Morgunblaðið - 15.12.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 15.12.2000, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Poruwmliliaííiíi STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BUSH TEKUR VID George W. Bush, ríkisstjóri Texas, og A1 Gore varaforseti slíðruðu loks sverðin í ræðum aðfaranótt fímmtudagsins eftir fimm vikna hatramma baráttu þar sem öll- um hugsanlegum brögðum og laga- klækjum var beitt til að ná árangri. Gore ávarpaði bandarísku þjóðanna fyrstur, viðurkenndi ósigur sinn og hét því að virða og styðja við bakið á hinum réttkjörna forseta. Bush flutti ávarp um klukkustund síðar þar sem hann hrósaði varaforsetanum fyrir hetjulega baráttu og lýsti því yfir að þeir myndu hittast í næstu viku. Þeir væru sammála um að reyna í samein- ingu að hlúa að þeim sárum er at- burðir síðustu vikna hefðu valdið. Fimm síðastliðnar vikur hafa verið einkennilegur tími í bandarískum stjórnmálum. Þær hafa beint sjónum manna að ýmsum annmörkum á hinu pólitíska kerfí landsins, ekki síst kosningafyrirkomulagi. Að sama skapi má jafnframt færa rök fyrir því að þetta mál sýni og sanni hversu styrkum fótum lýðræði stendur í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir óvissuna náðist niðurstaða að lokum sem allir virða jafnvel þótt þeir séu henni ósammála. George W. Bush tekur vissulega við embætti Bandaríkjaforseta undir erfíðum kringumstæðum en enginn dregur í efa umboð hans til að gegna embættinu. Bush lagði í kosninga- baráttunni ríka áherslu á að hann væri maður sátta er væri fús til að eiga samstarf við demókrata ekki síð- ur en repúblikana á þingi til að ná stefnumálum sínum í gegn. Sú ákvörðun hans að halda ræðu sína í fyrrinótt í ríkisþinginu í Austin í Tex- as er táknræn um þetta en þar hefur hann sem ríkisstjóri átt samstarf við þing þar sem demókratar eru í meiri- hluta. Það hversu naumt var á munum í kosningunum, þingkosningunum ekki síður en forsetakosningunum, mun jafnframt knýja Bush inn á miðjuna. Hann verður að taka upp samstarf við demókrata til að ná mál- um í gegn jafnvel þótt það kunni að styggja hægrivæng Repúblikana- flokksins. Skipting atkvæða milli for- setaframbjóðendanna tveggja var hnífjöfn. Bush verður því að sanna að hann sé forseti allra Bandaríkja- manna en ekki einungis þröngra flokkshagsmuna. Ekki er þó víst að það muni reyn- ast eins auðvelt fyrir Bush að koma á slíku samstarfi yfir flokkalínurnar í Washington eins og í Texas. Ríkis- stjórinn hefur enga beina reynslu af starfi Bandaríkjaþings auk þess sem þar gilda önnur lögmál en á ríkis- þinginu. Einungis eru tvö ár til næstu þingkosninga og þó að menn sameinist nú um að virða forseta- embættið liggur fyrir að demókratar hyggja á landvinninga í næstu kosn- ingum. Það er því ekki sjálfgefið að þeir muni endilega sjá sér hag í því að aðstoða hinn nýkjörna forseta við að koma stefnumálum sínum í gegn. Á næstu vikum kemur í ljós hverjir skipa munu ráðherraembætti í rík- isstjórn Bush. Þegar hefur verið gef- ið í skyn að Colin Powell, fyrrum yf- irmaður bandaríska heraflans, verði næsti utanríkisráðherra og að Condoleezza Rice verði öryggisráð- gjafi Bush. Bæði njóta þau mikillar virðingar, jafnt 1 Bandaríkjunum sem á alþjóðavettvangi, og myndu vafalítið vega upp áhyggjur margra af reynsluleysi hins nýja forseta í ut- anríkismálum. Þó ber að hafa hugfast að slíkur