Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 49
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Islenski kórinn í London syngur í Þúsaldarhvelfingunni.
Þorsteinn Pálsson, sendiherra í London, og
framkvæmdastjóri Þúsaldarhvelfíngarinnar,
Pierre Yves Gebau.
landi en hann hefur einnig
j haldið tónleika á meginlandi
Evrópu, Norðurlöndum, Am-
eríku, á Islandi og á Kanarí-
eyjum.
Kórfélagar skörtuðu margir
hverjir íslenskum búningi og
vakti það óneitanlega athygli
gesta, sem voru tæplega þrjá-
tíu þúsund talsins þegar best
lét. Sem mannvirki orkar
Dómurinn óneitanlega sterkt á
mann og þó að hann hafi feng-
j ið slæma umfjöllun breskra
| fjölmiðla og fjármálin séu öll í
hönk virðast flestir sem heim-
sækja hann í eigin persónu
hafa gaman af. Framkvæmda-
stjórinn, Pierre Yves Gebau, var
mættur til að fylgjast með íslensku
hátíðahöldunum og lýsti hann
ánægju sinni með Islandsdaginn.
Veður var fremur napurt og svalt
þennan sunnudag og taldi Pierre
það bara vera hið besta mál þar
j sem það minnti enn frekar á Island.
Hann sagði Þúsaldarhvelfinguna
næstmest sótta skemmtistað í
Evrópu, aðeins Disneyland í París
sæktu fleiri gestir, en þar starfaði
Gebau þegar hann var fenginn fyrr
á árinu til að bjarga rekstri Þús-
aldarhvelfingarinnar í London.
„Fimm og hálf milljón gesta hefur
komið hingað það sem af er árinu
og reksturinn stendur vel að vígi,
það voru mistök að áætla að tólf
milljónir myndu koma, eins og upp-
haflega var gert, og það voru mis-
tök að láta stjórnmálamenn skipta
sér of mikið af rekstrinum," sagði
Gebau. Og þegar hið mislukkaða
demantarán barst í tal hryllti hann
sig og sagði að það hefði ekki verið
neinn James Bond-bragur á því og
það hefði ekki verið huggulegt að
vita til þess að menn voru hlaupandi
þarna um með hlaðnar byssur.
„Starfsfólkið hér var í sjokki á eft-
ir.“ Sem stendur eru eftirlíkingar af
demöntunum til sýnis og ekki lík-
legt að það verði hægt að sýna hina
ósviknu gimsteina og er það vegna
vandkvæða í tengslum við trygg-
ingamál. Það er verið að
skrifa handrit að tveimur
kvikmyndum sem byggjast á
demantaráni, en Pierre Yves
Gebau sagðist ekki hafa
fengið nein tilboð um hlut-
verk.
Til hliðar við sviðið var lít-
ið sýningarsvæði tileinkað
Islandi, þar voru til sýnis
fjórar höggmyndir eftir Guð-
rúnu Nielsen myndhöggvara
sem er búsett í London. f
bakgrunninn voru stórar
landslagsmyndir frá íslandi
og bæklingar frá Ferðamála-
ráði lágu frammi og ferða-
skrifstofurnar Aretic Exper-
ience og Northern Lights, sem
sérhæfa sig í ferðum til íslands,
voru með kynningu á sinni starf-
semi. Þetta framtak var styrkt af
Ferðamálaráði, Arctic Experience,
Northern Lights og Egilssjóði
Skalla-Grímssonar, en það er sjóður
sem var stofnaður af íslenskum fyr-
irtækjum sem starfa á Bretlandi.
Flugleiðum var ekki leyft að koma
nærrí íslandsdeginum því Þúsaldar-
hvelfingin er með styrktarsamning
við British Airways.
Það var sendiráðspresturinn Jón
A. Baldvinsson sem stóð að skipu-
lagningu íslandsdagsins og var
hann ánægður með daginn og taldi
að hann hefði tekist vel í alla staði.
