Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 FJOLMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum 1 naflaskoðun um frammistöðu sína í kosningadeilunni í Fldrída Yfírborðsskrif eða ítarleg umfjöllun? Bandarískir fjölmiðlar hafa ijallað mikið um forsetakosningarnar þar í landi og eftirleik- inn í Flórída. Ragnhildur Sverrisdóttir seg- ir skiptar skoðanir um framgöngu fjölmiðla, sumir telji þá hafa staðið sig með ágætum en aðrir segi þá aðeins hafa lapið upp um- mæli úr herbúðum frambjóðenda. FJÖLMIÐLAR voru svo sannarlega ekki viðbúnir atburðarásinni eftir kjördag, 7. nóvember, og ekki hægt að ætlast til að þeir gætu séð ótrú- legar lagaflækjur í Flórída fyrir. Daglega eru nýjustu fréttir frá Flór- ída á forsíðum allra dagblaða og á helstu sjónvarpsfréttastöðvum hefur auðvitað fátt annað komist að. Al- menningur er farinn að lýjast á allri umfjölluninni og biðja sér griða. En stríðsástand ríkir enn í Flórída og margir telja að langur tími líði þar til öll kurl verða komin til grafar. Fjölmiðlar velta því sjálfir fyrir sér hvernig þeir hafi staðið sig hing- að til, bera saman bækur sínar og reyna að átta sig á hvert skuli haldið næst. Bandaríska tímaritið Editor & Publisher, sem hefúr fjallað um blaðaheiminn þar í Iandi undanfarin 116 ár, gerir fréttaflutning frá Flór- ída að umfjöllunarefni í nýjasta tölu- blaði sínu nú í vikunni. Blaðið byrjar á að vísa til þess, að þremur vikum eftir kjördag hafi hátt í 30 frétta- stjórar ýmissa bandarískra stór- blaða, sem allir starfa í höfuðborg- inni Washington, hist á fundi til að ræða stöðuna. Blaðið segir að á þess- um fundi hafi menn lýst því yfir að þeir færu varlega. Fyrir kosningam- ar hefðu blaðamenn notað orð, blæ- brigði og kaldhæðni til að koma áliti sínu á mönnum og málefnum til skila, en nú forðuðust þeir allt slíkt. Editor & Publisher veltir því fyrir sér hvort bandarísk dagblöð hafi kannski verið of varfærin, hvort þau hafi ekki séð Flórídaskóginn fýrir trjánum og hafi fallið í þá gryfju að láta herbúðir frambjóðendanna ráða í hvaða farveg fréttaskrifin fóru. Blaðið hefur eftir Ronald E. Yates, fyrrverandi ritstjóra hjá Chicago Tribune og núverandi forstöðu- manni blaðamannadeildar Illinois- háskóla, að ekkert af allri fréttaum- fjölluninni í Flórída muni skila nokkrum blaðamanni Pulitzer-verð- launum. Engu óvæntu hafi verið velt upp. Svipað hljóð er í Tom Wicker, pistlahöfundi og stjómmálaskríbenti New York Times. Hann segir að frá upphafi Flórídamálsins hafi sér þótt augljóst að þar réði köld valdabar- átta ferðinni og allt tal um annað væri bull. Dagblöðin hafi hins vegar ekki lagt áherslu á þá hlið mála, heldur leyft aðilum málsins að koma fram með fullyrðingar um hve göf- ugur málstaður þeirra væri. Hvað með sjálf atkvæðin? Alex S. Jones, yftrmaður Shoren- stein-miðstöðvarinnar um fjölmiðla, stjómmál og stjómsýslu segir að dagblöðin hafi staðið sig ágætlega, svo langt sem það nái. Lykillinn að fréttum frá Flórída hafi hins vegar verið atkvæðaseðlarnir sjálfir og hvað raunvemlega gerðist með gild Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS Umsóknarfrestur til 15. janúar 2001 Bygginga- og tækjasjóður RANNÍS hefur það hlutverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rannsókna í vísindum og tækni. Árlega eru veittir styrkir úr sjóðnum til opinberra vísinda- og rannsóknastofnana. Við mat á umsóknum er tekið mið af stefnu Rannsóknarráðs (slands um eflingu samstarfs milli háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Helstu kröfur sjóðsins eru: • að samstarf verði um nýtingu aðstöðu og/eða tækja milli stofnana og atvinnulífs með