áhyggjur voru einnig áber- andi er annar óreyndur ríkisstjóri úr suðurríkjum Bandaríkjanna tók við forsetaembættinu fyrir átta árum. SAMEINING ÍSÍ OG UMFÍ HAGKVÆM Umræða er hafin meðal forystu- manna íþrótta- og ólympíusam- bands íslands og Ungmennafélags ís- lands um það hvort sameina beri þessi samtök í ein heildarsamtök íþrótta- hreyfíngarinnar. Samkvæmt því sem fram kom í við- tali við Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, hér í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag eru kostir slíkrar samein- ingar umtalsyeyðir. Fram kemur í máli forseta ÍSÍ að samkvæmt þeirri úttekt, sem gerð hefur verið, megi ætla að með sameiginlegum rekstri, væri hægt að spara um 15 milljónir króna á ári, auk þess sem hann telur að sameinuð hreyfíng gæti haft á milli 40 og 50 milljónum króna meira úr að spila ár hvert. Hér er um umtalsverð- ar fjárhæðir að ræða, sem gætu nýst íþróttahreyfíngunni vel til frekari uppbyggingar og eflingar. Ungmennafélag íslands hefur þjón- að æsku þessa lands vel í bráðum heila öld. Hinn 6. janúar árið 1906 var fyrsta ungmennafélagið á íslandi stofnað, en það var Ungmennafélag Akureyrar, UMFA. „Guðstrú og bind- indi voru þar höfuðdyggðir en hug- sjónirnar snérust um ættjarðarást og sjálfstæðisbaráttu,“ segir orðrétt í grein um Ungmennafélag íslands hér í Morgunblaðinu í júlí 1994. Þar kom fram að ungmennafélögum fjölgaði ört eftir stofnun UMFA og í ágúst árið 1907 var Ungmennafélag íslands stofnað. Það má því til sanns vegar færa, að UMFÍ hafí verið barn síns tíma og nú sé kominn tími til þess að grundvelli hreyfíngarinnar verði breytt, með sameiningu við ÍSÍ. Saga UMFÍ er gagnmerk og hana ber að virða og varðveita. En hlutverk UMFÍ er ekkj það sama í dag og það var framan af. í dag eru aðrir og breyttir tímar og að þeim tímum þurfa forsvarsmenn hreyfínganna að aðlaga sig og breyta í samræmi við þá. Megnið af starfi UMFÍ í dag tengist íþróttaiðkun. Lítill vafí leikur á að samtökin næðu meiri árangri og skiluðu markvissara starfí ef unnið væri að þessum verk- efnum og öðrum í sameinaðri hreyf- ingu. Mýmörg tækifæri til sparnaðar, hagræðingar og eflingar íþróttahreyf- ingarinnar virðastþannig vera/ólgin í sameiningarkosti ISÍ og UMFÍ og því er mikilvægt að þeir sem leiða munu og taka þátt í sameiningarviðræðum UMFÍ og ÍSÍ gangi að þeim með já- kvæðum og opnum huga. + George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Laura, 1 þinghúsinu f Texas eftir að Bush flutti ávarp sitt í fyrrinótt. Forsetaefnin slíðra sverðin eftir fimm vikna kosningadeilur Washington. Reuters, AP, The Washington Post. Bush og Gore heita að sameina þjóðina George W. Bush lofaði að gera allt sem í valdi sínu stæði til að sameina banda- rísku þjóðina í ávarpi sem hann flutti í fyrrinótt eftir að A1 Gore játaði sig sigr- aðan og hvatti Bandaríkjamenn til þess að fylkja sér um Bush sem 43. forseta Bandaríkianna. