Skírnir - 01.01.1854, Qupperneq 97
101
nú kominn tími til aö annast þessa saubahjörb sina,
og senda þangab gó&a gæzlumenn, er gætu dregiö
hana sem bezt undir páfastól, og aukib páfadóminn
i landinu; hann skipti því Hollandi i ð biskupsdæmi,
og skipaöi þar biskupa og aöra presta og preláta.
Stjórninni í Hollandi kom þetta reyndar ekki á óvart,
því, þegar aö hver trúarflokkur haffei fengiö leyfi ti'
aö hafa þaÖ fyrirkomulag á kirkjumálum sínum, er
þeir sjálfir vildu, var viö því aö búast, aö páfamenn
mundu reyna, eins og þeir ætíö eru vanir, aö draga
mál sín sem tnest undan landstjórninni undir páf-
ann í Rómaborg. En þegar Pius páfi birti stjórn-
inni í Hollandi þessa fyrirætlun sína, haföi hún leyft
þaö meö því skilyröi, aö páfinn semdi viÖ sig um
fyrirkomulag á kirkjustjórninni og um þaö, hvenær
þessi breyting skyldi gjörast. Nú urÖu allir menn í
Hollandi, er fylgja hinum nýja siö, uppvægir á móti
þessum yfirgangi páfamanna, og þingiö tók undir
eins aö spyrja ráögjafa um aögjöröir þeirra í þessu
máli, en þó aÖ nú ráÖgjafar gætu variö aögjöröir
sínar á þinginu og heföu traust þingsins, var þó máli
þessu ekki lokiö. 16. dag aprílmán. báru Hollend-
ingar bænarskrá fram fyrir konung sinn, og höföu
meira en 51 þúsundir manna ritaö nöfn sín undir
hana, og þar á meöal margir af sjálfum páfamönnum.
Konungur tók þeim, er báru fram bænarskrána, blíö-
lega, og kvaö dag þann hafa fest enn betur hiö
forna ástarband milli Niöurlendinga og ættar sinnar,
og fengiö sjer mikillar gleöi. — Ráögjafarnir rituöu
nú konungi brjef, og báöu hapn aÖ skýra fyrir sjer,
hvaö lægi í oröum hans til sendimanna þessara, ella
mundu þeir leggja niöur völd sín, því aö þeim þótti