fyrirsjáanlegum hætti, • að fjárfestingin skapi nýja möguieika sem ekki voru áður fyrir hendi, • að möguleiki sé á samfjármögnun þannig að framlag Bygginga- og tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Upplýsingar um Bygginga- og tækjasjóð og eyðublöð sjóðsins eru á heimasíðu RANNÍS www.rannis.is Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2001. RAIIinilS atkvæði jafnt sem ógild. Par hafi fjölmiðlar ekki staðið sig sem skyldi. Oll áhersla hafi verið lögð á stjóm- málin og lagaleg álitamál og hin raunverulega frétt hafi legið í lág- inni. Editor & Publisher tímaritið vísar m.a. til þess að nokkrar vikur liðu frá kosningum þar til dagblöðum loks hugkvæmdist að gera próf á at- kvæðaseðlunum sjálfum, þrátt fyrir að ljóst væri að úrslit kosninganna réðust af því hvort flipar á kosninga- seðlum, sem ekki hefðu losnað alveg af eða aðeins gatast eða dældast, teldust greidd atkvæði eða ekki. Stórblaðið Wall Street Journal tók loks af skarið og komst að þeirri nið- urstöðu að pappírinn í atkvæðaseðl- unum væri furðu sterkur. Tímaritið leitaði álits um tveggja tylfta ritstjóra, stjórnmálaskýrenda og kennara í blaðamennskufræðum. Mikill meirihluti þeirra taldi fjöl- miðla hafa staðið sig vel í fréttum af ótrúlega flóknu máli, sem enginn hafði fengist við áður. Margir höfðu hins vegar orð á því að þeim mislík- aði að dagblöðin hefðu ekki náð að færa fréttaflutning sinn undan áróðri herbúða frambjóðendanna. I grein tímaritsins kemur fram að margir ritstjóranna töldu enga ástæðu til að gagnrýna umfjöllun dagblaðanna. Leonard Downey, rit- stjóri Washington Post, er einn rit- stjóranna sem sagði blað sitt hafa lagt ómælda vinnu í nákvæman fréttaflutning. Hann nefndi eitt dæmi, grein þar sem rakið var hvemig atkvæðaseðlar, sem kjós- endur gata, hafa reynst í fyrri kosn- ingum. Aðspurður hvers vegna blað hans hefði ekki orðið sér úti um at- kvæðaseðla, þar til gerðar atkvæða- greiðsluvélar til að gata þá og prófað þetta fyrir lesendur svaraði ritstjór- inn því til að hann hefði ekki séð ástæðu til að gera neytendakönnun. Ritstjóri Miami Herald í Flórída, Martin Bacon, er ekki sammála því að dagblöðin hafi ekki lagt vinnu í að grafa upp fróðleg atriði til að varpa skýrara jjósi á málið. Hann vfsar til þess að blað hans hafi greint ná- kvæmlega hvemig atkvæði hafa fall- ið í sýslum Flórída í fyrri kosningum og komist að þeirri niðurstöðu að Gore hafi átt að vinna með 23 þúsund atkvæða mun, ef ekki hefðu komið til ógild atkvæði og óregla í kosninga- framkvæmd. Blaðið hefúr einnig höfðað mál til að fá að skoða hina al- ræmdu 10 þúsund atkvæðaseðla í Miami-Dade sýslu, sem fóru í gegn- um talningarvélar án þess að vélarn- ar greindu á þeim greidd atkvæði. Reuters Blaðamenn á tröppum byggingarinnar, sem hýsir Hæstarétt Bandaríkj- anna, bera saman bækur sínar um niðurstöður réttarins varðandi end- urtalningu atkvæða i Flórída. Ritstjóri Boston Globe, Matthew Storin, segir að enn sem komið er hafi enginn fjölmiðill öðrum fremur náð að slá í gegn. Ann Marie Lip- inski ritstjóri Chicago Tribune er þessu sammála og nefnir, eins og Storin, að upplýsingar um það sem fram fari á bak við tjöldin vanti til- finnanlega í fréttaflutninginn. Aðrir ritstjórar eru þeim sammála að hluta, en benda m.a. á að atburða- rásin i Flórída hafi breyst daglega og fjölmiðlar hafi mátt hafa sig alla við að greina frá nýjustu fréttunum og ekki haft tíma til að greina þær nán- ar eða leita annars efnis. John Carr- oll, ritstjóri Los Angeles Times, seg- ir einstaka stórfrétt ekki hafa skotið upp kollinum, en vísar þó til frétta- flutnings eigin blaðs um að 16 af 67 sýslum Flórída