Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÚR VERINU
Reuters
JWMíW*
Starfsmenn verksmiðju GM í Luton brugðust ókvæða við fréttum um lokun hennar og mótmæltu kröftuglega.
GM verksmiðju lokað
Londpn. Morgunblaðið.
FRÉTT í breska útvarpinu um að
verksmiðju General Motors í Luton
yrði lokað kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti fyrir þá 2.700 starfsmenn
sem starfa þar. Þeir álitu sig nokkuð
örugga þar sem framleiðslan þar hef-
ur staðist öllu framleiðnimörk og
starfsmenn tekið á sig minni launa-
hækkanir en ella til að tryggja afkom-
una. En allt kom fyrir ekki og lokunin
verður staðreynd 2002, um leið og
GM mun í heild fækka starfsmönnum
í Evrópu um fimm þúsund og tíu þús-
und í Bandaríkjunum. Um 500 starfs-
menn verða fluttir í aðra verksmiðju í
Luton en 2.200 missa vinnuna.
GM er stærsti bílaframleiðandi í
heimi og starfsmenn þess eru 388
þúsund.
Lokunin er liður í niðurskurði og
endurskipulagi GM en stafar aðeins
að hluta af aðstæðum í Bretlandi.
Hún er þó alvarlegt áfall því lokunin
bætist við aðrar verksmiðjulokanir,
jafnt í bflaiðnaði og öðrum fram-
leiðslugreinum. Verkalýðsfélög hafa
tekið íréttinni illa og hóta að beita
sér. The Independent hefur eftir
verkalýðsleiðtogum að þeir séu reiðir
Tony Blair forsætisráðherra sem
ekki hafi nefnt lokunina á fundi með
þeim áttu með honum á mánudag.
Þrátt fyrir sterka stöðu bresks at-
vinnulífs og minnsta atvinnuleysi frá
1975 benda ýmsir á að aðstæður í
Bretlandi hafi áhrif. Auðveldara og
ódýrara sé að segja upp fólki í Bret-
landi en t.d. í Þýskalandi. Sterkt pund
og veran utan evrulands er einnig tal-
ið hafa sitt að segja en meginskýr-
ingin er þó eifaldlega offramleiðsla
bfla í Evrópu.
Luton er einn elsti iðnaðarbær
Breta og þar hafa Vauxhall-bflar ver-
ið framleiddir síðan 1905. Árlega hafa
verið framleiddir þar 146 þúsund
bflar og búist var við að ný útgáfa
Vectra yrði framleidd þar. Ekki er
langt síðan GM tilkynnti um vænt-
anlegar fjárfestingar í Bretlandi upp
á 189 milljónir punda og áttu 32 millj-
ónir að fara í verksmiðjuna í Luton.
Talsmaður GM segir að vegna
breyttra aðstæðna hafi verið breytt
um stefnu. Bæði stefni í minni eft-
irspurn og eins sé samkeppnin orðin
harðari. Bent hefur verið á að fransk-
ir og ítalskir bflaframleiðendur hafi
verulega sótt í sig veðrið undanfarið,
svo þrátt fyrir framleiðniaukningu í
Luton og almennt hjá GM hafi það
komið fyrir ekki.
í Financial Times er bent á að
hingað til hafi aukinn hagnaður í evr-
ópskri framleiðslu GM bætt upp sam-
drátt á bandaríska bflamarkaðnum.
Nú gildi hins vegar annað og fram-
leiðslugetan í Evrópu sé meiri en nýt-
ist og samkeppnin hörð. Getgátur eru
uppi um mikið fyrirsjáanlegt tap.
Hagnaður GM í Evrópu í upphafi árs
var 32 milljónir Bandaríkjadala en
hafði snúist í tap upp á 181 milljón á
þriðja ársfjórðungi og nú hefur verið
giskað á tap upp á allt að 600 milljónir
á síðasta ársfjórðungnum. í Financial
Times hafnar Mike Bums fram-
kvæmdastjóri GM í Evrópu því að
óklár afstaða bresku stjómarinnar til
evrunnar eigi þátt í lokuninni og neit-
ar einnig að auðveldara sé að segja
upp fólki í Bretlandi en annars staðar.
Vandi GM blasir við víðar í Evrópu,
td. í Þýskalandi þar sem mikið fram-
boð á notuðum bflum gerir framleið-
endum erfitt fyrir. Fyrir því finnur
ekki aðeins GM, Ford skar t.d. niður
á árinu og japanskar bflaverksmiðjur
í Bretlandi eru reknar með tapi.
