Skírnir - 01.01.1854, Page 43
47
og í Danmörku. Menn kenndu brennivínsbrennur-
unum um þab — af því aö svo miklu korni er brennt
— og varö skríllinn sumstaöar svo óvær, aí> hann tók
aö brenna fyrir þeim brennslusmibjurnar; en þó hafa
ekki oröiö mikil brögb aö því.
Aö endingu má geta þess, aö Lesendurnir, sem
prestarnir uröu svo beiskir vib í fyrra, hafa nú
setiö í náÖum þetta ár fyrir allri áreitni, og prest-
unum er heldur hlýlega til þeirra. A prestastefnu
alfjölmennri játuÖu margir klerkar, aö Lesendur væru
vottur þess, aö trúarlíf manna væri líflegt og fjörugt.
Frá
Norbtnönnu m.
Fátt hefur boriö til tíöinda í Noregi þetta ár,
nema hvaö Noregsmenn halda alltaf stööugt áfram
aö bæta landvegi, til aö auka innlenda verzlun, og
fjölga samgöngum bæöi innan lands og viÖ Svía.
Er þaÖ næsta l'agurt, hversu stórþingiö, sveitastjórn-
irnar og ýms önnur fjelög hjálpast aö til allra þess-
ara fyrirtækja, og er þaö jafnast, aö stórþingiÖ sam-
þykkir fyrst aö veita ásjálegan styrk til vegabóta,
járnbrauta og til aö grafa skipgenga skuröi, en þá
veitir og sveitastjórnin aö sínu leyti talsvert fje til
vegabóta þeirra, sem eru innsveitis; en sje fyrir-
tækiö stærra en svo, aÖ þaö megi álítast sem
sveitamálefni, ganga menn í fjelög, og á þá hver
hlut í fyrirtækinu, en stjórn Norömanna styöur meö-
fram fyrirtækiö. JarÖyrkjunni fer og fram talsvert,
en þó er þaÖ einkum verzlun, sem tekiÖ hefur
miklum framförum; þeir flytja marga viöarfarina
%