa sig, eins og verk/eftirlfldng Browns er tfl vitnis um, þá glataði hún merkingu sinni. Listin varð marklaus. En eins og Baudrillard bendir á vinnur samtímalistin statt og stöðugt að því að upphefja markleysi sitt, gildi lágkúrannar. í því felst samsæri listarinnar sem viðhaldið er af tilkomumikflli um- gjörð hennar, öllum opnununum, upphenginunum, sýningunum, söfnunum o.s.frv. Þetta samsæri segir Baudriflard ekki vera hægt að leysa upp því bak við dularhjúp ímyndanna er það óhult fyrir hugsuninni. En spumingin er þessi: Getur eitthvað komið á eftir eftirlfldngu annað en önnur eftirlfldng? Verða einhverjir atburðir í listaheiminum hér eftir nema í ofurveralegu sjón- arspfli ímyndanna sem haldið er gangandi af fjölmiðlum (sbr. fjöl- miðlaumfjöllun um eftirlfldngar Browns)? Hefur listasagan ekki numið staðar? Það var margt um manninn í Þúsaldarhvelfingunni þegar íslenski kúrinn söng þar. Islandsdagur í Þús- aldarhvelfingunni Island var í sviðsljósinu í Þúsaldarhvelfíng- unni í Greenwich í London um daginn, þeg- ■ 7 ar þar var haldinn sérstakur Islandsdagur sem Dagur Gunnarsson sótti. INNI í miðri hvelfingunni er gríðarstórt opið svæði fyrir hina miklu loftfímleika- og skrautsýningu sem þar er tvisvar á dag alla daga. Þessi sýn- ing líkist einna helst uppákomum á borð við opnunarhátíðir Ólympíu- leikanna og álíka viðburðum. Þar sem þessi sunnudagur var tileink- aður Islandi var búið að strengja upp íslenska fána sem bakgrann fyrir hliðarsviðið, þar sem íslenski kórinn í London söng íslensk lög, bæði hefðbundin og ný, undir stjóm Gunnars Benediktssonar. Dagskrá- in tók í heild þrjá stundarfjórðunga og stytti gestum stundir á meðan þeir streymdu í salinn fyrir megin- sýninguna og var dagskráin síðan endurtekin í eftirmiðdaginn. Ein- söngvaramir, sem allir era meðlim- ir í kómum, vora fimm talsins; Elín Huld Árnadóttir (sópran), Edda Hrand Harðardóttir (sópran), Þór- anna Kristín (mezzo-sópran), Pétur Jón Buchner (tenór) og Valdimar Helgi Hilmarsson (bassi/baritón). I kómum, sem var stofnaður 1984, er aðallega námsfólk, sem margt hvert stundar söngnám. Meginmarkmið kórsins hefur alla tíð verið að syngja í íslenskum messum í London og viðar á Bret- Verk Aldísar ívarsdóttur. „Hvar sem tveir eða þrír eru LISTAKONAN Aldís ívars- dóttir hefur opnað mál- verkasýningu í safnaðar- heimili Laugameskirkju. Á sýningunni eru verk sem flest eru unnin á þessu ári. Opið þriðjudaga til föstu- daga frá kl. 9-14. Einnig er ávallt opið á messutíma og þegar önnur starfsemi er í kirkjunni. Sýningin stendur til 5. janúar. Rósamyndir í Vínarborg ✓ I Vínarborg er nýlokið málverkasýningu íslenskrar konu, Elínborgar Ostermann Jó- hannesdóttur. Sýningin var í Galerie Violetta. Elín Pálmadóttir leit þar inn. Ljósmynd/Elín Pálmadóttir Elínborg Osterman Jóhannesdóttir á sýn- ingu sinni í Vínarborg. ELÍNBORG sýndi þarna 23 vatnslitamyndir og í þetta sinn var við- fangsefnið rósir, rósir við ýmis birtuskflyrði og í margvíslegum litbrigð- um. Á árinu 1997 hafði hún einkasýningu á þess- um sama stað, en þá á landslagsmyndum og uppstillingum. Nú vildi eigandi gallerísins fá rósamyndir Elínborgar, sem segir rósir svo skemmtflegt viðfangs- efni af því að bæði form og litir séu svo fjölbreytt. Á sýningunni vora 11 myndir seldar. Elínborg er Reykvík- ingur, dóttir Jóhannesar Einarssonar verkfræðings og Ingi- bjargar Ólafsdóttur. _ Strax eftir stúdentspróf 1974 kvaðst hún hafa farið til Vínarborgar til náms í líf- efnafræði, þar sem aðeins var líf- fræðideild við HI á þeim tíma. Síðan starfaði hún í 16 ár hjá þýsku lyfja- fyrirtæki. Hún giftist 1976 og eign- aðist tvö böm, en er skilin. Hún kvaðst þó hafa reynt að drífa sig heim þegar tækifæri gafst og vann í eitt ár, 1998-99, hjá íslenskri erfða- greiningu, sem henni líkaði mjög vel. En 21 árs gamall sonur hennar, sem er í viðskiptafræðinámi, varð eftir í Vínarborg og dóttirin 14 ára var ekki reiðubúin að fara úr umhverfi sínu þegar til kom, svo hún er aftur flutt utan og vinnur hjá lyfjafyrirtæki í Vínarborg. En hvar kemur málaralistin inn í líf hennar? Hefur hún alltaf málað?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.