Skellurinn fyrir iðnaðarsvæði
Bretlands nú kemur í viðbót við
hvem niðurskurðinn á fætur öðrum
undanfama mánuði. Þeir 500 af 2.700
sem halda vinnunni verða fluttir í
verksmiðju GM í Luton sem fram-
leiðir vörubfla. Búist er við að lokunin
hitti einnig fyrir aðra starfsemi, sem
tengist GM verksmiðjunni, svo alls
gætu um 5.500 manns í viðbót við
starfsmenn GM misst störfin. Þessi
missir kemur í viðbót við að um sama
leyti og Luton verksmiðjan lokar
2002 mun Ford loka verksmiðju í
Dagenham þar sem 1.300 störf munu
glatast.
Einnig liggur í loftinu að Nissan
flytji framleiðslu til Frakklands og þá
glatast enn fleiri störf á iðnaðarsvæð;
um í norðausturhluta Englands. í
öðrum framleiðslugreinum hafa einn-
ig glatast störf. Vefnaðariðnaðurinn
hefúr einnig orðið fyrir áföllum und-
anfama mánuði og þar glatast 1.200
störf vegna lokunar vefnaðarverk-
smiðju og 250 störf glatast í skipa-
smíðastöð er lokast. Breska stjórnin
heldur því þó fram að efnahagur
landsins standi með blóma og engar
ætlanir eru uppi um að grípa inn í
ákvörðun GM. Stephen Byers, versl-
unar- og iðnaðarráðherra, sagði lok-
unina vera „bitran skell“. Áherslan
yrði á að aðstoða þá sem missa störfin
að finna nýja vinnu og hjálpa fyr-
irtækjum er starfað hefðu
fyrir GM að leita nýrra
starfssviða.
ÞAÐ eru kaflaskipti í sögu bflafram-
leiðslu þegar framleiðslu á Oldsmo-
bile, elstu bandarísku bflategundinni
og um langa hríð einni þeirri glæsi-
legustu, verður hætt er General
Motors neyðist nú til að draga sam-
an seglin.
Framleiðslunni verður þd ekki
hætt á einni ndttu heldur mun daga
uppi smátt og smátt og nýjar gerðir
þessarar tegundar verða ekki þrdað-
ar áfram.
Framleiðsla hefur verið rekin með
tapi undanfarin ár og í um áratug
hafa verið vangaveltur um framtíð
Oldsmobile. Verð á hlutabréfuni í
GM steig um 19 sent í 51,75 Banda-
rík jadal eftir að þetta var tilkynnt.
I lok áttunda áratugsins seldust
um milljdn Oldsmobile á ári en salan
er nú um 300 þúsund. Sökum sterkr-
ar sögulegrar stöðu Oldsmobile inn-
an fyrirtæksins hefur miklum fjár-
munum verið varið í að þrda nýjar
tegundir en sala þeirra hefur ekki
Oldsmobile
hverfur af
sjónarsviðinu
staðist væntingar. Þdtt GM haldi fast
við að bfllinn sé vel metinn af við-
skiptavinum og viðleitni undanfarin
ár til að halda framleiðslunni áfram
því ekki misheppnuð hefúr tegundin
ekki staðist samkeppnin við sam-
bærilcga bfla, einkum þá japönsku.
Því verður framleiðslunni nú hætt.
Sögulok Oldsmobile eru hluti af
viðbrögðum GM við vaxandi tapi
fyrirtækisins og minnkandi sölu en
fýrirtækið hefur ekki setið uppi með
jafnmarga dselda bfla síðan á sam-
dráttartímanum 1991. Markaðs-
hlutdeild GM á bandaríska einka-
bflamarkaðnum er komin undir
þijátíu prdsent en markaðshlutdeild
Oldsmobile-bflanna er um 2 prdsent.
Endalok framleiðslunnar þýða að
verksmiðju með 900 starfsmönnum í
heimabæ Oldsmobile, Lansing í
Michigan-fylki, verður lokað.
í Ncw York Times er haft eftir
Ronald Zarrella, framkvæmdastjdra
GM í Bandaríkjunum, að einstakar
gerðir Oldsmobile verði framleiddar
þar til framleiðslan svari ekki leng-
ur kostnaði. Nýjar gerðir verði hins
veg^ar ekki þrdaðar heldur verði því
fé varið í að þrda aðrar tegundir bfla
sem standi sig betur í samkeppninni
við erlendar bflatcgundir á banda-
ríska markaðnum.
