Skírnir - 01.01.1854, Page 125
12»
soldáns vib hirb Austurríkiskeisara, og var haiiu
haldinn mjög vilhallur Austurríkismönnum.
Rússar Ijetu þab í vebri vaka, ab abalerindi
Menzikoffs væri ab semja um rjettindi |)au, sem
kristnir menn grískir og þeir sem fylgja páfa sib
hafa um langan aldur haft, ab rnega halda helgihöld
sín vib gröf Krists og á öbrum helgum stöbuin
á Jórsalalandi.
þessu er nú þannig varib, ab kristnir menn
hafa einlægt síban ab Serkir og seinna Tyrkir unnu
Jórsalaland, haft leyfi til ab fara pílagrímsferbir til
hinnar helgu grafar, en eptir ab hin gríska trú í
hinu austlæga Rómaveldi skildist frá hinni vestlægu,
er hneig undir yfirbyskupinn í Rómaborg, er seinna
kallabi sig páfa, hefur einlægt verib ágreiningur
milli katólskra í vesturlöndum Norburálfu og þeirra,
sem játa hina svo nefndu grísku trú, um þab, hverjir
meiri rjettindi skyldu hafa á þessum helgu stöbum,
og hafa hinir grísku, er stóbu nær og voru þegnar
hinna útlendu höfbingja, sem lengi hafa rábib þess-
um löndum , ætíb orbib drjúgari; og þó ab Franz
1. Frakkakonungur um tíma fengi þab loforb hjá
soldáni, ab katólskir skyldu hafa þessi rjettindi fyrir
Grikkjum, drógu þó Grikkir rjettindi þessi aptur
seinna úr höndum þeim. Síban hafa Frakkakon-
ungar ætíb álitib sig verndarmenn katólskra í Tyrkja-
löndum, en Rússar hafa á seinni tímum gjörzt odd-
vitar Grikkja í ab halda þessum rjettindum, því
Rússar allir játa sömu trú og Grikkir. I fyrra sendi
Napóleon keisari erindisreka sinn Lavalette til Mikla-
garbs til ab ánýja samninga þessa, því honum
9