Morgunblaðið - 15.12.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 15.12.2000, Síða 52
v52 ' FÖSTOÖÁGUR 15. DKSKMRER 2000 MINNINGAR MÓRGUNP.LÁÐID + Guðbrandur Gunnar Guð- brandsson fæddist í Reykjavík 5. jiilf 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Foss- vogi þriðjudaginn 5. desember siðastlið- * inn. Foreldrar hans voru Guðrún Helga Jónsdóttir, húsmóð- ir frá Hömrum í Laxárdal, Dala- sýsiu, f. 19.6. 1891, d. 12.4. 1976, og Guðbrandur Jó- hannes Jónasson, verkamaður frá Sólheimum, Dalasýslu, f. 29.5. 1890, d. 24.9. 1981. Systkini Guð- brands: Ásta Guðrún, f. 20.3. 1916, d. 29.8. 1979; Ingólfur, f. 6.4. 1917, d. 25.9. 1990; Jón, f. 23.8. 1918, d. 20.1. 1981; Ingi- Oss héðan klukkur kalla, svokallarGuðossalla tilsínúrheimihér, þá söfhuð hans vér sjáum ogsamanverafáum íhúsiþvísemeilífter. (V. Briem.) Elsku pabbi minn, þar sem ég sit héma álút og sorgmædd í kyrrðinni við eldhúsborðið ykkar mömmu, horfi á myndina af þér í gegnum birtu kertaljóssins og leyfi minningunum að streyma fram, bæði ljúfum og sár- um, þá trúi ég því ekki að þú sért far- inn. Mér finnst alveg eins að þú gætir ' setið í stólnum þínum inni í stofú horf- andi á góðan fótboltaleik í sjónvarp- inu og fyrr en varir birst í eldhús- gættinni á sama hátt og áður ánægður með árangur þinna manna eða kolvitlaus út í dómarann. En það verður aldrei aftur... Ég hugsa til mömmu sem eitthvað er að sýsla frammi og veit að henni líðurekkivel. Allt lífið verðum við mennimir stöðugt vitni að upphafi og endi. Sér- hvert sumar endar að hausti, dagur að kveldi og þegar við fæðumst í þennan heim vitum við það fyrir víst að héðan þurfum við að hverfa aftur. Á þann hátt endar lífið með dauða. Við erum alltaf jafn óundirbúin því að mæta dauðanum, alveg sama í hvaða mynd hann birtist okkur og við erum ekki alltaf sammála almættinu þegar hann ber að garði. Eg leyfi huganum að reika og sé þig fyrir mér ungan dreng með rauð- leitu óstýrilátu krullumar hlaupandi um Laxárdalinn löngu fyrir mína tíð á þeim tíma þegar sveitin átti hug þinn og hjarta. Seinna ungan mann í Reykjavík í nælonskyrtu með lakkrís- bindi og rauðu lokkamir greiddir í „kótilettu", að eltast við mömmu. Mamma þótti reyndar bamaræningi á þessum tíma þar sem hún var tölu- vert eldri en þú, en það skipti ekki máli hjá ykkur, hugir ykkar náðu saman og í rúmlega hálfrar aldar sambúð upplifðuð þið tímana tvenna og miklar þjóðfélagslegar umbreyt- ingar. Mitt minni nær lengst til þess tíma þegar ég er að alast upp í Bræðra- parti. A þeim stað þar sem þið mamma hófuð búskap ykkar í faðmi fjölskyldu þinnar. Það var ekki út í loftið að það hét Bræðrapartur því þama bjuggu um tíma stór hluti systkinanna þinna og fjölskyldur þeirra ásamt afa og ömmu í húsa- þyrpingu sem nú er Húsdýragarður- inn í Laugardal. í minningunni var gaman að vera bam í Laugardalnum þar sem vanalega var líf í tuskunum, ein risastór fjölskylda. Þar leið öllum vel þótt þröngt mættu sáttir sitja. Að vissu leyti var sárt að skilja við þetta tímabil því að á þessum tíma var stundaður búskapur í Laugardal og sums staðar meira að segja búin nokkuð stór. Leiðir skildi eins og ger- ist og gengur og fjöl.skyldumar í ■ Bræðraparti fluttu hver í sína áttina. gerður, f. 6.11. 1919; Kristfn sem dó barn að aldri; Maria Elín, f. 17.1. 1921, d. 17.10. 2000; Eyjólfur, f. 27.9. 1924, d. 24.6. 1974; Jónas, f. 23.2. 1927. Eiginkona Guð- brands er Guðbjörg Jóhannsdóttir frá Steinum, Austur- Eyjafjöllum, Rangár- vallasýslu, f. 31.5. 1924. Foreldrar hennar voru Jónína Jónsdóttir húsmóðir frá Rauðsbakka, f. 9.12. 