Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT eflir Viktor Jústsjenko - © Project Syndicate. i TSJÉRNOBYL, illræmdasta kjarn- í orkuveri heims, var lokað í gær, ' fimmtán árum eftir að það spúði i geislavirku ryki út í andrúmsloftið. A þessum tíma var Úkraína í brenni- depli, en Úkraínumenn fréttu miklu seinna af þessu stórslysi en aðrar þjóðir. Ég man gjörla eftir þessu af- drifaríka laugardagssíðdegi og var þá á skemmtigöngu um Kiev með sex ára dóttur minni en gerði mér enga grein fyrir hættunni. i Tsjernobyl-slysið gerbreytti Úkr- aínu og ýtti undir hrun Sovétríkj- , anna. Slysið breytti að lokum öllum i heiminum. Nú þegar Tsjemobyl hef- 1 ur verið lokað beinist athygli heims- i ins aftur að Úkraínu, í þetta sinn í i von um að ástandið batni, ekki af | ótta. ; Tsjernobyl-verið var mjög mikil- > vægt íyrir orkuframleiðslu Úkraínu og það var því alls ekki auðvelt verk- i efni að loka því, einkum þar sem vet- m- hefur gengið í garð. Orkukerfi : Úkraínu er veikt og ástandið getur aðeins versnað við það að missa 8- 10% orkuframleiðslunnar og tekjur sem námu 8,6 milljörðum króna. Við þurfum einnig að axla ábyrgð á uppsögnum starfsmanna Tsjern- obyl, auk þess sem nálæg borg, Slavutytsj, verður af helstu tekjulind sinni. Úkraínumenn hafa einir greitt all- an kostnaðinn af Tsjemobyl-slysinu á síðustu ámm og varið til þess 5- 10% af tekjum ríkisins. Eftirköst slyssins era landinu enn þung fjár- hagsleg byrði þótt kjamorkuverinu hafi verið lokað. Lokun versins sýnir þó að við stöndum við loforð okkar. Við lof- uðum að loka Tsjernobyl í ár með samningi við sjö helstu iðnríki heims og framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB. Lokun síðasta kjamakljúfsins í Tsjernobyl hlýtur að marka upphaf nýs tímabils í Úkraína eftir lokun Tsj ernoby 1-versins AP Starfsmenn Tsjemobyl-versins fylgjast með sjónvarpsútsendingu frá því þegar slökkt var á síðasta kjarnakljúfi þess í gær. Hættunni sem stafar af Tsjernobyl hefur ekki verið afstýrt þótt kjarn- orkuverinu hafi verið iokað. Stór landsvæði verða óbyggileg í marg- ar aldir vegna mengunar í jarðveginum. samstarfinu við ESB og iðnveldin. Lokun Tsjernobyl er mjög áhrifa- mikið verkefni en aðeins einn þáttur í umbótastefnu okkar. Þegar landið fékk sjálfstæði bjóst heimsbyggðin við miklu af Úkraínu. Síðasta ára- tuginn virðist umheimurinn þó hafa gleymt landinu. Við höfum nú loks- ins tækifæri til að losa okkur út úr efnahagshnignun síðustu ára. Við er- um nú komin á braut vaxtar og þró- unar í þjóðfélagi okkar og efnahag. Eftir sigur umbótaaflanna í for- setakosningunum í fyrra hafa allar stofnanir ríkisvaldsins hafið sam- starf til að styrkja lýðræðið og mark- aðshagkerfið í Úkraínu. Iðnfram- leiðslan jókst um 12,5% á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrsta sinn frá því landið fékk sjálfstæði og hag- vöxturinn hefur verið 5,4% í ár. Erfiðar ákvarðanir vora teknar, ekki síst hvað varðar orkugeirann. Vöraskipti vora upprætt. Einnig skattaívilnanir og önnur forréttindi sem komu aðeins fáum útvöldum til góða. Við höfum einnig gert allt sem í valdi okkar stendur til að gera Úkra- ínu að áhugaverðum kosti fyrir er- lenda fjárfesta. Við höfum einkavætt orkuveitur í eigu ríkisins. Vestrænir ráðgjafar hafa aðstoðað okkur við að tryggja að salan fari fram með heið- arlegum og sanngjörnum hætti og fyrirbyggja vandamál sem áður komu upp. Markmið okkar er að vekja áhuga stórra vestrænna orku- fyrirtækja með reynslu á þessu sviði. Tíu alþjóðleg orkufyrirtæki hyggjast reyndar taka þátt í einkavæðingu fyrstu fyrirtækjanna sem verða seld. Stefnt er að því að einkavæða tólf orkufyrirtæki fyrir árslok. Þetta