Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 67

Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 67
 I MORGUNBLAÐIÐ Safnadarstarf Kósýí kirkju KONUR í Laugai'neshverfi hafa opnað sér nýjan vettvang til sam- veru sem heitir Kósý í kirkju. Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er komið saman kl. 20:30. Markmið hópsins er að bæta mannlíf í hverf- inu og efla kirkjustarfið. A fimmtu- dagskvöldið verður jólaföndur á dag- skrá. Við hvetjum konur til að koma með jólaföndur sitt eða jólakort, sitja saman í gamla safnaðarheimilinu og eiga gott samfélag. Jólalögin verða leikin og léttar veitingar í boði. At- hugið að gengið er inn um austurgafl kirkjunnar, en ekki um aðaldyr. Allar konur velkomnar. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14. Skemmtiganga kl. 10.30. Léttur há- degisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningar- lestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimii- inu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Æskulýðsfundur kl. 19.30-21.30 í safnaðarheimilinu. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.46-7.05. Kirkjuklúbbur (8-9 ára) kl. 14.30. Jólafundur. TTT (10-12 ára) kl. 16. Jólafundur. Fullorðins- fræðsla kl. 20. Markviss kennsla um trú. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21 þar sem Þorvaldur Halldórsson leið- ir söng við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjami Karlsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjón- usta kl. 21.30 í umsjón bænahóps kirkjunnar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30- 18. Stjómandi Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomnir. Fríkirkjan (Reykjavík. Bænastund í kapellunni í safnaðarheimilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552- 7270 og fá bænarefnin skráð. Safn- aðarprestur leiðir bænastundirnar. Að bænastund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir em hjartanlega vel- komnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- KIRKJUSTARF Mosfellskirkja prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirlqa. Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam- vera, léttur málsverður, kaffi. Eld- ribarnastarf KFUM&K og Digraneskirkju (10-12 ára) kl. 17. Fella- og Ilólakirkja. Foreldrastun- dir kl. 10-12. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir böm á aldrinum 7-9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára böm í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengsl- um við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10-12 ára í sam- starfi við KFUK kl. 17.30 í safnaðar- heimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorgn- ar í safnaðarheimilinu frá 10-12. Kirkjukrakkar, fundir fyrir 7-9 ára kl. 17.15-18.15. Húsið opnað kl. 17 fyrir þá sem vilja koma fyrr. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op- inn kl. 14-16 með aðgengi í kirkjunni og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteigi. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Samvera kl. 20.30 í Kirkjulundi. Dr. James T. Clemons, forseti OASSIS- samtakanna, heldur fund með aðst- andendum sem misst hafa ástvini sína í sjálfsvígum. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15—19. Útskáiakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT (9-12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir krakkar 9-12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT (9-12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn- aðarheimilinu. Allir krakkar 9-12 ára hvattir til að mæta. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudaga kl. 10-12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 KKK Kirkjuprakkarar 7-9 ára í umsjá Hrefnu Hilmisdóttur. Boðunarkirkjan. Annað kvöld kl. 20 heldur áfram námskeið. Dr. Stein- þór Þórðarson sýnir þátttakendum hvemig er á einfaldan hátt hægt að merkja Bibh'una og leita í henni að ákveðnu efni. Eftir slíkt námskeið verður Biblían aðgengilegri. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur kostar ekkert. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Ffladelfia. Jólasamvera eldri borg- ara kl. 15. Allir hjartanlega velkomn- ir. Frelsið, kristileg miðstöð. Bibhu- fræðsla í kvöld kl. 20. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 67 NASSAU iðnaðarhurðir Þrautreyndar við tslenskar aðstæður SALA UPPSETNING VIÐHALÐSÞJÓNUSTA Sundaborg 7-9, Heykjavik Simi 5688104, fax 5688672 idex'gidök.ix l n ■ III , — - Náttföt ■ <■ J Bamanáttföt frá 1.480 Dömunáttföt frá 2.600 Dömuslopparfrá 2.600 Herranáttföt frá 2.900 Herrasloppar frá 3.500 ¥ ' 'v - _ Mikið úrval /'!*» íNýbýlavegi 12, Kóp., V_JL^ 1 s. 554 4433. J ólanáttföt og nærföt jVWW.OOHS Bílavara- hlutaverslun fyrir japanska og kóreska bfía komið nýtt áklaeði borðstofustóll án áklæðis :urenda Kringtunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.