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata, faðmar A1 Gore eft- ir að varaforsetinn játaði sig sigraðan. Á bak við þá sóst dóttir vara- forsetans, Karenna Gore-Schiff. GEORGE Walker Bush lýsti yfir sigri í forseta- kosningunum í Banda- ríkjunum í ávarpi sem hann flutti í þinghúsinu í Texas í fyrrinótt, 36 dögum eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjör- borði í einum jöfnustu kosningum í sögu landsins. Skömmu áður hafði A1 Gore, varaforseti og forsetaefni demókrata, játað sig sigraðan og skorað á Bandaríkjamenn að fylkja sér um næsta forseta. „Forseti allra Bandaríkjamanna“ Bush lagði áherslu á að hann hygðist sameina þjóðina eftir heiftarlegar deilur repúblikana og demókrata um úrslit kosninganna síðustu fimm vikur. „Ég var ekki kjörinn til að þjóna einum flokki, heldur einni þjóð,“ sagði Bush. „Forseti Bandaríkj- anna er forseti allra Bandaríkja- manna, af öllum kynþáttum. Hvort sem þið kusuð mig eða ekki ætla ég gera allt sem ég get til þjóna hagsmunum ykkar og leitast við að verðskulda virðingu ykkar.“ Bush flutti ávarpið í sal fulltrúa- deildar þingsins í Texas, þar sem demókratar eru í meirihluta, til þess að leggja áherslu á að hann hefði einsett sér að vinna með demókrötum í Washington í þágu bandarísku þjóðarinnar. Forseti deildarinnar, demókratinn Pete Laney, kynnti Bush og fór lofsam- legum orðum um störf hans sem ríkisstjóra Texas og samstarf hans við demókrata á þinginu. Bush sagði að bandaríska þjóðin yrði taka höndum saman og sýna að hún væri hafin yfir flokka- drættina. „Bandaríkjamenn eiga sameiginlegar vonir og gildi sem eru miklu mikilvægari en nokkurt pólitískt deilumál . . . Ég veit að Bandaríkjamenn vilja sættir og einingu. Ég veit að Bandaríkja- menn vilja framfarir. Og við verð- um að grípa þetta tækifæri og uppfylla þessar óskir.“ Ræða Bush var talsvert ólík venjulegum sig- urræðum verðandi forseta, enda var aðdragandi hennar mjög óvenjulegur. Þótt hann legði áherslu á nauðsyn þess að sameina þjóðina eftir kosningadeilumar minnti ávarp hans að mörgu leyti á kosningaræður hans áður en Bandaríkjamenn gengu að kjör- borði. Hann kvaðst ætla að vinna með demókrötum að því bæta ríkis- skólana og sjúkra- tryggingakerfið fyr- ir aldraða, efla herinn og veita „viðamikla, sann- gjama og fjárhagslega ábyrga skattaeftirgjöf'. „Við höfum rætt ágreining okkar; nú er kominn tími til þess að finna það sem sam- einar okkur og ná víðtækri sátt til að gera Bandaríkin að leiðarljósi tækifæranna á 21. öldinni." Lofaði að hringja ekki aftur Klukkustund áður flutti Gore sjö mínútna langt ávarp á skrif- stofu sinni nálægt Hvíta húsinu í Washington. „Rétt í þessu talaði ég við George W. Bush og óskaði honum til ham- ingju með að verða 43. forseti Banda- ríkjanna en lofaði að hringja ekki aft- ur að þessu sinni,“ sagði varafor- setinn og skírskotaði til þess að hann hringdi tvisvar í Bush á kosninganóttina, fyrst til þess að óska honum til hamingju með sig- urinn í kosningunum og síðan til að draga hamingjuóskimar til baka. „Ég bauðst til þess að hitta hann eins fljótt og auðið væri til að hægt verði að græða sárin eftir kosn- ingarimmuna og dómsmálin sem við eigum nú að baki,“ sagði Gore. Gert er ráð fyrir að þeir hittist í Wash- ington á þriðjudaginn kemur. Sættir sig við niðurstöðuna Varaforsetinn kvaðst vera „ein- dregið ósamþykkur" þeirri ákvörðun hæstaréttar Bandaríkj- anna að hafna frekari endurtaln- 4- ingu atkvæða í Flórída. Hann kvaðst hins vegar sætta sig við niðurstöðu réttarins og játa sig sigraðan „í þágu þjóðareiningar og lýðræðisins". Gore hefur þegar verið nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi í forsetakosningum eftir fjögur ár og í ræðu hans komu fram nokkrar vísbendingar um að hann hefði hug á að bjóða sig fram aftur. Varaforsetinn lagði áherslu á að hann hygðist halda baráttu sinni áfram í þágu bandarísku þjóðar- innar. „Nokkrir hafa spurt mig hvort ég sjái eftir einhverju og ég sé eftir einu: að fá ekki tækifæri til að vera hér áfram og berjast fyrir bandarísku þjóðina næstu fjögur árin, einkum þá sem þurfa að losna við byrðar og hindranir, þá sem finnst rödd sín ekki hafa heyrst. Ég heyrði til ykkar og gleymi ykk- ur ekki.