Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 74
74 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
...PER TTL UPPLVSINGAR, ÞA ER
HEIFTIN BARA í RÖNDUNUM
02000 Tribune Media Services, Inc. / |/>avi/
All Rlghts Reserved.
Grettir
HMM...PU ATT
BRÁÖUM
AFMÆLI
ALDURINN RÆÐST A OKKUR EINS
OG HUNSRAÖUR ÚFLUR, EINS OG
BRJÁLUÖ SÓRILLA, EINS OS
.TRYLLTUR TRÚÖUR,
|Á TRAMPÓLÍNI... i : O
l 1 o
Ljóska
Smáfólk
IF H'OU HATE RIPIN6 ON THE 5CH00L
BU5 SO MUCH, UUHV PON'T VOU HIRE
VOUR OWN PRIVATE LIMOUSINE?
I*P RANK IT RI6HT AL0N6SIPE
5TAVIN6 IN 3EP ALL PAV!
Úr því að þér finnst svona ömurlegt Þetta er besta Þakka þér fyrir Ég gæfi henni svipaða einkunn og
aðfarameðskólabílnumafhverju hugmynd sem ég hef að liggja í rúminu allan daginn!
leigir þú þér þá ekki glæsivagn? nokkru sinni heyrt.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Eru gyðingar
arabar?
Frá Kristni Snæland:
ÞESSARI spurningu má auðvitað
snúa við og spyrja eru arabar gyð-
ingar. Það sem er að vefjast fyrir
mér er frásagnarmáti fjölmiðla þeg-
ar greint er frá málum í Israel og
Palestínu. Nýlega var fjallað um
Vesturbakkann og sagt að þar
byggju tvær milljonir manna, músl-
imar, kristnir arabar og 170 þús. gyð-
ingar, með þessum frásagnarmáta er
sú villa að gera ráð fyrir því að gyð-
ingar séu ekki arabar. Litið er hjá
því að upprunalega voru gyðingar
arabískur sértrúarhópur sem síðan
hraktist úr landi og dreifðist um
heiminn. Þessi arabíski sértrúar-
söfnuður hélt vel saman og blandað-
ist takmarkað. Meðal þess sem ein-
kenndi hópinn og nasistar notuðu til
að þekkja gyðinga á á götu var hið
svokallaða gyðinganef. Þetta sér-
kennilega nef er einkennandi á
teiknimyndum þegar menn vilja
kalla fram gyðinglegan svip. Það ber
einnig svo við að nákvæmlega sama
nef er látið einkenna araba þegar
teiknimyndir eiga að sýna araba.
Auðvitað hafa gyðingar blandast
fólki af öðrum trúarbrögðum og
þessvegna er rétt að einhver hluti
þess sértrúarsafnaðar sem Bretar
og Sameinuðu þjóðimar þrýstu með
ofbeldi inn í Palestínu er ekki arab-
ar. Það sem best tókst hjá gyðingum
var að villa þannig á sér heimildir að
flestir sem ekki gá að sér trúa því að
gyðingar séu þjóð. Það er alrangt.
Israelsmenn eru vissulega þjóð sem
og Palestínumenn. Meðal ísraels-
manna er fólk af hinum margvísleg-
ustu trúarbrögðum, kristnir, músl-
imar, gyðingar, hindúar, trúlausir og
svo framvegis. í Palestínu er sama
uppi á teningnum. Eg vil því setja
fram þá kröfu til fjölmiðlafólks að
það tali ekki um gyðinga og Palest-
ínumenn eða Israelsmenn og músl-
ima, heldur þá Palestínumenn og
ísraelsmenn og svo þá t.d. gyðinga
og múslima og kristna. Rétt er að
ráð sé gert fyrir því að greina í milli
ríkisfangs og trúarbragða en ekki að
bulla þessu öllu saman eins og svo al-
gengt er í fjölmiðlum.
Fjölmiðlavaðall
Með fjölgun fjölmiðla á ljósvakan-
um, aukinni enskuþekkingu og mikl-
um hraða veður stundum svo á fólki
að hreint ótrúlegt er. Má ég til með
að nefna nokkur dæmi, sum brosleg,
önnm- heldur ömurleg.
