Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkaer eiginmaður minn, bróðir, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
ESRA S. PÉTURSSON
læknir,
lést á heimili sínu í Flórida föstudaginn 1. desem-
ber sl.
Edda Scheving,
Pétur Kjartan Esrason,
Einar Haraldur Esrason,
Sigurður Ragnar Esrason,
Karl Torfi Esrason,
Jón Tómas Esrason,
Finnbogi Þór Esrason,
Vigdfs Esradóttir,
Esra Jóhannes Esrason,
Andrés Jón Esrason,
barnabörn og
María Pétursdóttir,
Ásthildur Helgadóttir,
Kristín Árnadóttir,
Cheryl Ann Tilley,
Helga Magnúsdóttir,
Olga Morales,
Hulda Sif Ásgeirsdóttir,
Einar Unnsteinsson,
Kristín Lilja Kjartansdóttir,
barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG GUTTORMSSON,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup-
stað fimmtudaginn 30. nóvember, verður
jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn
7. desember kl. 14.00.
Sigríður Vigfúsdóttir,
Elísabet Vigfúsdóttir,
Samúelína Madsen,
Guttormur Vigfússon, Áslaug Sigurðardóttir,
Randíður Vigfúsdóttir, Sigurður G. Björnsson,
Jakob Vigfússon,
Vigfús Vigfússon, Jóhanna Gísladóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Búrfelli,
Furugrund 68,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut sunnudaginn 3. desember.
Tryggvi Eiríksson,
Guðmundur Eiríksson,
Flosi Eiríksson,
Jón Eiríksson,
Þórunn Eiríksdóttir,
Guðjón Eiríksson,
Helga Eiríksdóttir,
Guðjón Bjarnason
Milla H. Kay,
Anna Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Geirsdóttir,
Þorgeir Gunnlaugsson,
Harpa Jónsdóttir,
Jósef Pálsson,
og ömmubörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN GAMALÍELSSON
rafmagnstæknifræðingur,
Lautasmára 5,
Kópavogi,
lést á Grensásdeild Landspítalans föstudaginn
1. desember.
Jóna Guðbergsdóttir,
Svanhvít J. Jónsdóttir, Jón Ingi Hjálmarsson,
Guðbergur Jónsson,
María Jónsdóttir, Páll Þór Kristjánsson,
Bragi Rúnar Jónsson,
Davíð Jónsson, Elín S. Gunnsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar,
JÓNANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Staðarbjörgum,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki, sunnudaginn 3. desember.
Bragi Jósafatsson,
Guðrún Jósafatsdóttir,
Ingibjörg Jósafatsdóttir.
ÁGÚSTA
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Ágústa Þor-
steinsdóttir
fæddist í Reylqavík
2. júlí 1928. Hún lést
á St. Jósepsspítala í
Hafnarfirði 28. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þóra Valgerður
Guðmundsdóttir, f.
29. ágúst 1904, d. 1.
febrúar 2000 og Þor-
steinn Jósepsson, f. 9.
nóvember 1900, d.
1982. Systkini henn-
ar eru Guðrún,
f.1929, Guðmundur,
f. 1930 og Sigrún fædd 1931.
Ágústa giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Jóni Guðmundssyni,
f. 19. maí 1924, hinn 26. desember
1948. Foreldrar hans voru Jóna
Ólafsdóttir, f. 27. júlí 1899, d. 1972
og Guðmundur Jónsson, f. 22.
mars 1879, d. 1963.
Börn Ágústu og Jóns eru: 1)
Þóra Valgerður, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 30. ágúst 1947, gift Einari
Steingrímssyni verksfjóra f. 1947,
þau eiga tvo syni og tvo sonarsyni.
2) Anna Björg, kennari, f. 6. maí
1952, gift Garðari Guðmundssyni,
kennara, f. 1950, þau eiga þrjú
börn. 3) Ólafur Helgi, húsgagna-
smiður, f. 29. apríl
1954, kvæntur Ásdísi
Geirsdóttur, hjúkr-
unarfræðingi, f.
1955, þau eiga þrjú
börn. 4) Jóna, ganga-
vörður, f. 11. desem-
ber 1955, gift Óskari
Erni Oskarssyni,
lagermanni, f. 1955,
þau eiga þrjár dætur
og tvö barnabörn. 5)
Ágúst Haukur, sölu-
maður, f. 10. mars
1962, kvæntur Þór-
unni Þorsteinsdótt-
ur, húsmóður, f.
1961, þau eiga fjóra syni.