“ Gore viðurkenndi að margir þeirra 50 milljóna manna, sem kusu hann, væru vonsviknir vegna niðurstöðu kosninganna. „Ég er það líka,“ sagði hann. „En vonbrigði okkar verða að víkja fyr- ir föðurlandsástinni." Varaforset- inn réð öðrum þjóðum frá því að líta á kosningadeilurnar í Banda- ríkjunum sem veikleikamerki. „Styrkur lýðræðisins í Bandaríkj- unum sést skýrast á þeim erfið- leikum sem þau sigrast á.“ Repúblikanar ánægðir með ávarp Gore Ávarp Gore mæltist mjög vel fyrir, jafnt meðal repúblikana sem demókrata. Margir stjórnmála- skýrendur sögðu að þetta væri mikilvægasta ræða sem nokkurt forsetaefni í Bandaríkjunum hefði haldið til að viðurkenna ósigur. Gore hefur oft verið gagnrýnd- ur fyrir að vera stífur og sviplítill stjómmálamaður en ávarpið þótti bæði hnyttið og andríkt. Beverly Wall, prófessor í mælskulist við Trinity-háskóla í Connecticut, lýsti ávarpinu sem „litlum gim- steini“. ,Ávarpið bar stundum vott um mjög góða kímnigáfu, hann var hógvær og mjög persónulegur“. Oldungadeildarþingmaðurinn John McCain, keppinautur Bush í forkosningum repúblikana, kvaðst aldrei hafa séð Gore standa sig jafnvel og sagði að tónninn í ávarp- inu hefði verið óaðfinnanlegur. Wall sagði að dyggir stuðnings- menn Bush hlytu að vera ánægðir með ávarp hans en bætti við að hann hefði líklega ekki lagt næga áherslu á að ná til „kjósenda á miðj- unni“ og þeirra sem kusu Gore. „Hann hélt þess í stað kosningaræðu um stefnu brjóstgóða íhaldsmannsins og hún var mjög í anda repúblikana.“ „ Vonbrigði okkar verða að vikja fyrir föðurlandsástinni." „Ég var ekki kjörinn til að þjóna einum flokki, heldur einní þjóð.“ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 47r Davíð Halldór Sverrir Steingrímur J. Össur Oddsson Ásgrúnsson Hermannsson Sigfússon Skarphéðinsson Formenn stjórnmálaflokkanna um endanlega niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum Ætti ekki að hafa áhrif á samskiptin við Island Formenn stjómmálaflokkanna telja flest- ir að ekki hefði skipt miklu máli varðandi hagsmuni Islands hvor hefði sigrað í bandarísku forsetakosningunum, George W. Bush eða A1 Gore. Að flestra mati þarf að endurskoða fyrirkomulag kosninga og talningar atkvæða í Bandaríkjunum. Davíð Oddsson Hagfellt fyrir okkur DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, telur að það hefði ekki skipt máli gagnvart íslandi hvor hefði orðið næsti forseti Bandaríkj- anna, George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, eða A1 Gore varaforseti, einkum að því er varnar- og örygg- ismál varðar. Stefna þeirra sé svip- uð í þeim efnum. „Hins vegar gæti afstaða Banda- ríkjamanna til Kyoto-samkomu- lagsins breyst, að minnsta kosti miðað við það sem Bush lét hafa eftir sér í kosningabaráttunni, að það kæmi ekki til greina að stað- festa þann sáttmála. Það gæti haft þýðingu. Þó að Bush hafi einnig sagt í kosningabaráttunni að hann vildi fækka bandarískum hermönn- um í Evrópu, þá á ég ekki von á að það hafi áhrif hér á