Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
eflir Viktor Jústsjenko
- © Project Syndicate.
i TSJÉRNOBYL, illræmdasta kjarn-
í orkuveri heims, var lokað í gær,
' fimmtán árum eftir að það spúði
i geislavirku ryki út í andrúmsloftið. A
þessum tíma var Úkraína í brenni-
depli, en Úkraínumenn fréttu miklu
seinna af þessu stórslysi en aðrar
þjóðir. Ég man gjörla eftir þessu af-
drifaríka laugardagssíðdegi og var
þá á skemmtigöngu um Kiev með
sex ára dóttur minni en gerði mér
enga grein fyrir hættunni.
i Tsjernobyl-slysið gerbreytti Úkr-
aínu og ýtti undir hrun Sovétríkj-
, anna. Slysið breytti að lokum öllum
i heiminum. Nú þegar Tsjemobyl hef-
1 ur verið lokað beinist athygli heims-
i ins aftur að Úkraínu, í þetta sinn í
i von um að ástandið batni, ekki af
| ótta.
; Tsjernobyl-verið var mjög mikil-
> vægt íyrir orkuframleiðslu Úkraínu
og það var því alls ekki auðvelt verk-
i efni að loka því, einkum þar sem vet-
m- hefur gengið í garð. Orkukerfi
: Úkraínu er veikt og ástandið getur
aðeins versnað við það að missa 8-
10% orkuframleiðslunnar og tekjur
sem námu 8,6 milljörðum króna.
Við þurfum einnig að axla ábyrgð
á uppsögnum starfsmanna Tsjern-
obyl, auk þess sem nálæg borg,
Slavutytsj, verður af helstu tekjulind
sinni.
Úkraínumenn hafa einir greitt all-
an kostnaðinn af Tsjemobyl-slysinu
á síðustu ámm og varið til þess 5-
10% af tekjum ríkisins. Eftirköst
slyssins era landinu enn þung fjár-
hagsleg byrði þótt kjamorkuverinu
hafi verið lokað.
Lokun versins sýnir þó að við
stöndum við loforð okkar. Við lof-
uðum að loka Tsjernobyl í ár með
samningi við sjö helstu iðnríki heims
og framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, ESB. Lokun síðasta
kjamakljúfsins í Tsjernobyl hlýtur
að marka upphaf nýs tímabils í
Úkraína eftir lokun
Tsj ernoby 1-versins
AP
Starfsmenn Tsjemobyl-versins fylgjast með sjónvarpsútsendingu frá
því þegar slökkt var á síðasta kjarnakljúfi þess í gær.
Hættunni sem stafar af
Tsjernobyl hefur ekki
verið afstýrt þótt kjarn-
orkuverinu hafi verið
iokað. Stór landsvæði
verða óbyggileg í marg-
ar aldir vegna mengunar
í jarðveginum.
samstarfinu við ESB og iðnveldin.
Lokun Tsjernobyl er mjög áhrifa-
mikið verkefni en aðeins einn þáttur
í umbótastefnu okkar. Þegar landið
fékk sjálfstæði bjóst heimsbyggðin
við miklu af Úkraínu. Síðasta ára-
tuginn virðist umheimurinn þó hafa
gleymt landinu. Við höfum nú loks-
ins tækifæri til að losa okkur út úr
efnahagshnignun síðustu ára. Við er-
um nú komin á braut vaxtar og þró-
unar í þjóðfélagi okkar og efnahag.
Eftir sigur umbótaaflanna í for-
setakosningunum í fyrra hafa allar
stofnanir ríkisvaldsins hafið sam-
starf til að styrkja lýðræðið og mark-
aðshagkerfið í Úkraínu. Iðnfram-
leiðslan jókst um 12,5% á fyrstu
ellefu mánuðum ársins í fyrsta sinn
frá því landið fékk sjálfstæði og hag-
vöxturinn hefur verið 5,4% í ár.
Erfiðar ákvarðanir vora teknar,
ekki síst hvað varðar orkugeirann.
Vöraskipti vora upprætt. Einnig
skattaívilnanir og önnur forréttindi
sem komu aðeins fáum útvöldum til
góða.
Við höfum einnig gert allt sem í
valdi okkar stendur til að gera Úkra-
ínu að áhugaverðum kosti fyrir er-
lenda fjárfesta. Við höfum einkavætt
orkuveitur í eigu ríkisins. Vestrænir
ráðgjafar hafa aðstoðað okkur við að
tryggja að salan fari fram með heið-
arlegum og sanngjörnum hætti og
fyrirbyggja vandamál sem áður
komu upp. Markmið okkar er að
vekja áhuga stórra vestrænna orku-
fyrirtækja með reynslu á þessu sviði.
Tíu alþjóðleg orkufyrirtæki hyggjast
reyndar taka þátt í einkavæðingu
fyrstu fyrirtækjanna sem verða seld.
