Skírnir - 01.01.1854, Qupperneq 86
90
höfu& þeim kauplaust. En allt fyrir þetta fengu þó
ráögjafarnir peningana.
Af Austurríki er ekki annaí) a& segja, en þaí)
sem verib hefur ab undan förnu, og sást þaí) me&al
annars á uppreist þeirri, sem gjörb var í Mailandi,
og er henni lýst svo í viSbæti frjettanna í Skírni
fyrra árs, aí> vjer höldum a& óþarfi sje a& fara um
þaíi fleirum or&um. Nýtt lagabob var birt um mál-
efni Ungverjalands, og er þar ekki meb einu or&i
drepib á, a& Austurríki ætli aí) gefa þeim aptur hina
frjálslegu stjórnarlögun, sem þeir höf&u á&ur, heldur
eru þau a& mestu leyti um ný stjórnar- og dóm-
araembætti. Undir eins og Austurríkismenn voru
aptur or&nir rá&andi í Ungverjalandi, var Siebenbiirgen
skilin a& öllu leyti frá því, og nú hafa Austurríkis-
menn sliti& landi&, sem Serbar byggja, Woywodina,
frá hinu gamla konungsríki. Jarlinn yfir Ungverja-
landi hefur nú a&setur sitt í konungaslotinu í 0/e»,
sem nú er endurreist me& miklum kostna&i. I öllu
þessu nýja stjórnarfyrirkomulagi í Ungverjalandi er
hinum gömlu nöfnum haldi&, en andinn, sem var
í hinum gömlu stjórnarreglum Ungverja, er horfinn.
þá rje&u menn í hverjum landshluta öllum málum
innan hjera&a, en nú er stjórnin dregin sem mest
saman og rígbundin.
þa& má nærri geta, aö þeim mönnum á Ung-
verjalandi, sem nokkuö hugsa um.hag þjó&arinnar,
— og þeir eru án efa margir, sem þa& gjöra — þyki
ekki fullu launaö fyrir missi á þjó&erni sínu og
frelsi, þó a& einhverjar bætur sjeu gjör&ar me& þess-
ari stjórnarbreytingu, en þó a& þeir búi yfir þung-
urn hug, þá kemur þa& ekki í Ijós á þessum tím-