Ágústa ólst upp í Reykjavík. Að
skóla loknum vann hún í ísafold-
arprentsmiðju. En eftir að hún
giftist helgaði hún börnum og
heimili krafta sína. Þegar bömin
voru komin á Iegg hóf hún störf á
Fjölritunarstofu Daníels Halldórs-
sonar og vann þar þangað til hún
fór á eftirlaun. Ágústa tók í ára-
tugi virkan þátt í skátastarfí og
var til dauðadags meðlimur í Urt-
unum sem er félagsskapur skáta-
mæðra í Kópavogi.
Útför Ágústu fer fram frá
Garðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 10.30.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum hennar tengda-
móður minnar sem lést 28. nóvem-
ber síðastliðinn.
Eg kynntist Ágústu, eða Gústu
eins og hún var oftast kölluð, fyrir
um það bil 30 árum þegar ég, feim-
inn stráklingur, fór að venja kom-
ur mínar á heimili þeirra Gústu og
Dedda. Fljótlega urðu kynnin
meiri og eftir að ég varð einn af
fjölskyldunni sá ég hvern mann
tengdamóðir mín hafði að geyma.
Hún var manneskja sem alltaf var
tilbúin að aðstoða ef á þurfti að
halda og bak við rólegheitin bjó
hress og lífsglöð kona, þar sem
stutt var í léttleika og kátínu.
Snemma varð mér ljóst hversu
samheldin þau hjón voru, allt sem
gert var gerðu þau saman og
gjaman voru börn, tengdabörn og
síðar barnabörn höfð með í ráðum.
Var þá sama hvort um var að ræða
að hittast kvöldstund heima við
eða ferðalög út á land.
Tengdamamma var mjög iðin og
þurfti helst alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni, ef ekki var verið að
sinna húsverkum þá var gjarnan
setið við eitthvert handverk og
bera ótal fallegir munir því vitni.
Um miðjan níunda áratuginn
reistu þau hjón ásamt tveimur
dætrum sínum sumarhús í Borgar-
fírði og má segja að þá hafí hafist
nýr kafli því að í Borgarfjörðinn
var farið eins oft og kostur var og
er mér það til efs að tengdamóðir
minni hafi nokkurs staðar liðið
betur.
Þegar ég lít til baka er margs að
minnast, en mér er þó efst í huga
þakklæti fyrir allar ánægjustun-
dirnar sem við áttum saman.
Kæri Deddi, ég votta þér mína
dýpstu samúð en við vitum báðir
að minningin um góða konu mun
lifa um ókomin ár.
Garðar.
Elsku amma. Nú ert þú horfin
okkur á braut, svo miklu fyrr en
við áttum von á.
Margs er að minnast og margar
góðar stundir koma upp í hugann á
stund sem þessari. Oll eigum við
okkar einstöku minningar um þig
elsku amma, það sem upp úr
stendur eru þær sameiginlegu
ánægjustundir sem við áttum öll
saman með ykkur afa.
Jólaveislurnar þar sem við
belgdum okkur út af hangikjöti og
slógumst um möndlugjöfina. Og nú
í seinni tíð var tilhlökkunin ekki
minni á aðfangadagskvöld þegar
von var á ykkur eftir matinn til að
óska okkur gleðilegra jóla.
Amma, við þökkum þér fyrir og
munum alltaf minnast þess
hlýhugs, ástar og þeirra opnu
arma sem þú veittir okkur í gleði
og sorg. Það er ekki að ástæðu-
lausu að við krýndum þig með bik-
ar á sjötugsafmæli þínu „Bestu
ömmu í heimi.“ Og munum við
minnast þín um ókomna tíð með
þeim orðum sem á bikarinn voru
rituð.
Elsku amma yndislegt að vita af
kærleika á borð við haf
sem þú gefur okkur af
og elskar okkur öll í kaf.
(Iris Kristinsdóttir.)
Amma þú ert best.
Hvíl í friði.
Ommubörn
og langömmubörn.
í dag fylgjum við^ til grafar
kærri vinkonu okkar Ágústu Þor-
steinsdóttur. Ágústa var ein úr
kvennahópi sem kallar sig Urtur.
Þessi félagsskapur var stofnaður í
Kópavogi fyrir 32 árum af mæðr-
um skátabarna til styrktar félags-
starfsemi skátafélagsins Kópa. Allt
tíð síðan höfum við haldið hópinn.
Það er sennilega sjaldgæft að sami
kjarninn haldist í svo litlu félagi í
áratugi og jafnmikill einhugur sé
milli félagsmanna. En þar var
Ágústa dyggur liðsmaður, hún
lagði skátahreyfingunni hvort
tveggja til, mannvænleg börn og
ómælda vinnu. Oft var glatt á
hjalla þegar unnið var að undir-
búningi kaffisölu eða basara, þar
lét Ágústa sinn hlut ekki eftir
liggja. Hún var harðdugleg og
velvirk með afbrigðum. Við minn-.
umst glaðlyndis hennar, hressi-
legra hlátra og kímni. Hún var for-
maður Urtnanna um árabil og
skilaði því starfi jafnvel og öllu
öðru sem hún gerði. Það er því
skarð fyrir skildi þegar hún er
horfin.
