Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 84

Morgunblaðið - 05.12.2000, Side 84
84 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 IMAN SVARAMAÐURINN Synd kl. S.45, 8 oq 10.15. B.i. I6ára. ÖSK4»ÍUL Né«*»MHl44 ★★★ ÚHT Rás 2 EDDIE MURPHY *f KLUMPARNIR ★★★ _ Kvikmyndlr.ls r'y Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16ára. Sýndkl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4. Isl tal. - Vi,nr13’ \ftt Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is 'y__________________________________________J GRINLIST Geisladiskur SLEIKIR HAMSTUR Sleikir hamstur, geisladiskur Tví- höfða. Allt efni samið og flutt af Tvíhöfða sem eru þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. Lagið „Conditionador“ er eftir þá Sigur- jón Kjartansson, Jón Gnarr, Guðna Finnsson, Pétur Hallgrímsson, Arn- ar G. Ómarsson og Barða Jó- hannsson. Textinn er eftir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. Lögin „Ú kæra vina“, og „My Bitch“ eru eftir þá Sigurjón, Jón : og Barða, sömuleiðis textar. Bak- raddir í „U kæra vina“ eiga þeir Pétur Guðmundsson og Pétur Hall- grímsson en bakrödd í „My Bitch“ á Védís Hervör Ámadóttir. Hljóð- færaleikur var í höndum þeirra Siguijóns Kjartanssonar (gítar), Péturs Hallgrímssonar (gítar), Guðna Finnssonar (bassi), Amars G. Ómarssonar (trommur) og Barða Jóhannssonar (hljómborð). Barði Jóhannsson sá um upptökustjórn og forritun tónlistar en upp- tökumenn vom þeir ívar Ragnars- son og Hafþór Guðmundsson. Upp- taka skopskissa var í höndum Jóhannesar Kristjánssonar. 45.36 mín. Dennis/Skífan gefur út. Þad sem fyndið er að segja Tvíhöfði hefur verið sem ferskur gustur í menningar-/grínlífi landsins undanfarin ár og er sprækur sem aldrei fyrr um þessar mundir. Ekki er tóm til að rekja for- sögu og v SLEIKIR hamstur er þriðja plata Tvíhöfða en áður hafa komið út plötumar Til hamingju (1998) og Kondí Fílíng (1999). Það má segja að útgáfa á grín- plötum sem þessum hafi verið í al- gerum lamasessi lengi vel - helst að Laddi og Spaugstofan hafi verið að garfa eitthvað í þessu fyrir um fimmtán árum. feril Tvíhöfðans hér en eins og alkunna er stjóma þeir félagar sem hann skipa, þeir Sigur- jón Kjartansson og Jón Gnarr, samnefndum morgunþætti á Rad- io-X sem nýtur talsverðra vinsælda sem og nokkurrar hópdýrkunar (e. cult). Þar spinna þeir félagar og sprella í fjóra klukkutíma, á milli kl. 7 og 11 alla virka morgna, og halda, merkilegt nokk, dampi allan tímann. Þessir gríngeisladiskar Tvíhöfða innihalda í bland efni úr þessum þáttum svo og efni sérstaklega sam- ið fyrir útgáfumar. Skoplegt innsæi þeirra félaga er með ólíkindum. Ég hlusta oft á þá MorgunblaðiJ/PorkelI „Tvíhöfði hefur verið sem ferskur gustur í menningar-/grínlífi lands- ins undanfarin ár og er sprækur sem aldrei fyrr um þessar rnundir." félaga þegar ég hjóla til vinnu á morgnana og hlæ þá eins og rotta framan í samborgara mína. Kímnigáfa Tvíhöfða er skiiyrt af- kvæmi kaldhæðnu kynslóðarinnar, ieitast er við að ganga eins langt og hægt er með skopið og Tvíhöfðinn dansar oft á tíðum trylltan dans