Skírnir - 01.01.1854, Page 71
75
keyrt járnin, er eiga ab skera sandsteininn, sem er
í fjallinu, meö nógu afli inn í bergib til ab sprengja
þa&, leggja þeir jafnófium járnbraut í göngin, og
þrýsta svo áfram verkfærunum me& gufuafli.
Af vi&skiptum Bandaríkjanna vib a&rar þjófeir
er þess helzt ab geta, ab ágreiningur komst á milli
þeirra og Mexico út úr landamærum. Lane land-
stjóri Bandaríkjanna í Nýju - Mexico Ijet kunngjöra,
ab Melville - dalurinn heyrdi til löndum þeim, er
Bandaríkin fengu í fri&arsamninginum í Guadalana,
en valdsmabur Mexico - manna þar í nánd neitafei
þessu þverlega, og beiddi St. Anna, sem þá var
orbinn öllu rábandi í Mexico, um libstyrk til a!b
geta haldib landinu. St. Anna verbur vel vi&, og
heitir honum li&inu. þegar þetta spyrst til Was-
hington tekur stjórn Bandaríkjanna ab ræ&a málib,
og er þaf) auglýst í stjórnarbla&inu L'nion, a& Banda-
ríkin hafi tilkall til - Metville-da\s, og ef a& Mexico-
menn vilji ekki láta hann lausan meö gó&u, muni
Bandamenn sækja hann me& vopnum.
Ma&ur er nefndur Costa, liösforingi ungverskur
a& kyni; hann haf&i veriö einn af fylgdarmönnum
Kossuths, og veriö me& honum í Vesturálfu. Seinna
fór hann aptur til Nor&urálfu og þa&an austur í
Tyrkjalönd í Asíu til Smyrna. Fulitrúa Austurrík-
ismanna var ekki um þarvistir hans, og kvaddi
Ali Pascha, er var jarl soldáns þar í borginni, til
a& taka hann höndum, því Costa var einn af flótta-
mönnum þeim, er soldán haf&i lofaö Leiningen greifa,
a& ekki skyldi fá landsvist í Tyrkjalöndum, en Ali
gaf ekki gaum a& ákærum hans. Fulltrúinn tók
sjer þá sjálfur vald til a& láta taka Costa höndum,