Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.12.2000, Blaðsíða 65
MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 65 Öldrun kemur öllum við ÞEIR SEM komnir eru á ellilífeyrisaldur hafa orðið vitni að miklum og stórstígum breytingum á högum aldraðra síðustu 26 ár. Á þessum tíma hafa miklar breytingar átt sér stað, bæði hvað varðar þjónustu og húsnæði. I dag eru í boði fleiri möguleikar fyrir aldraða, fjöl- breytt val tómstunda- starfa, ferðalaga, mörg stig þjónustu, eftir þörfum hvers og eins, jafnframt því sem ýms- ir kostir bjóðast í hús- næðismálum. Allt er þetta hluti af breyttu þjóðfélagi, sem þeir, sem eru aldraðir í dag, hafa sjálfir átt þátt í að skapa á undanfómum árum. Þær breytingar hafa líka léð hugtakinu aldraður aðra merkingu í huga margra í dag en það hafði fyrir al- darfjórðungi. Það viðhorf sem al- menningur hefur til öldrunar og sú mynd sem aldraðir hafa af sjálfum sér hefur einnig breyst á þessum ár- um. Þá sem veltu öldrunarmálum fyrir sér fyrir 25 árum óraði vart fyrir öll- um þeim breytingum sem átt hafa sér stað á þessum tíma og ekki eru þeir margir í dag sem þora að spá til fram- tíðar um hvernig þessum málum verður háttað næsta aldarfjórðung- inn. Með stöðugri fjölgun aldraðra hefur þjónusta við þá verið ört vax- andi atvinnugrein, sem er í sífelldri mótun og aðlögun að þörfum aldr- aðra. Hluti þessarar þjónustu er fé- lagslegs eðlis, en stór hluti hennar er umönnun við þá sem lifa við heilsu- brest og búa enn heima eða eru á stofnunum. Um framtíðina í öldrun- armálum verður fjallað á ráðstefnu sem haldin verður á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 30. nóvember nk. Flestir þeir sem láta sig öldrunarmál varða standa að þessari ráðstefnu, sem ber yfirskriftina „Verðmæti um- önnunar fyrir íslenskt samfélag". Það er athyglisvert, þegar þessi málaflokkur er skoðaður, hve gríðar- lega mikil uppbygging hefur verið í þjónustu við aldraða og hversu mikið hefur verið byggt af húsnæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum, á þessum tiltölulega stutta tíma í ævi þjóðarinnar. Þar ber fyrst að nefna íbúðar- húsnæði, bæði í íjölbýli og raðhúsum, sem risið hafa víða um land. Hús þessi hafa verið reist af einkaaðilum, félagasam- tökum og sveitarfélög- um og er eignarhald og eignarfyrirkomulag á þeim með ýmsu móti, þar sem ýmsar nýjungar hafa verið teknar upp. í tengslum við þessi hús eða í nágrenni þeirra hafa síðan af miklum myndarskap risið þjón- ustu- og félagsmiðstöðv- ar, sem í ílestum tilvik- um hafa verið byggðar af viðkomandi sveitarfélögum, en einnig af félaga- samtökum. Á sama tíma hafa einnig risið stofnanir fyrir aldraða, dvalar- og hjúkrunarheimili, sem félagasam- tök, sveitarfélög og einkaaðilar hafa staðið fyrir að byggja. Framkvæmda- sjóður aldraðra hefur frá því lög um málefni aldraðra voru fyrst samþykkt árið 1982 styrkt byggingu þjónust- umiðstöðva og stofnana fyrir aldraða. Flestir þeirra sem ná ellilífeyris- aldri lifa við góða heilsu, sem betur fer, en í dag þurfa aðeins um 9% aldr- aðra á stofnanavist að halda vegna heilsubrests. Mikil uppbygging hefur orðið á stofnunum fyrir þá sem vegna lélegrar heilsu geta ekki lengur búið heima, sérstaklega á landsbyggðinni. Á áttunda og níunda áratugnum var markvisst unnið að því að reisa þjón- usturými (dvalai'heimili) á lands- byggðinni og hefur þörfinni þar fyrir stofnanavistun víðast hvar verið hægt að fullnægja. Höfuðborgarsvæðið hefur hins vegar setið eftir í þessari uppbyggingu og að jafnaði hefur vantað um 200 hjúkrunarrými í Reykjavík. Þrátt fyrir að nokkur ný hjúkrunarheimili hafi tekið til starfa á undanfömum árum hafa þau ekki náð að lækka þessa tölu og annað þörfinni fyrir vistun aldraðra sjúka. Vilji flestra aldraðra til að búa heima svo lengi sem þess er kostur, breytt eignastaða og aukin heimaþjónusta hafa leitt tii þess að þörfin fyrir þjón- usturými hefur farið minnkandi, en þörfin fyrir hjúkmnarrými aukist að sama skapi. Einstaklingar sem leggj- ast inn á öldrunarstofnun í dag era eldri og veikari og þurfa mikla hjúkr- Aldraðir Um 9% aldraðra, segir Jóhann Árnason, þurfa á stofnanavist að halda vegna heilsubrests. un. Því hefur þjónusturýmum verið breytt í hjúkranarrými, en þó ekki með þeim hraða sem nauðsynlegur er til að anna þörfinni. Á næsta ári verða tekin yfír 100 ný hjúkranarrými í notkun á höfuðborg- arsvæðinu, en áríðandi er að stöðug uppbygging verði á hjúkranarrýmum þar næstu ár. Nýjar kröfur og hug- myndir era sífelit að koma fram auk þess sem þarfir hinna öldraðu breyt- ast. Þetta mun kalla á nýtt húsnæði og auk þess lagfæringar á eldri stofn- unum, sem þurfa að hafa tækifæri til að laga sig að breyttum kröfum um aðbúnað íbúa og starfsfólks. Elli- lifeyrisþegar hafa tekið þátt í að byggja upp góða öldranarþjónustu á undanfömum áram, sem margir þeirra munu njóta, en það er nauð- synlegt fyrir þær kynslóðir sem á eft- ir koma að halda þeirri uppbyggingu áfram til að búa í haginn fyrir sjálfa sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis uldraðra íKópavogi. Jóhann Árnason ÞAÐ STENST HONUM ENGINN SNÚNING Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 23.264 kr. ámánuði Fjármögnunarleiga Útborgun 245.984 kr. 15.534 kr. á mánuði Fjármögnunarlelgan er miöuB viB 25% útborgun og aB IdnlB sé teklB f erlendri myntkörfu til 60 mdn. Rekstrarieigan er tll 24 mdnaBa í eriendri myntkörfu og miBaB vlB 20.000 km akstur d dri. ATVINNUBÍLAR FYRIRTÆKJ AÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225 / 26 RENAULT Stöð 2 býður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir börnin f desember. Helstu kvikmyndir eru: Tólf dagar jóla, Aleinn helma III og hin bráðskemmtilega mynd Snjókariinn. Teiknimyndirnar eru heldur ekki V af verri endanum; 1 Mánudagar: Svalur og Vatur, Trillumar og Strumpamir. Þriðjudagar: Batman, Kalli kanfna og Strumparnir. y Miðvikudagar: Brakúla og ^ Strumparnir. Fimmtudagar: Real Monsters og \ Strumparnir Afi er á sfnum stað um hverja helgi og jölaþátturínn hans verður á annan f jðlum. Á næstu dögum mun - bömum á aldrinum 3-8 ára berast jðlakveðja frá Afa! Góða skemmtun! Askriftarsími: 515 6100 www.ys.is z
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.