Morgunblaðið - 15.12.2000, Page 11

Morgunblaðið - 15.12.2000, Page 11
Endalok örlagasögu Skáldjöfur og athafnaskáld kveður ENGINN ÍSLENSKUR ATHAFNAMAÐUR átti sér stærri drauma í upphafi aldar en Einar Benediktsson, ekkert skáld hugsaði hærra, enginn persónuleiki var stórbrotnari og margslungnari og ef til vill var enginn íslendingur mistækari í verkum sínum. Slíkir menn hverfa ekki þegjandi og hljóðalaust af sjónarsviðinu og kannski var Einar aldrei stærri í sniðum en eítir að halla tók undan fæti í lífi hans - skuldum vafinn heimsborgari og svallari sem lauk að lokum ævinni á afskekktum sveitabæ. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur lýkur hér hinni miklu ævisögu þjóðskáldsins, hugsjónamannsins og snillingsins dáða og umdeilda, Einars Benediktssonar, sem um leið er saga íslensks þjóðfélags á umbrotatímum í árdaga nýrrar aldar. Með umfangsmikilli heimildavinnu og heilsteyptri úrvinnslu dregur hann hér upp áhrifamikla mynd af ógleymanlegum einstaklingi sem átti sér stærri og viðburðaríkari sögu en nokkur samtíðarmaður hans. Einstakir dómar: ... Guðjón Friðriksson hefur unnið mikið affek með samningu hennar... SofíaAuðurBirgidóttiriMorgunblaðinu. ... Bók Guðjóns um Einar er hreint þrekvirki... Hannes Hólmsteinn Gissurarson á Skjá einum. IÐUNN 1—i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.