Skírnir - 01.01.1854, Qupperneq 129
133
og að soldán heföi kallað flota Frakka og Englend-
inga til hjálpar, gaf hann út auglýsingu 26. d. júním.
þess efnis, ab það væri þegnum sínum alkunnugt,
að hinir sælu forfebur sínir hefbu ætíö fastlega verndaí)
hina rjettu trú. Nikulás kvaðst einnig hafa kostað
kapps um að efla og vernda rjettindi þau, sem krist-
indómurinn ætti í Tyrkjalöndum, og staðfest hefbu
verið í mörgum sáttmálum við stjórn Tyrkja; hann
kvað Tyrki á margan hátt á seinni tímum hafa
hallab rjettindum kristinna, og hefðu tilraunir sínar,
ab aptra stjórn Tyrkja frá þessu athæfi, orbiö árang-
urslausar, og soldán hefÖi sviksamlaga rofib lieit sin.
Nikulás kveÖst því hafa ásett sjer ab senda lib inn
í furstadæniin vib Donau (Moldau og JVallachi},
og taka þau lönd ab veði, þangab til aÖ Tyrkir gegndu
kröfum sínum; ab endingu kvabst hann ekki ætla
ab Ieggja nein lönd undir sig, því Rússland þyrfti
þess ekki, og sagðist fúsastur á frib, ef hann fengi
haldib sæmd sinni. Svo urbu Rússar glaöir í Pjeturs-
borg, þegar ab auglýsing þessi kom út og þeir sáu
ab þeir mundu fá ab fara inn í Tyrkjalönd, subur
yfir ána, Prulh, ab Jjós voru kveikt um alla borgioa,
og hvar sem Nikulás keisari Jjet sjá sig, fjell alþýba
til jarbar fyrir honum,
Sumarib leib nú svo, ab Frakkar og Englendingar
ásamt meb þýzku stórríkjunum voru einlægt ab
reyna til ab koma sáttum á. Sömdu erindisrekar
þessara fjögra höfubríkja langa skrá í Vínarborg,
líks efnis og sú var, er Menzikoff heimti af Tyrkj-
um, og fengu Rússakeisara til ab fallast á hana;
en þegar til Tyrkja kom, gjörbu þeir nokkrar breyt-
ingar, og vildu ekki ganga ab öllu óskorab, en Niku-