Morgunblaðið - 15.12.2000, Page 63

Morgunblaðið - 15.12.2000, Page 63
MORGUNBLAMÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 15. DE'sFMBRR 20Ö0 Kennarar og hátækni SEM tölvunarfræðingur sem hef- ur dvalist erlendis er ég stundum spurður hvort mér finnist ekki aðdáunarvert hversu framarlega ís- lendingar standa í hugbúnaðarþró- un og annarri hátækni. Oft telja viðmælendur mínir að hæfni íslenskra forritara sé nýjasta dæmið um meðfæddar náðargáfur þjóðarinnar, sem m.a. hafa áður gefið okkur skákmeistara og annað afreksfólk, og spurningar þeirra lítt dulin tilraun til staðfestingar á þessari sannfæringu. Reyndin er hinsvegar sú, að ís- lendingar hafa engar sérstakar náð- argáfur þegar kemur að hugbún- og þróa, faglegar nýjungar. Það er Ijóst að í raungreinum, helstu und- irstöðu hátækni, eru framhaldsskól- ar landsins orðnir, eða að verða, ófærir um að veita nemendum þennan nauðsynlega grundvallar- skilning. Ógerlegt er að fá nýja raun- greinakennara til starfa í fram- haldsskólum vegna þeirra hlægi- legu launa og aðstöðu sem þeim er þar boðin. Þeir fáu raungreinakenn- arar sem enn eru starfandi verða að berjast við mikla kennsluskyldu til að halda uppi metnaðarfullri kennslu, án þess að þeim sé umbun- að með mannsæmandi launum. Ríkisstjórn íslands fer oft mikl- um lofsorðum um getu íslensks há- tækniiðnaðar, og virðist stundum deila sannfæringu viðmælenda minna úr upphafi greinarinnar. Því miður getur ríkisstjómin ekki reitt sig á meðfædda hæfileika þegna sinna til að tryggja framtíðarhag- vöxt. í íslenskri hugbúnaðargerð era flestir frumkvöðlarnir um þrí- tugsaldurinn og var því kennd grundvallaratriði tölvutækni, s.s. forritun, strax á fyrstu árum fram- haldsskólanáms. Sú kennsla hefur fyrir löngu lagst af og þeir sem nú eru að hefja háskólanám þekkja tölvur yfirleitt aðeins sem leik- og ritvinnslutæki. í dag er forritun ekki kennd við framhaldsskóla, ein- faldlega vegna þess að hæfur um- sækjandi getur þénað þreföld (eða fjórföld) laun við að forrita sjálfur. Lausn vandans liggur auðvitað ekki í að færa alla raungreina- kennslu upp á háskólastig, og mikil skammsýni væri að hækka laun raungreinakennara í framhalds- skólum sérstaklega. En, eins og Ari Edwald benti á í Morgunblaðinu 3. des. sl., og hefur úr vikuritinu Economist, þá er líklegt að vandinn leysist ekki heldur við flatar launa- hækkanir fyrir alla framhaldsskóla- kennara (og það jafnvel þótt grunn- laun þeirra yrðu tvöfölduð). Til að trj'ggja að hæfir kennarar fáist til starfa í framhaldsskólum, og hverfr'' ekki fljótlega á brott, verður að gefa stjóra skólanna leyfi til að umbuna sérstaklega þeim kennur- um sem sýna mikinn metnað og hæfni í starfi, annaðhvort með launahækkunum eða minnkaðri kennsluskyldu. Kennarinn á skilin laun erfiðis síns. Höfundur er tölvunarfræðingur. Minningarkort Styrktarfélags 11 krabbameinssjúkra barna f | www.skb.is/framlog/minningarkort.html sími 588 7555 Úlfar Erlingsson Tækni Gefa verður stjórn skólanna leyfí til að umbuna sérstaklega þeim kennurum, segir Úlfar Erlingsson, sem sýna mikinn metnað og hæfni í starfí. aðargerð eða öðrum hátæknistörf- um. Þar gildir, eins og í skák, að æf- ingin skapar meistarann. En hvernig er æft fyrir nám og störf (sér í lagi frumkvöðlastörf) í hátækniiðnaði? í grein sinni í Morgunblaðinu 7. des. sl., bendir Sven Þ. Sigurðsson réttilega á að mikilvægast er að fólk læri ákveðna tegund rökhugsunar og öðlist skiln- ing á þeim aðferðum sem liggja að baki þekkingarsköpun í fræðunum. Þessi skilningur, auk fræðilegs áhuga, er mun mikilvægari en kunnátta á einstökum þekkingarat- riðum, því skilningurinn leyfir fólki að starfa sjálfstætt og takast á við, Umboðsmenn um olil lond ■ Fósf í helstu úlivislorverslunum hp OmniÐook 6000 Ný hönnun. Fyrir þá sem þurfa mikil afköst. Tilvalin fyrir viðskiptaumhverfiö. MikiS úrval fylgihluta. hp OmniBook XE3 Hentug fartölva fyrir InternetiS og margmiðlun. Innbyggðir flýtihnappar tryggja skjóta og einfalda leið að aðgerðum. Kemur með því sem þarf til viðskipta og skemmtunar. h p B r i O Infel Plll 800 MHz, Micro turn 256 Mb minni, 20 Gb diskur, nVIDIA GeForce2 GTS 32 Mb TVout AGP skjákort, DVD 8x/40x drif, CDT?W 4x4x24 skrifari, 20 bita PCI hljóðkort, 3 PCI,1 ISA og 2 USB tengí. Windows 98, Word 2000 og Virus Scan vírusvörn. HP 17" skjár. Verð 199.000 kr. h p e-PC e-PC - forskot á framtíðina. Hljóðlát og stöðug. Minni kostnaður. h p Vectra Hágæða tölvur fyrir viðskipta- umhverfið. Fáanleg i þremur mismunandi útfærslum (MT,DT,SFF). i n v e n t www.hp.is Isyfcjwfci Gagnabanki íslonds • Griffill • Lausn • Penninn-Skrifslofulaoki • Trislan ehf. LandsbyggAint EG Jónasson ehf. ■ Elemenl hf. • Kaupfébg Skagfir&inga • Samhæfni ehf. Snerpa ehf. • Tölvu- og rafeindaþjónusta Su&urlands • Tölvun ehf. Tölvuþjónusta Auslurlands • Tölvuþjónustan Akranesi •f A- *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.