1900, d. 12.3. 1992, og Jóhann Guðmunds- son kaupmaður frá Gíslakoti, f. 14.10. 1893, d. 27.2. 1974. Börn Guðbrands og Guðbjargar eru: 1) Ásta Guðrún, f. 6.12. 1947, gift Garðari Ágústssyni. Þau eiga tvö Búin hurfu eitt og eitt þegar borgin fór að þenjast út og Laugardalur fór undir skipulag nútímans. Ég hef grun um að í íbúðinni okkar í Bræðraparti flögri nú um dúfur, vonandi samrýndar og sáttar eins og við vorum á þeim tíma sem við bjugg- umþar. Þú varst góður pabbi. Alla tíð traustur, hlýr og glaðlyndur og mikill vinur vina þinna. Gerði einhver eitt- hvað á þinn hlut eða fjölskyldu þinnar varstu fastur fyrir og linntir ekki lát- um fyrr en réttlætið náði fram að ganga. Þú hafðir ákveðnar skoðanir sem samræmdust ekki alltaf skoðun- um annarra en hvikaðir hvergi. Leið- togi, foringi sem allir bám virðingu fyrir, stundum fúlir yfir afskiptasem- inni en að lokum yfirmáta fegnir. Hjálpfús, greiðvikinn og gestrisinn og máttir ekkert aumt sjá svo þú reyndir ekki að leggja lið þeim sem minna máttu sín án þess að slíkt færi hátt. Þú reyndist ömmu Jónínu einstak- lega vel alla tíð en þó sérstaklega eftir að afi dó og varst tilbúinn að fóma miklu fyrir hana. Sú góðmennska var svo sannarlega vel metin því hún vildi helst hvergi annars staðar vera en hjá ykkur mömmu. Hugurinn reikar áfram og ég upp- lifi unglingsárin í Kópavogi. Ekki allt- af sátt við mömmu og pabba eins og unglingum er tamt en eftir á að hyggja gott veganesti. Pabbi; eiginmaðurinn, faðirinn, veiðimaðurinn, sendibílstjórinn, öku- kennarinn, strætisvagnabifreiða- stjórinn... Og svo allt í einu aðeins rúmlega fertugur - sjúklingur. Kransæða- stífla. Þú máttir ekkert vera að því, þú þurftir að hugsa um annað, heima biðu eiginkona og böm og svo var það brauðstritið. Þú plumaðir þig vel í gegnum veikindin enda ekki fyrir það að vera upp á aðra kominn og varst ekkert að kvarta þrátt fyrir síendur- tekin áfoll í gegnum tíðina. Þú máttir einfaldlega ekkert vera að þessu veikindabasli, þú hafðir öðr- um hnöppum að hneppa. Hjálpa böm- unum að höndla lífið. Bflakaup, íbúða- kaup og fleira í þeim dúr var allt borið undir þig og þú reyndar hafður með í ölium vangaveltum og alls ekkert að gert nema þú samþykktir. Sem merki um þau áhrif sem þú hafðir má nefna að um tíma keyrði öll fjölskyldan á Fiat-bflum, seinna á Subaru o.s.frv. Þegar þessu hlutverki var lokið hjá okkur bömunum tóku við bamabömin sem hvert af öðm leituðu til þín sama hvort um var að ræða bíla- eða íbúðakaup eða bara eitthvað léttvægara og kunnu svo sannarlega að meta þær ráðleggingar sem þú lést þeim í té. Gleðistundimar vora margar. Ekki hvað síst þegar öll stóra fjölskyldan var samankomin, þú og mamma, bömin og bamabömin og seinna bamabamabömin. Aðfangadags- kvöldin í Miðvangi seinna á Nýbýla- veginum. Skemmtiferðimar að Krossi á Skarðsströnd þar sem margt börn; Guðbrand Gunnar og Rögnu Lilju. Þau eiga einnig þrjú barnabörn; Garðar Aron, Jó- hönnu Karen og Carlos Garðar. 2) Jóhanna Jóna, f. 19.5.1953, gift S. Stefáni Ólafssyni. Þau eiga fjögur börn; Ólaf Hjört, Eyjólf Rúnar, Guðbjörgu og Söndru Sif. Ólafur Hjörtur lést úr krabbameini 1992. Þau eiga einnig eitt barnabarn; Marín Rós. 3) Jón Marfnó, f. 22.8. 1954, kvæntur Elínu Eh'sabetu Baldursdóttur. Þau eiga þrjú börn; Elínu, Guðbjörn Gunnar og Guðmund. 4) Anna Kristín, f. 8.2. 