landi. Almennt samkomulag er innan hersins um að stöðin á íslandi sé afskaplega mikilvæg. Varnarsamningurinn er í traustu fari og eingöngu viðræður um rekstrarfyrirkomulag og þess háttar sem eiga sér stað. Ég á því ekki von á öðru en að standi Bush sig vel, þá verði það hagfellt fyrir okkur eins og aðra. Gert er ráð fyr- ir að efnahagslífið bregðist betur við Bush sem forseta en Gore. Markaðirnir voru þannig stemmd- ir,“ segir Davíð. Hann telur ekki að lýðræðið í Bandaríkjunum hafi beðið hnekki vegna vandamálanna við talningu atkvæða. Þótt Gore hafi fengið fleiri atkvæði á landsvísu bendir Davíð á stöðu mála í Kanada og Bretlandi, þar sem forsætisráð- herrar hafa hærra hlutfall þing- manna á bakvið sig heldur en úrslit kosninga sögðu til um. Að mati Davíðs þyrftu Bandaríkjamenn að taka almennt betur á talningu at- kvæða og framkvæmd kosninga. Staðan í Flórída hafi getað komið upp í fleiri ríkjum. Davíð telur margt benda til þess að Bush geti reynst vel sem forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir stutta reynslu af stjómmálum. Hann sé vel menntaður frá háskólunum Yale og Harvard. „Hann virðist hafa rólegt skap- ferli, sem skhptir miklu í álagsstarfi sem þessu. Ég hef ekki hitt hann persónulega, aðeins hitt föður hans og bróður nokkrum sinnum. Ef menn hafa eðliskostina í lagi þá skiptir það meiru heldur en það hvort þeir hafi ferðast um og hitt fólk,“ segir Davíð. . Halldór Ásgrímsson Loksins komin niðurstaða HALLDÓR Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, fagnar því að loks- ins er komin niðurstaða í Bandaríkjunum. Hann segist hafa fylgst með ræðum frambjóðend- anna í fyrrinótt og fundist þeim báðum mælast afskaplega vel. „Ég hef trú á að í því andrúms- lofti ættu Bandaríkjamenn að ná bærilegri sátt um þessa niðurstöðu. Hins vegar liggur ljóst fyrir að hún er ákveðin með dómi. Sá sem tapar er ósammála dómnum en sættir sig við niðurstöðuna,“ segir Halldór. Aðspurður um álit á Bush segir Halldór að hann komi vel fyrir í sjónvarpi og svari ágætlega fyrir sig. Halldór trúir því að hann eigi eftir að reynast ágætlega í utanrík- ismálum, ekki síður en Bill Clinton. Það sé sá málaflokkur sem snertir íslendinga mest. „Ég hef ekki mikla trú á því að afstaða Bandaríkjanna breytist gagnvart NATO og vamarsam- starfi þess gagnvart Evrópu. Það liggur ljóst fyrir að Bandaríkja- menn viíja draga úr sínum vígbún- aði í Evrópu og vilja jafnframt byggja upp betri samskipti við Rússa. Sama stefna er í Evrópu," segir Halldór og bætir við að þetta hafi komið vel fram á fundi NATO sem hann sat í Brussel í gær. „Hins vegar eru þeir aðilar til í Bandaríkjunum sem vilja líta á Rússa sem algjöran andstæðing. Allir eru því sammála að ef slíkar skoðanir yrðu ofan á, yrði það mjög alvarlegt. Veikt Rússland er vara- samt en vaxandi og sterkt yrði landið góður bandamaður," segir Halldór. Sverrlr Hermannsson Bush í veikri stöðu SVERRIR Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir endanleg úrslit forsetakosning- anna í Bandaríkjunum vera dapur- legan vitnisburð um lýðræðið í landinu. „Ég bið Guð að hjálpa mér að dómstólar skuli ekki með öllum hætti reyna að greiða fyrir þvi að öll atkvæði séu talin og úrskurðuð til síðasta seðils um réttmæti eða ógildingu. Mér finnst þetta dapur- legt um þetta fræga lýðræðisríki. Lýðræðið stendur og fellur með þessu eina atkvæði sem