hafi ekki endurtalið á réttan hátt í fyrstu endurtalningunni sem náði til alls ríkisins, heldur látið sér nægja að fara aftur yfir lokatölur talningarvélanna. Hæstiréttur Flórída á villigötum Blaðamaður Chicago Tribune í Washington, Jan Crawford Green- burg, sýndi og sannaði að sá getur fundið merkar fréttir sem hikar ekki við að leggja á sig þá vinnu sem þarf. Hún ákvað að taka ekki trúanlegar fullyrðingar um tíu ára fordæmi frá Illinois, heldur kíkja nánar á það sjálf. í því dómsmáli var fjallað um hvort leyfa ætti talningu á atkvæð- um, þar sem atkvæðaseðlamir væm ekki gataðir á réttan hátt. Lögmaður Gore og Hæstiréttur Flórída full- yrtu að dómstóllinn í Illinois hefði komist að þeirri niðurstöðu að taka ætti slíka seðla gilda, en Greenburg varð sér úti um málsskjöl, las sig í gegnum bunkana og uppgötvaði að dómstóllinn hafði komist að þver- öfugri niðurstöðu. Frétt hennar vakti hins vegar takmarkaða athygli ogvar ekki tekin upp af stórblöðum. í grein Editor & Publisher er ekki loku fyrir það skotið að enn eigi miklar fréttir eftir að berast frá Flórída, þegar fjölmiðlar hafa tíma til að skoða allar hliðar málsins ofan í kjölinn. Atburðarásin sé svo sér- stæð, að hún hljóti að kalla á mikla krufningu. Greininni lýkur á þeim orðum, að fréttastjóramir sem hittust í Wash- ington í lok nóvember hafi verið sammála um að þeir hafi látið sitja á hakanum að fjalla um það sem raun- veralega fór úrskeiðis í Flórída, en þar ætli þeir að bæta úr. Editor & Publisher tímaritið segir að eftir sitji sú spuming hvers vegna það hafi tekið þá svo langan tíma. Bandaríkjamaður forstjóri Reuters London. Reutcrs. FRÉTTA- og upplýsinga- samsteypan Reuters skýrði frá því sl. þriðjudag, að Bandaríkjamað- urinn Tom Glocer, aðalfram- kvæmdastjóri upplýsingadeildar fyrirtækisins, hefði orðið fyrir val- inu sem nýr forstjóri. Mun hann taka við af Peter Job þegar hann lætur af störfum í júlí næstkom- andi. Glocer, sem er liðlega fertugur, er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að veita Reuters forstöðu í 150 ára sögu fyrirtækisins en það er meðal þeirra elstu og stærstu á Bretlandi. Þykir það engin til- viljun, að hann skuli koma til skjalanna nú en Reuters tilkynnti fyrr á árinu, að ýmsir meginþættir starfseminnar yrðu færðir yfir á Netið. Er Glocer sagður kunna góð skil á þeirri tækni enda er hann nú þegar einn af yfirmönn- um upplýsingastarfseminnar og stendur óbein skil á rúmlega Reuters Peter Job, fráfarandi forstjóri Reuters, og Tom Glocer, eftir- maður hans. Með skipan hans hefur verið brotin sú hefð að blaðamaður sé við stjórnvölinn. helmingi allra tekna fyrirtækisins. Á fjármálamarkaði voru aug- ljóslega bundnar vonir við, að Glocer yrði fyrir valinu enda hækkaði gengi hlutabréfa í Reut- ers um 6% á Nasdaq á þriðjudag. Með skipan hans hefur verið brot- in sú gamla hefð, að blaðamenn séu í forsvari fyrir Reuters en Glocer er lögfræðingur að mennt. Kom hann til starfa fyrir fyr- irtækið fyrir sjö árum og hefur frami hans innan þess verið skjót- ur. Breyttar aðstæður Reuters og önnur fyrirtæki hafa notið uppgangsins, sem verið hef- ur á fjármálamörkuðum og i bandfirísku efnahagslífi næstum í áratug, en fréttaskýrendur segja, að nú muni reyna á Glocer við nokkuð nýjar aðstæður. Gengi tæknifyrirtækja hefur lækkað mikið og þær vonir, sem menn gerðu sér um mikinn hagnað af netviðskiptum, hafa brugðist. Flestir eru þó sammála um, að Reuters hafi gert rétt er það ákvað að færa starfsemina sína að stórum hluta inn á Netið. Ilefur fyrirtækið raunar verið gagnrýnt fyrir seinagang í því efni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.