Sex árum eftir að Ford hdf að
framleiða bíla fdr Ransom E. Olds að
framleiða Oldsmobile 1897 og fram-
leiddi á fyrsta árinu fjdra bfla. Árið
1901 var Oldsmobile Curved Dash
mest seldi bfllinn f Bandaríkjunum.
Nokkrum mánuðum eftir að General
Motors var stofnað 1908 keypti fyr-
irtækið bflaverksmiðju Olds og þar
með framleiðslu Oldsmobile.
Samherji selur
65% hlut í Sam-
herja GmbH
STJÓRN Samheija hf. samþykkti í
gær að selja 65% eignarhlut í dótt-
urfyrirtæki félagsins í Þýskalandi,
Samherja GmbH, sem á og rekur út-
gerðarfyrirtækið DFFU í Cuxhaven.
Heildarsöluverð nemur 864 milljón-
um króna. Samhliða sölunni mun
Samherji GmbH endurgreiða móður-
félaginu vaxtalaust hluthafalán að
upphæð 1.140 miHjónir króna. Sam-
tals nema þessar greiðslur um tveim-
ur mifljörðum króna og verður helm-
ingur þeirrar fjárhæðar nýttur til
kaupa á eigin hlutabréfum í Samheija
í tengslum við fyrirhugaða samein-
ingu við BGB-Snæfell hf.
Kaupendur að 65% eignarhlutnum
í Samheija GmbH eru nokkrir af
stærstu hluthöfum í Samheija hf., þ.e.
Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján
Vilhelmsson, Kaupfélag Eyfirðinga,
Kaupþing hf. og Finnbogi A. Bald-
vinsson. Við mat á verðmæti selds
eignarhlutar í Samheija GmbH var
gengið út frá sama heildarverðmæti
hlutabréfa í því félagi og miðað var við
í samkomulagi við KEA um skipti á
hlutabréfum í BGB-Snæfelli fyrir
hlutabréf í Samherja.
Á fundinum samþykkti stjórnin
ennfremur að Samheiji GmbH gangi
inn í kaup Finnboga A. Baldvinssonar
á þýska fiskvinnslufyrirtækinu Huss-
mann & Hahn. í framhaldi af þessu
verða DFFU og önnur dótturfyrir-
tæki Samheija GmbH og Hussmann
& Hahn rekin sem ein fyrirtækjasam-
stæða undir sameiginlegri yfirstjóm.
Mjög hagkvæmur
og góður kostur
Eignarhlutur Samheija hf. í Sam-
herja GmbH var bókfærður á um 77
milljónir króna um síðustu áramót.
,Að teknu tilliti til skatta er hagnaður ,
af sölu eignarhlutarins í Samheija
GmbH um 570 milljónir króna. Því er
ijóst að fjármunatekjur Samheija á
árinu verða mun hærri en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Á móti kemur að
félagið hefur orðið fyrir miklu geng-
istapi frá sex mánaða uppgjöri, eða
sem nemur hátt á fjórða hundrað
milljónir króna.
Með sölu á 65% af eignarhlut Sam-
herja hf. í Samherja GmbH lækka
nettóskuldir Samheija hf. um helm-
ing. Þær eru nú um 6 milljarðar en
fara í um 3 milljarða fyrir kaup á eigin
bréfum og sameiningu við BGB-Snæ-
fell hf. Af þessum þremur milljörðum
króna nemur vaxtalaus skattskuld-
binding rúmum einum milljarði
króna,“ segir í frétt frá Samheija um
málið.
„Salan á 65% hlut félagsins í Sam-
herja GmbH er að mínu mati mjög
hagkvæmur og góður kostur,“ segir
Finnbogi Jónsson, stjómarformaður
Samheija. Finnbogi bendir á að þar
með losi Samheiji um rúma tvo milU-
arða króna, sem til þessa hafi ekki
skilað mikilli fjármunamyndun inn í
móðurfélagið. „Mér sýnist að heild-
arskuldir Samheija, eftir þessa sölu,
kaup á eigin hlutabréfum og samein-
ingu við BGB-Snæfell hf., verði litlu
meiri en þær voru fyrir allar þessar
aðgerðir. Það hlýtur að teljast mjög
góð niðurstaða, því gera má ráð fyrir
að vegna sameiningarinnar við BGB-
Snæfell aukist veltufé frá rekstri
Samheija, að öðru óbreyttu, um
a.m.k. 400 milljónir króna frá því sem
nú er,“ segir hann.