í frétt af óhappalendingu flugvél-
ar á Vestfjörðum var sagt að til þess
að koma vélinni á brott hefðu væng-
imir verið limaðir af vélinni (ekki
teknir af). í sorglegri frétt var talað
um vitlaust boðtæki, (ekki rangt boð-
tæki). í fréttum er allt stærst. Talað
um stærsta mál ASI þingsins,
stærstu útisamkomuna sl. sumar,
stærstu kaupendur saltsíldar,
stærstu flugeldasýninguna o.s.frv.
Stærsta útisamkoman var sögð í
Herjólfsdal. Miðað við stærð dalsins
var það útilokað. Þótt ekki hefðu
mætt nema svona 10 manns í Galta-
læk hefði sú samkoma auðvitað verið
miklu stærri en sú í Herjólfsdal. Jap-
anir voru sagðir stærstu síldai-kaup-
endurnir en ekki hefði þurft nema
einn Norðmann til að kaupa eina
síld, þá hefði hann geta talist stærsti
síldarkaupandinn þetta árið. Flug-
eldasýningin gat vissulega verið sú
mesta eða stórfenglegasta en ef sam-
tök hefðu verið með fjórum mönnum
um að senda saman upp fjóra flug-
elda hver, einn þeirra á Akranesi,
annar í Sandgerði og hinir þar í milli
hefði sú sýning geta kallast hin
stærsta á f slandi til þessa.
Allt er tekið yfir nú orðið, enginn
tekur við þessu eða hinu. Allt gerist í
dag en ekkert núna eða um þessar
mundir. T.d. Staðan er þessi að við.
Heldur er staglað staðan er þessi í
dag að við. Og núna er allt að verða
heitt og kórónað með bullinu sjóð-
heitt. ARI SJÓÐHEITUR stundi
DV á forsíðu í gær. Á enskri tungu
munu notuð orð svo sem biggest,
hottest, today og take over. Svo virð-
ist sem þessi orð syngi í höfði fjöl-
miðlafólks. Mætti ugglaust nefna
fjölmörg önnur dæmi um orðafátækt
þessa fólks.
Annað fjölmiðlafólk ofbýður hlust-
endum. Á rás 2 ræddi útvarpsmaður
við viðmælanda í Ástralíu. Kona sú
greindi frá óhugnanlegri frétt. Þegar
fiskikar var tæmt þar niður í vinnslu-
sal hraut mannshöfuð út á gólfið að
starfsfólkinu sem varð felmtri slegið.
Höfðu konan og fréttamaðurinn um
þetta mörg orð og hlógu og skríktu
yfir skemmtiatriðinu. Konan sagði
reyndar svo frá því að höfuðið hefði
þekkst, enda verið af sjómanni sem
rétt nýlega hafði horfið fyrir borð.
Lauk þessu skemmtispjalli með
þeirri athugasemd að líklega væru
sjómennirnir horfnir til hafs á hausa-
veiðar. Gæti svona fólk skemmt sér
vegna slyss á Miklubrautinni ef höf-
uð manns skoppaði þar um ?
Á útvarpsstöðinni Sögu 94,3 sem
öllu jöfnu útvarpar aðeins íslenskri
tónlist og stórkostlega þægilegum
þætti Sigurðar Péturs, gerðist það
kl. eitt aðfaranótt sunnudagsins 30.
okt. sl. að tveir menn tóku tal saman.
Blöðruðu þessir vesalings menn
stanslaust í langan tíma um niður-
gang, viðrekstra, vélindabakflæði og
bakflæði. Blönduðu inn í þetta and-
lega fóður sitt tekönnutali og meira
prump- og niðurgangstali. Ef ein-
hverjir hlustenda njóta svona and-
legs sora þá er vissulega illt í efni.
Ég verð æ þakklátari fyrir
geisladiskana og slökkvarann á út-
varpinu mínu.
KRISTINN SNÆLAND,
leigubílstjóri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.