kann að vera mesta einkavæðing orkufyrirtækja sem nokkra sinni hefur verið reynd í Evrópu. Þau þjóna svæði á stærð við Frakkland og þau verða öll einkavædd. Þessar umbætur hafa auðvitað mætt andstöðu, einkum af hálfu fá- menns hóps kaupsýslumanna sem þrífast á skorti á skýram og sann- gjörnum reglum og nota aðgang að eignum ríkisins til að efla viðskipta- veldi sitt. Með því að uppræta vöra- skipti skertum við möguleika þeirra til að hagnast á kostnað ríkisins. Þótt við getum haldið áfram bar- áttunni gegn spillingu og ætlum okk- ur að gera það þá getum við ekki gert allt án hjálpar annarra. Alþjóð- leg aðstoð skiptir sköpum í þessum efnum. Það er því góðs viti að Evr- ópski þróunarbankinn (EBRD) ákvað nýlega að leggja til 215 millj- ónir dala (18,5 milljarða króna) til að ljúka byggingu kjarnorkuvera í Rivne og Khmelnítskí sem vega upp á móti lokun Tsjernobyl. Kjarnorku- málastofnun Evrópusambandsins hefur einnig hlaupið undir bagga með því að veita Íán að andvirði 50 milljarða króna vegna viðgerða á kjarnorkuveram Úkraínu. í staðinn mun Úkraína standa við skuldbindingar sínar í samningnum: tryggja að öryggi kjamorkuvera landsins standist vestrænar ki-öfur og endumýja samstarfið við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Við þurfum enn á því að halda að aðrir hugsan- legir lánardrottnai- veiti okkur lið. Hættunni sem stafar af Tsjem- obyl hefur ekki verið afstýrt þótt kjarnorkuverinu hafi verið lokað. Stór landsvæði verða óbyggileg í margar aldir vegna mengunar í jarð- veginum. Endurnýja þarf stein- kistuna sem steypt var yfir kjarna- kljúfinn. Við eram þakklát þeim ríkjum sem lögðu alls 65 milljarða króna af mörkum til að hjálpa okkur að gera þetta mannvirki öraggara. Þegar öllu er á botninn hvolft er arfleifð Tsjernobyl ekkert einkamál Úkraínumanna. Land okkar er í hjarta Evrópu og við eram Evrópu- þjóð. Við geram okkur fulla grein fyrir því að enginn getur komið á umbótum fyrir okkur. Vesturlönd geta hins vegar aðstoðað við að flýta og auðvelda viðleitni okkar, eins og þau gerðu þegar Tsjernobyl var lok- að. Samstarf milli Úkraínu og Vest- urlanda, án þess að nýtt stórslys komi til, verður öllum til hagsbóta. Viktor Jústsjenko er forsætisráð- herra Úkraínu. ' Canoti Canon prentarar__________________________________________________________________________________________________■_________________________________._____________ CdHOIl www.canon.europa.com |rnag|ng nctwork$ NÝHERJI Höfuöborgarsvæðið: Elko, Smáratorg 1,200 Kópavogur • Nýherji - verslun, Borgartún37,105 Reykjavik • Hans Petersen, Laugavegi 178,108 Reykjavik- Penninn, Hallarmúla 2,108 Reykjavík.Reykjanes: Fríhöfnin, Keflavíkurflugvelli. Vesturland: Tölvubóndinn, Vöruhúsi KB, 311 Borgarnes • Hrannarbúðin, Hrannaatíg 5,350 Grundarfjöröut Vestfiröin Bókav. Jónasar Tómassonar hf., Hafnarstræti 2,400 ísafjöröur • Tölvrþjónusta Helga Hafnargötu 117,415 Bolunganrík. Norðurlend: Ráðbarður sf., Garðavegi 22,530 Hvammstangi • Element hf., Árt orgi 1,550 Sauðárkróki - Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1,550 Sauðárkróki ■ Penninn - Bókval, Hafnarstræti 91-93,600 Akureyri • Nett, Furuvöllum 13,600 Akureyrí • Árni Björnsson ehf„ ÁB Skélinn V/Ægisgötu, 625 Ólafíjörður. Austurland: Tölvusmiðjan, Miðási, 700 Egilsstaðir • Tölvusmiðjan, Nesgötu7,740 Neskaupsstaður • Martölvan, Bugðuleira 6,780 Höfn.Suðurland: Tölvu- og rafeindaþj. Suðurlands ehf„ Eyrarvegi 25, 800 Selfoss • Tölvunehf., Strandvegi 54, 900 Vestmannaeyjar. Heildsöludrcifing og þjónusta: Nýherji hf., Borgartún 37, 105 Reykjavík, Sími: 569 7700, \feffang: heildsala@nyherji.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.