1960, gift Benjamín M. Kjartans- syni. Þau eiga þrjú börn; Sóldi'si Lilju, Kjartan og Margréti Mjöll. Börn Benjamíns af fyrra hjóna- bandi eru Eva Katrfn, Benjamín Már og Erla Dagrún. Benjamín á eitt barnabarn; Heiðrúnu Lff. Guðbrandur og Guðbjörg ólu upp fram að níu ára aldri syst- urdóttur Guðbjargar, Guðbjörgu Jónu Jóhanns. Hún er gift Vil- hjálmi B. Þorvaldssyni. Þau eiga fjögur börn; Viihjálm Ragnar, Björgvin Frey, Ingibjörgu Jó- hönnu og Berglindi Ösk. Utför Guðbrands Gunnars fer fram frá Bústaðakirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. var brallað. Veiðiferðimar upp í Sól- heimavötn þar sem þú hafðir nóg að gera við að festa orma á önglana hjá hinum. Allar stundimar í sumarbú- stöðunum okkar bamanna bæði í Svínadal og Skorradal, þar sem þið mamma mættuð ávallt færandi hendi. Nýársdagar í Búðargerði. Heimsókn- ir til okkar hingað í Hólminn að ógleymdum skemmtiferðum til Mall- orka þar sem gjaman var beðið um „obbolítið" meira koníak. Gullmolar sem verða vel varðveittir í minningakistu hugans. Svo kom eitt áfallið enn, kannski það erfiðasta. Óli sonur minn greind- ist með krabbamein. Þú, elsku pabbi minn, hvikaðir hvergi, tókst þátt í baráttunni af lífi og sál og gafst allt sem þú áttir til. I fjögur og hálft ár stóðstu ásamt mömmu sem klettur við hlið hans og okkar fjölskyldunnar og tókst þátt í gleði og sorgum okkar alveg sama á hveiju gekk. Ofáar vora ferðimar upp á Landspítala til að sitja þjá afastráknum sfnum og stytta honum stundimar enda veit ég að með ykkur tókst órjúfanleg vinátta og skipti þar aldursmunur engu máli. Fyrir nokkram mánuðum var Ijóst að þú þyrftir að gangast undir aðgerð sem reyndar var ekki talin mjög áhættusöm. Einhvemveginn var eins og þú skynjaðir hvað var í vændum, að þú ættir ekki afturkvæmt til lífsins, því það vora ákveðnir hlutir sem þú vildir klára áður en að þessu kæmi og þú kláraðir þá. Við áttum yndislega stund saman í Hólminum skömmu fyrir aðgerðina og daginn áður hitt- umst við öll í Búðargerðinu og þar vora tekin nokkur föst faðmlög. Síð- ustu átta vikumar hafa verið erfiðar. Einhverra hluta vegna tókst aðgerðin ekki eins og til var ætlast og frá fyrsta degi má segja að stöðugt hafi hallað undan fæti. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítala Fossvogi fyrir frábæra umönnun og kærleika í okkar garð, ekki hvað síst síðustu dagana þegar við nánast fluttum inn á deildina og voram þar stór hópur öllum stundum. Vinnudagur er að kveldi kominn. Komin er kveðjustund og svefninn er kærkominn þeim sem þreyttur er. Fyrir handan landamæri lífsins era fagnaðarfundir. Ég trúi að Óli minn taki á móti afa sínum á flottasta bfln- um spilandi Ijúfa tóna á gítarinn sinn góða og saman keyri þeir til samfund- ar þeirra vina og vandamanna sem áður hafa kvatt þessa jarðvist. Elsku mamma mín, þetta er búið að vera erfitt tímabil, sorgin er mikil og missir okkar sár en missir þinn er mestur. Ég trúi því að pabba sé ætlað mikilvægara hlutverk hjá Guði. Ég leyfi huganum að reika áfram til þín, Jónas minn, sem nú hefur misst kær- an bróður og góðan vin. Ég bið þér Guðs blessunar. Ég bið almáttugan Guð að styrkja okkur öfl í sorginni og gefa okkur gleðilega jólahátíð og þakka af alhug allar þær stundir sem við áttum sam- an. Minningin um þig, elsku pabbi, minn lifir í hjarta mínu alla tíð. Jóhanna. Mig langar að minnast föður míns með nokkram orðum, en ég gæti sennflega skrifað heila bók um allt það sem við höfúm gert saman, þegar maður lætur hugann reika þá kemur margt upp. Kærleikur og ást er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um pabba, því þeirri hlýju sem hann sýndi sínum nánustu vora eng- inn takmörk sett. íþróttir af hvaða gerð sem var, og þá kannski sérstaklega fótboltinn, vora honum mjög hugleiknar