Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 73

Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 7 HESTAR Heimildar- mynd um íslenska hestinn PÁLL Steingrímsson kvik- myndagerðarmaður, sem gert hefur margar vandaðar heim- ildarmyndir, hefur í þrjú ár unnið að gerð heimildarmyndar um íslenska hestinn. Búið er að grófklippa myndina en gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin eftir rúman mánuð. Að sögn Páls hafa verið tekn- ir upp 62 klukkutímar af efni, bæði hér á landi og erlendis. Myndin fjallar um sögu hests- ins frá landnámi, en reyndai- er einnig farið aftar í tíma og rak- in sagan allt til elstu mynda af hestum sem fundist hafa á veggjum ísaldarhella í Frakk- landi. Rakin er notkun hestsins alveg fram á þennan dag hvort sem er við smölun eða í keppni, fylgst er með stóðhrossum á af- rétti bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslum, svo eitthvað sé nefnt. Nýjasta efnið er frá Landsmóti hestamanna í sum- ar, en bæði var fylgst með und- irbúningi og mótinu sjálfu. Meðal efnis í myndinni er umfjöllun um útflutning ís- lenskra hesta, sem notaðir voru í kolanámum í Bretlandi. Páll fann hest í kolanámusafni, sem hann segir greinilega hafa ver- ið afkomanda íslenskra hesta. Hesturinn var 23 vetra gamall, litföróttur, og hafði verið á eft- irlaunum frá því hætt var að nota hesta í kolanámum, en síð- an eru aðeins 14 ár. Páll sagðist hafa ætlað að reyna að mynda hestinn niðri í kolanámunum. Hann fékk mann til að teyma hann fyrir sig, en þegar komið var að námumunnanum snar- stoppaði hesturinn og vildi alls ekki lengra hvað sem tautaði og raulaði. Búið er að semja við Sjón- varpið um sýningu á myndinni, en hún verður 52 mínútna löng. Pöntunarþjónusta, ókeypis sending til jóla MRTölt2000 kr. 44.900,- HNAKKAR OG DYNUR I URVALI Hanskar verð frá kr. 1.290, Kallquists jakki kr. 6.400, [ Kentucky i skóbuxur I kr. 15.900,- Loðhúfur kr. 4.900,- LOÐHUFUR OG HANSKAR Jofa reiðhjálmur kr. 4.290,-j Kallquists húfur kr. 4.900,- úlpur kr. 8.900,- buxur kr. 8.900,- Codeba reiðhjálmur kr. 4.990,- Reiðhjálmur kr. 4.490,- REIÐHJALMAR Leðurskór kr. 6.900,- Gegningaskór kr. 3.900,- Lynghálsi 3 • 110 Reykjavík Sími: 5401125 «Fax: 5401120 MRbúðin íshestamiðstöðinni • Sörlaskeið 26 220 Hafnarfjörður • Sími: 555 7025 REIÐSKOR kÚU i U'h\nni Jt'nXwvirdi Heilsunnar vegna TEMPUR-Heilsukoddinn Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Hönnun: Gfsli B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.