Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 77 BRIDS Um.sjún Uuðmiiiiilur I'áil Arnarson EFTIR nokkuð brattar sagnir verður suður sagn- hafi í sex spöðum. Lítum fyrst á tvær hendur og metum möguleika sagn- hafa með tíguldrottningu út: Norður gefur; allir á hættu. Norður * G53 » - * AK63 * 986542 Suður * ÁKD76 » K76 * 82 + ÁK7 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass 1 spaði Pass 2 lauf* Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass * Drury, spaðastuðn- ingur og 8-11 HP. ** Fyrirstaða Ef laufið er 2-2 ætti slemman að vinnast fyrir- hafnarlaust bara með því að taka trompin og leggja niður ÁK í laufi. En 2-2- legan er aðeins 40% og því er sjálfsagt að leita fleiri úrræða. Kemur til greina að trompa þrjú hjörtu í blindum? Sjáum til: Drepið á tígulás, lauf á ás og hjarta trompað. Síðan tígulkóngur og tíg- ull stunginn. Hjarta trompað og, ...nei, það vantar innkomur og hætt- an á yfírtrompun er enn- fremur allt of mikil. Er eitthvað annað sem kem- ur til greina? Norður * G53 r - ♦ ÁK63 + AK63 Vestur Austur * 84 * 1092 r ÁG942 v D10853 * DG10 ♦ 9754 * D103 * G Suður * ÁKD106 » K76 ♦ 82 * ÁK7 Prófum þetta: Eftir tígulásinn í fyrsta slag tekur sagnhafi spaðaás og laufás. Spilar svo spaða á gosa blinds og laufi úr borði. Austur get- ur ekki hagnast á því að trompa, því þá fer lauf- slagur varnarinnar. Svo hann hendir hjarta. Suð- ur fær þá slaginn á lauf- kóng og gefur vestri á laufdrottningu. Vestur gerir best í því að spila tígli og taka þannig inn- komuna af blindum. En það er allt í lagi, svo framarlega sem austur á þriðja trompið. Sagnhafi spilar frílaufi og ef austur stingur í með tíunni yfir- trompar suður, trompar hjarta og hendir tveimur hjörtum niður í frílauf. Tólf slagir. Arnað heilla /?/\ ÁRA afmæli. í dag, OU þriðjudaginn 5. des- ember, verður sextugur Sig- urður Sigurbergsson, Malmö, Svíþjóð, áður Litlu- Strönd, Rangárvöllum. Hann er starfsmaður ríkis- skjalasfnsins þar í borg. Hann dvelur á Fuertevent- ura, Kanaríeyjum, um þess- ar mundir ásamt konu sinni, Soffíu Árnadóttur. r /\ ára afmæli. í dag, OU þriðjudaginn 5. des- jmber, er fimmtugur Júlíus lónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Júlíus er á af- mælisdaginn staddur í Flór- ida ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Magnúsdóttur. r /\ ÁRA afmæli. í dag, Öv/ þriðjudaginn 5. des- ember, verður fimmtugur Sigurður Ársælsson raf- verktaki, Skildinganesi 16, Reykjavík. Eiginkona hans er Anna Dóra Guðmunds- dóttir. Þau taka á móti vin- um og velunnurum laugar- daginn 9. desember kl. 18-21 í sal Flugvirkjafélags- ins í Borgartúni 22. r7f\ ÁRA afmæli. í gær, I Vf mánudaginn 4. des- ember, varð sjötugur Sig- urður Indriðason, Víðilundi 4f, Akureyri. SKAK Umsjún llelgi Vss Grétarsson OKKAR maður, Hannes Hlífar Stefánsson (2557), á heimsmeistaramóti FIDE í Nýju-Delhí á Indlandi, féll úr leik í fyrstu umferð eftir slysalegt tap í seinni skák einvígisins gegn stór- meistaranum Viktori Bol- ogan (2641) frá Moldavíu. Staðan kom upp í téðri skák og hafði Hannes hvítt. 36. Hxf7! Eins og hefur verið bent hefði 36. b7 b2 37. Bxf7+! einnig dugað til vinnings. 36. Ha7+?? Grátleg yfir- sjón. Fyrst til að nefna hefði 37. Hxf8+ KxfB 38. Ba2 Be4 39. f3 Bd5 40. Bbl Ke7 41. Kf2 Kd6 a.m.k. verið jafntefli. Hins vegar hefði 37. Hc7+! Kh8 38. Ba2 bl=D+ 39. Bxbl Bxbl 40. b7 Bf5 41. g4! Be6 42. Hc6! leitt til sigurs þar sem svartur getur ekki svarað með viðunandi hætti þeim hótunum hvíts að leika 43. Hc6-xe6 og 43. Hc6-a6-a8. 37. ...Kh8 38. Ba2 Hb8! Vinningsleikur- inn. Eftir aðra leiki hefði hvítur getað veitt harðvít- uga vörn. 39. b7 Kg7 40. Hxa5 Hxb7 41. h4 Hb3 42. ffl>5 bl=D+ 43. Bxbl Hxbl+ 44. Hxbl Bxbl 45. f3 Kf6 46. Kf2 Ke5 47. Ke3 Bf5 48. a5 Bc8 49. g3 Bb7 og svartur gafst upp. LJOÐABROT ÍÞRÓTTAVÍSA Til hef eg tafl með spilum, tölur, sem leggi og völur, skák með sköfnum hrókum skjótt og kotru hornótta, hörpu heldur snarpa hreysta með girnis neistum, fón með fógrum sóni fengið til lykla með strengjum. Jón Arason. STJÖRNUSPA eftir Frances Urake BOGAMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Pú ert opinn og ævintýragjam og nýtur þess að hafa vini þína íkringum þig þegar ævin- týrin eiga sér stað. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þér er nauðugur einn kostur að grípa til einhverra ferskra úrræða svo þú skalt leggja höfuðið í bleyti áður en það verður um seinan. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu það ekki í ljósi þótt þú vitir um fyrirætlanir sam- starfsmanns þíns. Það er betra að geyma það spil upp í erminni til seinni tíma. Tvíburar . ^ (21. maí - 20. júní) "A A Vilji er allt sem þarf svo þú skalt setjast niður og gera upp hug þinn til þess hvaða úrræði þú ætlar að nota til að leysa verkefni dagsins. Krabbi (21. júnf-22. júlí) Þótt þér fínnist að þér sótt skaltu hvergi hörfa heldur standa af þér storminn því þegar honum linnir sjá allir að þú hefur hreinan skjöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það er hreint með ólíkindum hverju þú getur komið í verk ef þú bara lætur eigið hyggjuvit ráða ferðinni og lítur framhjá athugasemdum öfundarmanna þinna. Meyja ** (23. ágúst - 22. sept.) (filL Það er hægt að teygja sig of langt til samkomulags og þess vegna þarftu að íhuga alla málavexti áður en þú ákveður hvort þú vilt ganga til samninga eða ekki. (23. sept. - 22. okt.) m Betri er krókur en kelda og þess vegna skaltu taka þér allan þann tíma sem þú þarft til þess að ganga frá hlutun- um. Taktu eitt verk fyrir í einu. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Það hefur auðvitað sitt að segja hvort þú gefur þér tíma til þess að sinna vinum þínum eða ekki. Gerir þú ekkert skaltu ekki reikna með því að fá neitt frá öðrum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Oll él birtir upp um síðir og þess vegna skalt þú sýna þol- inmæði þótt erfitt sé en ekki grípa í fljótfærni til ein- hverra óyndisúrræða. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) míí Það þarf kjark til þess að grípa til sterkra aðgerða en þú mátt ekki hika því allt hálfkák leiðir bara til ófarn- aðar. Vatnsberi f . (20. jan. - 18. febr.) CJ® Þú mátt alveg reikna með því að stíga ofan á tærnar á ein- hverjum þegar þú berst fyrir framgangi máls þíns. Láttu mótstöðuna samt ekki hrekja þig af leið. Fiskar m (19. feb. - 20. mars) >%■*> Hlustaðu ekki á þá sem segja að þér sé fyrir bestu að sitja með hendur í skauti. Hver er sinnar gæfu smiður og því skalt þú grípa til þinna ráða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Mikið úrval af fallegum jóla- og samkvæmisfatnaði Opið laugardag frá kl. 10-16 Hverfisgötu 78, sími 552 8980. Opið mán.-laugard. frá kl. 10-18. Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Nægur svefn og hvíld eru undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Því er mikilvægt að virða svefnþörfina aila ævi. Einnig að gefa sér tíma til að slaka á í dagsins önn. Svefnþörf er einstaklingsbundin en til eru ákveðin viðmið tengd aldri. Ung- og smábörn 12-18 tíma; forskólabörn 10-12 tíma; skólabörn um 10 tíma; ungmenni 8-10 tíma; fullorðnir 6-8 tíma. Syfja að degi er merki um ófullnægjandi svefn hver sem orsökin er. Ef eftirfarandi ráð duga ekki leitaðu aðstoðar. Góð ráð til að sofa og hvílast: • Reglulegur fótaferðartími og svefnvenjur bæta svefn. • Dagleg hreyfing er góð en ekki rétt fyrir svefn. • Vera hvorki svangur né of saddur. • Forðast kaffi, te, kóla- og orkudrykki að kveldi. • Áfengi og tóbak trufla svefn. • Ró í umhverfi og huga áður en lagst er til svefns. • Dempuð lýsing, heitur drykkur eða bað fyrir svefn. • Gott rúm, hæfilegur hiti og kyrrð í svefnherbergi. • Ekki liggja andvaka, farðu fram í smástund og reyndu svo aftur að sofna. • Svefnlyf geta hjálpað en alls ekki lausn til langframa. Gefum okkur tíma til að njóta kyrrðar og hvíldar á aðventunni í einrúmi eða með fjölskyldu og vinum Nýkomið mikið úrval Jakkar • buxur • blússur • mussur • úlpur Hiá Svönu Landlæknisembættið Góða nótt VELKOMIN UM BORÐ ■ ' RED//GREEN C Mtl> C,/iniN I si ahnQ Laugavegur \ • Sími 561 7760
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.