Stefnt er að því að einkavæða tólf
orkufyrirtæki fyrir árslok. Þetta
kann að vera mesta einkavæðing
orkufyrirtækja sem nokkra sinni
hefur verið reynd í Evrópu. Þau
þjóna svæði á stærð við Frakkland
og þau verða öll einkavædd.
Þessar umbætur hafa auðvitað
mætt andstöðu, einkum af hálfu fá-
menns hóps kaupsýslumanna sem
þrífast á skorti á skýram og sann-
gjörnum reglum og nota aðgang að
eignum ríkisins til að efla viðskipta-
veldi sitt. Með því að uppræta vöra-
skipti skertum við möguleika þeirra
til að hagnast á kostnað ríkisins.
Þótt við getum haldið áfram bar-
áttunni gegn spillingu og ætlum okk-
ur að gera það þá getum við ekki
gert allt án hjálpar annarra. Alþjóð-
leg aðstoð skiptir sköpum í þessum
efnum. Það er því góðs viti að Evr-
ópski þróunarbankinn (EBRD)
ákvað nýlega að leggja til 215 millj-
ónir dala (18,5 milljarða króna) til að
ljúka byggingu kjarnorkuvera í
Rivne og Khmelnítskí sem vega upp
á móti lokun Tsjernobyl. Kjarnorku-
málastofnun Evrópusambandsins
hefur einnig hlaupið undir bagga
með því að veita Íán að andvirði 50
milljarða króna vegna viðgerða á
kjarnorkuveram Úkraínu.
í staðinn mun Úkraína standa við
skuldbindingar sínar í samningnum:
tryggja að öryggi kjamorkuvera
landsins standist vestrænar ki-öfur
og endumýja samstarfið við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn. Við þurfum
enn á því að halda að aðrir hugsan-
legir lánardrottnai- veiti okkur lið.
Hættunni sem stafar af Tsjem-
obyl hefur ekki verið afstýrt þótt
kjarnorkuverinu hafi verið lokað.
Stór landsvæði verða óbyggileg í
margar aldir vegna mengunar í jarð-
veginum. Endurnýja þarf stein-
kistuna sem steypt var yfir kjarna-
kljúfinn. Við eram þakklát þeim
ríkjum sem lögðu alls 65 milljarða
króna af mörkum til að hjálpa okkur
að gera þetta mannvirki öraggara.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
arfleifð Tsjernobyl ekkert einkamál
Úkraínumanna. Land okkar er í
hjarta Evrópu og við eram Evrópu-
þjóð. Við geram okkur fulla grein
fyrir því að enginn getur komið á
umbótum fyrir okkur. Vesturlönd
geta hins vegar aðstoðað við að flýta
og auðvelda viðleitni okkar, eins og
þau gerðu þegar Tsjernobyl var lok-
að. Samstarf milli Úkraínu og Vest-
urlanda, án þess að nýtt stórslys
komi til, verður öllum til hagsbóta.
Viktor Jústsjenko er forsætisráð-
herra Úkraínu.
'
Canoti
Canon prentarar__________________________________________________________________________________________________■_________________________________._____________ CdHOIl
www.canon.europa.com |rnag|ng nctwork$
NÝHERJI
Höfuöborgarsvæðið: Elko, Smáratorg 1,200 Kópavogur • Nýherji - verslun, Borgartún37,105 Reykjavik • Hans Petersen, Laugavegi 178,108 Reykjavik- Penninn, Hallarmúla 2,108 Reykjavík.Reykjanes: Fríhöfnin, Keflavíkurflugvelli.
Vesturland: Tölvubóndinn, Vöruhúsi KB, 311 Borgarnes • Hrannarbúðin, Hrannaatíg 5,350 Grundarfjöröut Vestfiröin Bókav. Jónasar Tómassonar hf., Hafnarstræti 2,400 ísafjöröur • Tölvrþjónusta Helga Hafnargötu 117,415 Bolunganrík.
Norðurlend: Ráðbarður sf., Garðavegi 22,530 Hvammstangi • Element hf., Árt orgi 1,550 Sauðárkróki - Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1,550 Sauðárkróki ■ Penninn - Bókval, Hafnarstræti 91-93,600 Akureyri • Nett, Furuvöllum 13,600
Akureyrí • Árni Björnsson ehf„ ÁB Skélinn V/Ægisgötu, 625 Ólafíjörður. Austurland: Tölvusmiðjan, Miðási, 700 Egilsstaðir • Tölvusmiðjan, Nesgötu7,740 Neskaupsstaður • Martölvan, Bugðuleira 6,780 Höfn.Suðurland: Tölvu- og
rafeindaþj. Suðurlands ehf„ Eyrarvegi 25, 800 Selfoss • Tölvunehf., Strandvegi 54, 900 Vestmannaeyjar. Heildsöludrcifing og þjónusta: Nýherji hf., Borgartún 37, 105 Reykjavík, Sími: 569 7700, \feffang: heildsala@nyherji.is