Þegar veikindi herjuðu á þau
hjónin, Jón og Ágústu, stóð hún
eins og klettur og lét engan bilbug
á sér finna. Við sem höfum fylgst
með baráttu hennar við hinn ill-
víga sjúkdóm síðustu mánuðina,
höfum dáðst að kjarki hennar og
æðruleysi. Að koma þangað í heim-
sókn var hrein sálubót. Þó að þau
vissu bæði að hverju stefndi, var
ekkert víl heldur hlegið og gert að
gamni sínu. Oft veltir maður fyrir
sér skilgreiningu á orðinu hetja.
Hvað er hetja? Er það einhver
sem lifir ævintýralífi, gerir óvana-
lega hluti, klífur fjöll, gengur
lengra, stekkur hærra en allir aðr-
ir? Eða er það manneskja sem
annast aðra alla tíð með fórnfýsi
og hjartagæsku, lætur gott af sér
leiða og gengur að lokum síðustu
sporin með reisn og án allrar
æðru, þetta sem við köllum hetju
hversdagslífsins og heimurinn
metur ekki stórt? En eru þessar
hetjur ekki þær einu sönnu, þær
sem ekki vinna tilfallandi afrek,
heldur er allt líf þeirra samfelld
saga hinna smáu afreka?
Við kveðjum nú Ágústu og þökk-
um fyrir áratugasamfylgd, vináttu,
hlýju og tryggð. Við sendum eftir-
lifandi eiginmanni hennar, börnum
þeirra og fjölskyldum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja þau.
Urturnar
Þegar lífsins leiðir skilja
læðist sorg að hugum manna.
En þá sálir alltaf fmna
yl frá geislum minninganna.
í dag er kvödd hinstu kveðju
Ágústa Þorsteinsdóttir, en hún lést
eftir þungbær veikindi 28. nóvem-
ber sl.
Ég kynntist Ágústu er hún hóf
störf á Fjölritunarstofu Daníels
Halldórssonar, en þar unnum við
saman um tíu ára skeið. Hún vann
þar við ýmsan frágang bóka og var
hún ótrúlega handfljót og vann sín
verk af mikilli snyrtimennsku.
Jón og Ágústa byggðu sér fal-
legt hús við Álfhólsveg í Kópavogi,
og þar var sama snyrtimennskan
bæði innan og utan dyra. Þau
hlúðu vel að börnunum sínum
fimm, sem þau launuðu síðar for-
eldrunum, þegar þau voru orðin
heilsuvel og þurftu aðstoðar þeirra
við. Ágústa talaði oft um það
hversu ómetanlegt það væri
hversu góð börnin þeirra og fjöl-
skyldur þeirra væru þeim.
Ágústa var mikil hannyrðakona
og kom ótrúlega miklu í verk. Hún
saumaði mestallan fatnað á fjöl-
skylduna, prjónaði og heklaði.
Stórt bútasaumsrúmteppi lauk hún
við fársjúk. Jóla- og afmælisgjafir
handa börnum og barnabörnum
var hún alltaf tilbúin með löngu
áður, var til dæmis búin að pakka
öllum jólagjöfum í nóvember og
sögðum við þá við hana í gríni að
líklega væri hún búin að öllu fyrir
jólin nema að kveikja á kertunum.
- Jón er einnig mikill snillingur í
höndum og eru ófáar flugurnar
sem hann hefur hnýtt.
Þau hjón byggðu sér sumarbú-
stað í Borgarfirði, þar sem þau
nutu þess að dvelja í kyrrðinni og
njóta samvista við fjölskyldu og
vini.
Við „stelpurnar" á Fjölritunar-
stofunni komum saman af og til og
það var alltaf eins og við hefðum
hist í gær, skemmtilegar umræður
yfir kaffibolla og kræsingum til að
treysta vináttuböndin.
Þegar ég lít til baka er ég þakk-
lát fyrir áratuga góða viðkynningu
við Ágústu og fjölskyldu hennar. Á
þessari stundu er hugurinn hjá
Jóni og fjölskyldunni, því þau hafa
mest misst. Eg tel mig ríkari að
hafa kynnst Ágústu, hún var mikil-
hæf kona sem stóð eins lengi og
stætt var að umvefja fjölskyldu
sína.
Góð kona er gengin.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
M vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Ég bið þann sem öllu ræður að
veita ástvinum hennar huggun og
styrk í sorginni.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.