á hengiflugi þess sem telst smekklegt. Kiúrleika er blandað við súrreal- isma og oft á tíðum mætti kalla at- hafnir þeirra félaga „óskiljanlegt mgl“. Og sitt sýnist hverjum. Sumir segja kímni Tvíhöfðans snilld, aðrir kalla hana ómarktæka vitleysu og bull. Meginstyrkur Tvíhöfðans felst í því hversu blátt áfram hann er og falslaus í allri grínnálgun - það er stíll yfir Höfðanum og hann gefur ekki tommu eftir. Þessi eiginleiki kemur kýrskýrt fram í útvarpinu en er því miður ekki að skila sér nægi- iega oft inn á diskana. Á Sleikir hamstur er t.d. afar margt sem er alveg drepfyndið. En einnig bregður fyrir atriðum sem em það alls ekki. Dæmi um slíka brokkgengni era skissur eins og „Skólafanturinn", „Yfir mynd“ og „Fjárhagnum er reddað" þar sem uppbygging er ágæt en niðurlag dræmt. Það er eins og niðurlag (e. punchline) brandara vefjist oft fyrir Tvíhöfðabræðranum. Tvíhöfðinn er hins vegar í topp- formi í skissuröðinni „Táninga- fræðarinn". Þegar hann er í slíku stuði er hann einfaldlega óstöðvandi og blessunarlega er slíkt efni í meirihluta hér. I þessum afbragðs góðu skissum setur Jón sig í hlut- verk uppfræðara og maður minnist ósjálfrátt fræðslumyndbandanna sem manni var gert að horfa á í grunnskóla. Dæmi um aðrar viðlíka skissur er t.d. „Lasinn", „Hnerri“ og „Runkarinn" - óborganlega fyndin atriði sem eru prýðisgóður vitnisburður gríngáfu þeirrar sem Tvíhöfðinn býr yfir. Tvíhöfðinn er þó bestur er hann tekur til við hljómlist. Vinsælar hljómsveitir og tónlistarstefnur fá makalausa yfirhalningu í lögum eins og „Conditionator" (Korn), „My Bitch“ (R’n’B) og „Ú Kæra vina“ (Skítamórall og ball/poppgeirinn ís- lenski). Önnur tónlistaratriði eins og „Skrifstofutrúbador“ og inngangs- stefið að „Kindin Einar“ era og al- veg sprenghlægileg. Hrein snilld. Að lokum tvær vinsamlegar ábendingar. Af hverju ekki að gefa í meiri mæli út efni sem spunmð hefur verið í útvarpsþáttunum? Ég efast ekki um að margir myndu fagna innilega ef þeir kæmu höndum yfir hina óborganlegu Grillþætti hvar snillingar eins og Grill-Guðjón, Kótilettu-Kjartan og Salsa-Svenni fóra á kostum. Að ég tali nú ekki um Smásálina? Diskarnir mættu og vera lengri. Því ekki að hlaða bara eins miklu efni og hægt er inn á diskana? Fyrsti, og vel að merkja besti, disk- urinn til þessa var til dæmis rúmar 73 mínútur á meðan þessi er ekki nema 45. En sem slíkur nuddar diskurinn svo sannarlega ýsu. Annað tottar fisk. Arnar Eggert Thoroddsen ÁBURÐUR MEÐ DJÚPVIRKUM ENSÍMUM Minni verkir og aukinn hreyfanleiki „Slitgígt hefur hrjáð mig í hnjám og fingrum í rúman áratug, með sárum verkjum og slirðleika. Síðustu þrjú reglulega. Árangur kom í ljós strax á læpri viku með mun minní verkjum og auknum hreyfanleika, sem gerði mér fært að stunda æfingar mér til styrktar. Síðan hef ég notað áburðinn reglulega / þrjú ár til að halda árangrinum við.“ PENZIM er húðáburður sem inniheldur djúpvirk, hreinsuð ensím. Vegna eiginleika ensímanna hefur PENZIM reynst vel fólki með ýmis húð- og liðvandamál, bólgur, vöðvaverki o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.