og oftar en ekki sátum við saman og skiptumst á skoðunum um leiki helgarinnar og var þá stundum tekist á um úrslitin eða ástæður úrslitanna og hafði hann alveg ákveðnar skoðanir á þeim. Þetta vora alltaf fastir liðir hjá okkur og á ég eftir að sakna þeirra stunda mikið. Pabbi fylgdist mjög vel með öllu sem bömin hans bæði smá og stór vora að gera og var fljótur til ef hann gat rétt einhveijum hjálparhönd hvort sem það var að líta eftir ein- hveiju krílinu eða mála eldhúsið hjá einhveijum, þetta var hans líf og yndi, honum fannst það ekkert tiltökumál að skjótast austur fyrir fjall eða vest- ur á firði og allt þar á milli, ef hans var þörf. Alltaf var hann reiðubúinn þeg- ar einhver vandi var á höndum eða einhver þurfti að fá góð ráð tfl að láta drauma sína rætast. Mig langar að þakka pabba fyrir þær hvatningar sem hann veitti bömum mínum í gegnum tíðina, því þeim þótti það viss viðurkenning. Pabbi og mamma voram mjög sam- rýnd og var unun að fylgjast með því hvað þau stóðu vel saman og átti pabbi þar frábæran vin. Pabbi var alltaf mikfll selskaps- maður og var hrókur alls fagnaðar þegar hann hitti vini og vandamenn og undi sér vel við að hlusta á aðra og miðla sínu. Það háði honum hins veg- ar mikið núna í seinni tíð hvað hann var skjálfhentur, stafaði það af þeim lyflum sem hann þurfti að taka, en hann var farinn að veigra sér við að fara í afrnæli eða aðrar veislur af þeim sökum því skjálftinn jókst til muna þegar hann var kominn í fjölmenni og fannst að allir væru að horfa á sig og var hans því oft sárt saknað. Pabbi var búinn að ganga í gegnum mörg og mjög alvarleg veikindi, frá því hann var 42 ára gamall, svo að manni fannst alveg nóg um og alveg ótrúlegt hvað hann var duglegur að ganga í gegnum þau. Veikindin sem hann fékk núna síðast og leiddu hann til dauða, hélt ég í fyrstu að væru bara smávægileg og hann kæmi heim eftir nokkra daga á spítala, en því miður þá kostaði það nærri sjö vikur á gjör- gæslu þar sem hann var mjög veikur allan tímann. Ég kveð yndislegan fóður og vin með miklum söknuði, nú er hann kominn á annað tilverastig þar sem sú þjáning sem hrjáð hefur hann síð- ustu vikur, víkur fyrir þeim fögnuði að hitta ættingja og vini sem áður hafa fallið frá. En minningin um veiði- túrana, ferðalögin og allar skemmti- legu stundinar mun lifa. Jón Marinó. Okkur varstu ástkær faðir, aldrei brást þitt kærleiksþel, umhyggjan var ávalt sama okkursvoaðliðivel. Þú ert einn, sem aldrei gleymist ástvinum.þósjertuQær því að áfram altaf lifir endurminning björt og skær. (ÁgústJónsson.) Hann pabbi er dáinn, ævi hans hef- ur rannið sitt skeið, lífsklukkan hefur stöðvast. Mig langar að minnast hans með nokkram fátæklegum orðum. Þegar ég sit hér ein við kertaljós og hugsa til baka um liðin ár er penninn eitthvað svo þungur í hendi mér, hug- urinn á reiki um liðin ár, bemskuna, unglingsárin og svo þessi þegar mað- ur á að teljast fullorðinn, en ég naut þeirra forréttinda að vera alltaf litla stelpan hans pabba, hann vemdaði mig, studdi og hvatti áfram. Þessar síðustu vikur era búnar að vera erf- GUÐBRANDUR GUNNAR GUÐBRANDSSON iðar okkur öllum, ekki síst þér, elsku pabbi, sem þrautirnar þurftir að bera, þær stundir sem þú varst með fullri rænu og varst að reyna að segja okk- ur eitthvað með augunum eða með andlitshreyfingum fundust mér oft erfiðar, að geta ekki skilið þig. En þú gafst mér dýrmæta gjöf, eitt sinn er ég var að reyna eftir bestu getu að ná sambandi við þig blikkaðir þú mig og ég spurði: „Pabbi, ertu að blikka mig?