Elínborg segir að þetta hafi alltaf
búið í henni. „Ég var svo heppin að
þegar ég var stelpa var stofnuð
barnadeild við Handíða- og mynd-
listarskólann, eins og hann hét þá.
Kurt Zier var þá skólastjóri og þetta
var mjög góð deild. Benedikt Gunn-
arsson listmálari var kennari minn,
alveg frábær og hugmyndaríkur
kennari. Ég hringdi til hans þegar ég
bjó heima og hann mundi strax eftir
mér eftir 30 ár.“ Benedikt kveðst vel
muna eftir því að hann fór með
krakkana í leikhús og á sýningar og
lét þau svo vinna úr því sem þau
höfðu séð, var að prófa minni þeirra
á liti og form. Þau unnu svo saman
stór verk í hópvinnu. Hann segir að
Elínborg hafi þá strax sýnt hæfileika
og haft forustu í hópnum. Elínborg
segir að í menntaskóla hafi þessi
áhugi þó dofnað, enda þá ekki kenn-
ari sem hvatti hana. Þetta lá því í lág-
inni þar til 1986 að hún fór að fara á
námskeið hjá austurrískum kennur-
um. Sótti tíma hjá þremur þekktustu
vatnslitamálurum Austurríkis og
hefur einbeitt sér að vatnslitunum
síðan. Hún kveðst á sínum tíma hafa
byrjað á vatnslitum vegna þess hve
auðvelt sé að taka þá upp og komast í
gang eftir vinnu. Og heillaðist svo af
því að hún notar hverja stund og öll
frí til að ferðast og mála. Vatnslita-
myndirnar eru svo spennandi af því
að þar verða svo óvæntar uppákom-
| ur. Ekkert er hægt að leiðrétta.
Myndin verður því svo spontant, út-
skýrir hún.
Hefur Elínborg ekki áform um að
sýna verk sín heima á íslandi? Hún
kveðst alltaf fara út með litina sína
og mála þegar hún er heima á í slandi
og langa til þess að halda í þær
myndir og safna þeim á sýningu.
Þetta ár sem hún vann heima kveðst
hún þó ekki hafa verið nógu dugleg,
enda var hún þá að vinna svo mikið
og endurnýja tengslin. En hugmynd-
in lifir enn.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
_____Orator, félag laganema_
Loðhúfur
Úrval af mjög vönduðum
loðhúfum
I Stökktu til Kanarí
frá um jólin i kr. 49.985
Út 17. des.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að HBÍIfl 26. deS.
komast i sólina um jólin á verði sem ekki Síðustu sætin
hefur sést fyrr. Um jólin er 20 - 25 stiga hiti —.
á Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið jólanna á Kanarí og áramót-
anna heima á íslandi. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin
um jólin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita
hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar allan tímann.
Verðkr. 49.985 Verðkr. 59.930
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, M.v. 2 í íbúð, gisting, skattar.
flug og skattar. 17. desember, 9 nætur.
17. desember, 9 nætur.
Heimsferðir
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Barnapía eða dyravörður
i jolagiof
Myndavélar sem sjó og
þoð « sjónvnrpinu þmu. Verð 9.80U
r*
myndavélina þar sem
* fjþ barnaherbergið'
■SÉpti/r -rS JSf' Við tengjum myndavélina
/r ÆBfr við sjónvarpið, siðan stjórnar
þú eftirliti með fjarstýringunni.
Við bjóðum lika aðra myndavél með hreyfiskynjara og lit.
Verði hreyfing, setur myndavélin sjónvarpið i gang.
Verð kr. 14.800
Báðar gerðir sjá og heyra i myrkri (infrarautt Ijós)
Einnig bjóðum við myndavél og lítinn skjá (12.5 cm) hentugt fyrir verslanir, heimili,
barnapössun, verksmiðjur, spitala, skrifstofur, vöruhús, flutninga, bila, skip o.fl.
Verð á myndavél og skjá kr. 22.300
Glói hf. - Dalbrekku 22 - Kóp. - sími 544 5770
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111. Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
% mbl.is
\LLTA/= eiTTHVAO NÝTT