myndar meirihlutann. Hvað sem um vafa- atkvæðin öll, og ósköpin í Flórída má segja, þá hafði Gore rúm 300 þúsund atkvæði samtals umfram hinn. Allt hlýtur þetta að setja þennan Bush í veika stöðu. Hann má vera vel að sér og hafa góðum mönnum á að skipa ef hann vinnur það upp. Það er auðvitað tjón fyrir lýðræðið í heiminum ef Bandaríkja- menn veikjast,“ segir Sverrir. Aðspurður hvemig honum líki Bush segist Sverrir frekar hefðu valið Gore, hefði hann staðið frammi fyrir slíku vali. Hann von- ast til þess að kjör Bush komi ekki til með að hafa áhrif á íslendinga. En kjörið veiki Bandaríkin og allt sem veiki þau sé til skaða fyrir hinn frjálsa heim. Steingrímur J. Sigfússon Gore olli vonbrigðum STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, fagnar því að „löngu vitleysunni“ sé loksins lokið í kringum forsetakosningamar vestanhafs. Við talningu atkvæða hafi komið fram brotalamir sem komi á óvart í jafnþróuðu ríki. Nið- urstaðan sé álitshnekkir fyrir Bandaríkin og komi til með að veikja stöðu Bush. „Ékki verður gaman fyrir þenn- an ágæta fylkisstjóra Texas að sitja með það á bakinu að hafa unnið á þetta hæpnum forsendum. Það hefði reyndar gilt um hvom þeirra sem var. Ekkert breytir því að mál- ið sem slíkt var búið að veikja þann forseta sem Bandaríkjamenn myndu fá. Það er með ólíkindum og sjá þetta ráðast kannski á einu at- kvæði 1 þríklofnum hæstarétti,“ segir Steingrímur. Varðandi áhrif kjörs Bush á hagsmuni íslendinga segir Stein- grímur litlu skipta í raun hvor hefði unnið, Bush eða Gore. Flokkamir séu það keimlíkir og persónuleikar frambjóðendanna einnig. Þó gæti einangrunarstefna.Bush haft þau áhrif að hann dragi heraflann meira heim til Bandaríkjanna og efli stjömustríðsáætlunina. Stein- grímur segist ekki vera á móti því að dregið verði saman hjá banda- ríska hemum á Vellinum, og að því leyti geti hann fagnað kjöri Bush. Hins vegar megi ekki vænta mikils af Bush þegar kemur að alþjóða- viðskiptum og umhverfismálum. Á þeim vettvangi hefði mátt búast við meiru af Gore. Annars segist Stein- grímur hafa orðið fyrir vonbrigðum með Gore. Fyrirfram hafi hann veðjað á hann sem næsta forseta. „Gore fór í skjól með öll róttækari viðhorf og hagaði seglum eftir vindi í sinni baráttu,“ segir Steingrímur J. Össur Skarphéðinsson Áfall fyrir lýðræðið ÖSSUR Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, segir að úrslit forsetakosninganna séu áfall fyrir lýðræðið. Niðurstaðan hljóti að leiða til umræðu um breytingar á fyrirkomulagi kosninganna og talningar atkvæða, þannig að í framtíðinni verði ekki mögulegt að verða forseti með færri atkvæði en sá sem tapar. „Ef lýðræðinu hefði verið fram- fylgt hefði átt að endurtelja í öllu Flórídafylki. En eigi má sköpum renna. Bush hefur unnið og ég tel það miður. Ég sé eftir Gore, er sannfærður um að hann hefði orðið góður forseti. Einkum er hann sterkur í umhverfismálum. Þar frnnst mér Bush vera veikur og það á umbrotatímum í umhverfismál- um í veröldinni. Við þessar kring- umstæður, að hann hafi færri at- kvæði en Gore á bakvið sig, kann að veikja hann í embætti. Hann gæti þó sigrast á því öllu ef hann reynist góður forseti, Hann þarf að sanna sig. Ég tel að Gore muni ekki leggja árar í bát og reyni aftur eftir fjögur ár. Ekki kæmi mér á óvart að hann hefði sigur þá,“ segir Össur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.