Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 59 UMRÆÐAN Ætla Islendingar að glutra sjálfstæðinu? MINNISSTÆÐ er grein eftir dr. Magna Guðmundsson hag- fræðing, sem birtist í Morgunblaðinu snemma árs 1998 og bar yfirskriftina „Sjálf- stæði Islands er mál málanna“. Undir orð þessa virta hagfræð- ings ættu allir Islend- ingar að geta tekið heilshugar. Sú dapur- lega staðreynd blasir hins vegar við, að nokk- ur hópur landa okkar hefur glatað tnínni á að við séum lengur fær um að búa frjáls og óháð í landi okkar. Þetta fólk, svokallaðir Evrópusinnar, tilheyrði flest dauð- um AJþýðuflokki, sem nú er genginn aftur og kallast Samfylking. Vonandi sjá flestir íslendingar í gegnum óþjóðleg áform þessa sundurleita hóps áður en í óefni er komið, en fleiri blikur eni á lofti. Framsóknarflokkurinn á óheillaspori Samfylkingin hefur nú fengið lið- sinni frá fylgisrýrum Framsóknar- flokki undir stjórn Halldórs Ás- grímssonar. Sá flokkur virðist raunar í upplausn og fylgi hans rambar milli 11 og 18 af hundraði. Kemur þar vafalaust einnig til hrokafull afstaða flokksins til við- kvæmrar náttúru lands okkar. Fyr- irhuguð umturnun náttúrunnar norðan Vatnajökuls og víðar á há- lendinu, þar sem meðal annars er ráðgert að breyta rennsli jökulánna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, verður ævarandi minnisvarði um lít- ilsvirðingu fyrir þeim þjóðararfi sem okkur var trúað fyrir. Framsóknar- flokkurinn hefur nú þegar reist sér minnisvarða í Hvalfirði. Þegar horft er til norðurstrandar hans blasa við augum draumsýnir flokksins, risa- braggar og grábláar verksmiðju- ófreskjur, að mestu í eigu erlendra auðfélaga. Orkuna til starfsemi sinn- ar fá þau á verði sem er bæði feimn- ismál og leyndarmál, en íslendingar fóma í auðmýkt náttúru og ásýnd landsins. Þegar ég nýlega ók um þennan fallega fjörð kom Múrmansk ósjálfrátt upp í hugann. Forsætisráðherra sem klettur í hafí Tiltölulega fámennum hópi fólks má hvorki takast að eyðileggja um ókomin ár og aldir náttúruperlur á öræfum íslands né að færa Island undir vestur-evrópska stjórn. Hvort- tveggja væri óafsakanlegt skemmd- arverk. Fjöreggi þjóðarinnar væri illa komið í höndum Framsóknar- flokksins eins og hann er nú á sig kominn og hins aftur- gengna Alþýðuflokks. Forsætisráðherrann, Davíð Oddsson, hefur undanfarin tvö kjör- tímabil staðið líkt og klettur í hafinu gegn hugmyndum þessara flokka að innlima fs- land í Evrópusamband- ið og komið í veg fyrir að stigin væru skref sem bundið gætu enda á sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Árvekni og framsýni forsætis- ráðherrans hefur þjóð- in vissulega kunnað að meta eins og yfirburða- fylgi sýnir. Svipaða sögu segir vax- andi stuðningur við vinstrigræna, sem sett hafa fram skýra stefnu gegn innlimun íslands í Evrópusam- bandið. Lærum af sögunni íslendingar bjuggu við erlend yfir- ráð í sex og háifa öld, þ.e. frá Gamla sáttmála til gildistöku sambandslag- anna 1918. Samþykkt þeirra í þjóð- aratkvæðagreiðslu þá um haustið og gildistaka 1. desember fól í sér loka- sigur í frelsisbaráttu Jóns Sigurðs- sonar forseta. Stofnun lýðveldis sumaiið 1944 á Þingvöllum við Öxará var síðan rökrétt framhald af stefnu merkisbera sjálfstæðisbaráttunnar. Það má ekki líða framagjömum stjómmála- og embættismönnum líðandi stundar að gera að engu störf forfeðra okkar og þann árangur sem þeir að lokum náðu í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Það skýtur sannarlega skökku við að rúmlejga hálfri öld eftir stofnun lýðveldis á lslandi skuli finn- ast hér fólk sem vill afsala til verð- andi stórríkis í Evrópu nánast öllu því sem ávannst á fyrrihluta 20. ald- ar. í þokkabót á síðan að fórna ávinn- ingum áratuga baráttu fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar að 200 mílna markinu. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra spurði réttilega í viðtali nýlega, til hvers við hefðum háð mörg þorskastríð ef nú ætti að af- henda til Brussel stjórn veiða og úr- slitavald um nýtingu fiskveiðilög- sögu okkar íslendinga. Aðvaranir úr mörgum áttum í fyrmefndri grein dr. Magna Guðmundssonar varaði hann íslend- inga við því að fórna krónunni okkar og fá í staðinn svokallaða evm. Hann sagði þar að bæði fallandi afurðaverð og/eða hmn fiskistofna gæti þá leitt til mikils vanda. „Óbreytanlegt gengi getur þá skapað óviðráðanlega erfið- leika.“ Nýlega höfnuðu Danir í þjóð- aratkvæðagreiðslu að taka upp Evr- una í stað krónunnar. Fyrir þá var þetta ekki síður pólitísk spurning en ESB Frelsi og fullveldi, segir Jóhannes R. Snorrason, hefur gert okkur að því sem við erum. efnahagsleg. Utanríkisráðherra Þýskalands sagði nýlega að mynt- breytingin væri pólitísk gmndvalla- raðgerð („a profoundly political act“). Fyrrum frambjóðandi til forseta- kjörs í Finnlandi, Illka Hakaletho, sem kennir stjórnmálafræði við há- skólann í Helsinki og er jafnframt þekktur rithöfundur, sagði nýlega í blaðaviðtali, að miðað við þær raunir sem Finnar hafi þurft að ganga í gegnum til að öðlast og viðhalda sjálfstæði sínu í gegnum tíðina, væri það ótrúlegt að þjóðin hafi ótilneydd „gefið frá sér sjálfstæði sitt til Bmss- el“. Hann segir í raun sama hvar sé borið niður, aðildin að Evrópusam- bandinu gangi þvert gegn hagsmun- um lands og þjóðar á öllum sviðum. Hann ásamt samstarfsmönnum sín- um muni ekki láta staðar numið „fyrr en Finnland sé frjálst á ný“. Þá má minnast þess að Gerhard Schröder, sem hér var í heimsókn stuttu áður en hann tók við kanslara- embætti í Þýskalandi, sagði í viðtali að sér fyndist skynsamlegt af Islend- ingum að standa utan Evrópusam- bandsins. EES-samningurinn ætti að duga okkur. Svokallaðir Evrópu- sinnar hér em því í raun kaþólskari en páfinn. Frelsi og fullveldi lykilatriði Glýjan í augum sumra stjórnmála- manna þegar Evrópusambandið er annars vegar svo og persónulegt framapot og athyglisárátta á er- lendri gmnd vekur ugg og andúð í bijóstum þorra íslendinga sem unna landi sínu, tungu og sögu. Við eigum þess kost að lifa hér góðu lífi í okkar góða landi, frjáls og óháð, við gnótt gjöfulla auðlinda til lands og sjávar. Undirlægjuháttur undir erlent vald, svo ekki sé talað um að ísland gerist fylki í fjölþjóðaríki á meginlandi Evrópu, er af því tagi að „orðin vant- ar í málið“ til þess að gera þeim óhugnaði verðug skil. Sex og hálf öld undir erlendri stjóm ætti að nægja til þess að sýna okkur íslendingum að frelsi og full- veldi hefur gert okkur að því sem við emm í dag og getum verið stolt af. Undir erlendri stjórn væmm við enn máttvana nýlenduþjóð, arðrænd og undirgefin vegna fátæktar. Höfundur er fv. yfirflugsijóri. Jóhannes R. Snorrason /FO nix www.wornlwwniz.coiii HEIMSMYNDIR BBBIflBiHBnMHBBHBEM AGFA ^ Heimsmyndir Lækjargötu, 5691550» Heimsmyndir Mjódd, 5691570 , f Sænskar ^pvottavélar mM. tauþurrkarar uppþvottavélar m ASKO Tandurhreinn þvottur, þurr og þægilegur Skínandi uppþvottur Einnig ASKO Professional fyrir fjölbýlishús HATUNI 6A RcYKJAVIK SIMI 552 4420 Jólakjötið heim Hangilæri úrbeinað 1.450 kr/kg. Hangiframpartur úrbeinaður 1.150 kr/kg. 1/4 svín=hamb.hr./2 bayon/hnakki/bógur/ beikon ca 15 kg 650 kr/kg. 1/8 naut ca 20 kg 750 kr/kg. Kjötpartasalan símar 555 2454 og 694 2525 ■v DABO ISI ISLAND ÞAÐ ER ALLT ORÐIÐ HVÍTT! Nú er vetur gengin í garð og tími til komin að setja ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 557 9110 í_- vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bílkó færðu úrvals eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spóiaðu toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði. BÍLKÓ EHF.- Bifreiðaþjónusta - Dekkjaverkstæði - Bíiaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kðpavogi ■ Sfmi 557 9110 • Rauð gata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. OPIÐ 10-16 LAU. NEYÐARÞJÓNUSTAN ALLTAF OPIN SÍMI800 4949.-ý
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.