Finnbogi segir að salan á 65% eign-
arhlutnum nú sýni að sú ákvörðun
Samheija á sínum tíma að kaupa
DFFU hafi tvímælalaust verið rétt.
Sú ákvörðun hafi nú skilað sér í auknu
verðmæti Samheija hf. og komi hlut-
höfum félagsins til góða. „Við erum
áfram þátttakendur í sjávarútvegi í
Þýskalandi og í raun er óbein þátt-
taka okkar miðað við veltu óbreytt frá
því sem var. Við eigum nú um þriðj-
ung í fyrirtæki sem væntanlega kem-
ur til með velta þrisvar sinnum hærri
fjárhæðum en við veltum áður. Mun-
urinn er hins vegar sá að fjárbinding
okkar og áhætta er innan við 20% af
þvísem áðurvar."
Samheiji GmbH
Samheiji GmbH var stofnað í
Þýskalandi af Samherja hf. árið 1995,
samhliða kaupum á 50% eignarhlut í
útgerðarfyrirtækinu DFFU. Árið
1998 keypti Samheiji GmbH allt
hlutafé í DFFU. Mjög mikil upp-
stokkun hefur verið gerð á rekstrin-
um frá því að Samherji hf. kom að fyr-
irtækinu en þrátt fyrir það hefúr
reksturinn verið erfiður. Velta félags-
ins árið 1999 var tæpir 2 milljarðar ís-
lenskra króna. Félagið hefur á þessu
ári gert út fjóra frystitogara og eitt ís-
fiskskip. Á liðnu vori seldi félagið einn
togara til hlutafélags sem er að hálfu í
eigu Samheija GmbH og er hann á
veiðum undir rússnesku flaggi. í lið-
inni viku seldi félagið síðan annan tog-
ara til útgerðarfyrirtækis í Þýska-
landi. Með þessum eignasölum hafa
skuldir félagsins lækkað verulega.
Hussman & Hahn
Hussman & Hahn á sér 90 ára sögu
í Cuxhaven. Það rekur m.a. fiskrétta-
verksmiðju og ferskfiskvinnslu og eru
aðalviðskiptavinir félagsins stór-
markaðskeðjur í Þýskalandi. Velta
félagsins á liðnu ári var um 6,7 millj-
arðar íslenskra króna. Fyrirtækið
hefur átt í rekstrarerfiðleikum að
undanfömu. Fyrir u.þ.b. tveimur
mánuðum náði Finnbogi A. Baldvins-
son, með stuðningi stjómvalda í
Neðra-Saxlandi, samkomulagi við
helstu lánardrottna um fjárhagslega
endurskipulagningu fyrirtækisins til
að tryggja áframhaldandi rekstur
þess. I tengslum við það samþykktu
bankar og aðrir lánardrottnar vem-
lega niðurfellingu á skuldum félags-
ins.
Forstjóri Samheija GmbH verður
Finnbogi A. Baldvinsson og fram-
kvæmdastjóri Hussmann & Hahn, dr.
Klaus Vieten, sem áður var m.a. einn
af framkvæmdastjórum Frosta
GmbH, eins stærsta framleiðslu- og
sölufyrirtækis sjávarafurða í Þýska-
landi.
DFFU selur
Cuxhaven
Útgerðarfélagið DFFU,
sem er í eigu Samherja, hefur
nú selt togarann Cuxhaven til
fyrirtækis í Rostock.
Kaupandi skipsins er Nord-
bank Hochseefischerei, en það
er í eigu Doggerbank See-
fischerei í Bremerhaven, en
það er aftur í eigu hollenzku
samsteypunnar Parlevliet.
Parlevliet stóð á sínum tíma
að baki kaupunum á Mecklen-
burger Hochseefischerei í
Rostock, sem var i eigu Út-
gerðarfélags Akureyringa.
Cuxhaven er síðasta ný-
smíðin í Cuxhaven, en hann
var smíðaður sem ísfisktogari
til að stunda veiðar við Græn-
land og gengur hann 22 mílur.
Síðan hefur honum verið
breytt þannig að hann heil-
frystir karfa og grálúðu um
borð.
Eftir á DFFU nú tvö skip,
Kiel og Hanover, sem áður
hét Guðbjörg.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja,
segir að DFFU ætli sér að
nýta þær botnfiskheimildir
sem nýttar hafa verið áfram,
ásamt heimildum til rækju-
veiða. Einkum sé um að ræða
heimildir í Barentshafi og grá-
lúðu og karfa við Grænland.