“ Þú nikkaðir og brostir til mín, þetta er gjöf sem ég geymi vel í hjarta mínu. Lífið er svo skrítið og flókið, þótt maður hafi vitað að hveiju steftidi síðustu viku er maður aldrei viðbúinn lokastund. En elsku pabbi, ég þakka fyrir að hafa fengið að vera hjá þér og að við öll systkinin voram saman síðustu sólahringana, þessar stundir vora erfiðar en dýrmætar. Við Benni töluðum oft um það þegar við komum frá þér, sérstaklega nú síðustu dagana, að þú kæmir lfldega ekki heim til okkar aftur, þó er maður aldrei tflbúinn að taka dauðanum og spyr sig aftur og aftur, af hveiju og af hveiju núna, hví fengum við ekki að hafa hann hjá okkur lengur? En við ráðum þessu ekki, það era æðri mátt- arvöld sem ráða. En við vitum að þú ert laus undan þjáningum, slöngum og vélum. Dauðinn er oft lausn fyrir marga og kannski er hægt að sætta sig við hann þegar vefldndin eru búin að éta upp allan lífsþrótt og ekki leng- ur hægt að redda þessu eða hinu, við hjónin ræddum einmitt mátt lyfjanná en um leið og þau vora minnkuð var stutt í að sá gamli gæfist upp, ekki vegna þess að það væri hans vani að gefast upp en hann er áður búinn að beijast í gegnum erfið vefldndi og sigrast. Þegar hugur reikar um liðna tíð kemur margt upp í hugann sem ég ætla að eiga í minningu minni fyrir mig, en pabbi talaði við mig áður en hann fór á spítalann og sagði mér að kannski væri þessi stífla krabbamein og þá væri þetta bara búið, ég ætti ekki að sýta það, hann væri alveg sáttur við að deyja, á þeim tíma vfldi ég ekki hlusta og sagði honum að auð- vitað kæmi hann heim aftur en í dag vfldi ég að við hefðum getað rætt þetta betur. En það sannaðist fyrir mér enn og aftur að pabbi hefur og hafði alltaf rétt fyrir sér, þó að það væri ekki krabbi sem þjakaði hann kom hann ekki heim eftir þessa að- gerð. Að tilkynna andlát og skýra út fyrir litlum bömum að afi sé dáinn er erfitt, hún „Manga þín“, eins og þú kallaðir hana Margréti oft, skfldi þetta ekki, að afi væri á gjörgæslu og ekki mætti heimsækja hann, afann sem alltaf tók á móti manni með opinn faðm og ekki mátti fara fyrr en búið var að knúsast heilmikið, var erfitt að skflja en að afi væri dáinn og kæmi aldrei aftur var enn þá erfiðara og var margra spuminga spurt eins og: Hver tekur hann? Hvert fer hann? Hver geymir hann? Og þegar svarað er koma nýjar spumingar. Ef Guð getur læknað afa, af hverju skilar hann honum ekki aftur? En mamma, Guð getur allt, hann er alltaf hjá okk- ur, hann hlýtur að geta skflað afa ef hann getur læknað hann. Ef allir fara til Guðs, verður þá enginn eftir? Þetta vora erfiðar spurningar en ég vona að hún skilji seinna að svona sé þetta bara og við getum litlu ráðið um gang lífsins. Elsku pabbi, ég veit að þér h'ður vel núna og Óli Hjörtur bíður öragglega eftir þér, spilandi á gítarinn fyrir þig og tekur á móti þér hlæjandi og tví- stígandi eins og hann var vanur. Þú átt líka eftir að hitta Ellu systur þína sem lést 17. nóvember síðastliðinn og þú náðir ekki að kveðja og það verða án efa fagnaðarfundir. Elsku pabbi, minning þín lifir sem ljós í hjarta mlnu. Anna Kristín Guðbrandsdóttir. Mig langar að minnast elsku pabba míns með nokkram orðum og þakka honum fyrir hvað hann var alltaf góð- ur og hlýr við mig. Það er svo erfitt að byija því mér finnst eins og hann sé ekki farinn fyrir fúllt og allt. Hann tók mér eins og dóttur sinni eftir að hann og Gauja mamma, systir mömmu, tóku mig að sér. Ég var ein af böm- unum hans, ég fann ekki annað. Ég var hjá þeim til níu ára aldurs þegar ég fór til móður minnar. Ég var alltaf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.