Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Síða 22

Skírnir - 01.01.1895, Síða 22
22 Menntun og menning. mark og mið tímarita Jiessara að fræða kvennþjððina íslensku, svo hún megi verða sem færust um hlutverk sitt í heimilislíftnu og þjððfjelaginu. Nýtt tímarit byrjaði og að koma út í Kaupmannahöfn; heitir það Eim- reiðin, en útgefandi er Dr. Valtýr Guðmundsson i fjelagi með fleiri ís- lenskum menntamönnum. Tilgangur ritsins er að hvetja íslendinga til framfara, einkum í samgöngumálum, á þann hátt, sem nafn ritsÍDS bendir á. Sjðnleikur var prentaður eptir Dorstein kaupmann Egilsson, er heitir Útsvarið. Nýtt ljððmælasafn kom út eptir Grím Thomsen; er þar fjöldi kvæða þýddur úr forngrísku og allmörg frumort. Höfundurinn hefur þeg- ar lengi verið alkunnur fyrir kjarnorða ljóðagjörð og þjððþekkan einkenni- leik. Úrvalsrit voru prentuð eptir Sigurð Breiðfjörð, með formála eptir Einar Benediktsson og skýringum. Má vænta, að mönnum gefist vel að kvæðasafni þcssu eptir hið lipra og vinsæla alþýðuskáld vort. Djððsögur komu út eptir Ólaf Davíðsson; er þsð frððlegt safn og skemmtilegt, þðtt tæplega komist í samjöfnuð við Djððsögusafn Jóns Árnasonar, enda er þetta safn miklu minna. Eptir sama höfund var prentað enn eitt hepti í ritsafni því, er Bókmenntafjelagið gefur út um íslénskar skemmtanir; er þetta hepti mest um víkivaka og slikar skemmtanir, ritað af miklum frððleik í þeim fræðum. Ai íslendingasögum komu út Laxdæla og Eyrbyggja. Útgefandi þeirra, Sigurður bóksali Kristjánsson, tðk að gefa út nýtt og merkilegt ritsafn; heitir það Æfisögur íslenskra merkismanna; eru þegar komin út 2 hepti með sjálfsæfisögu Jóns Espðlíns, aukinni og þýddri úr dönsku af Gísla Konráðssyni — og sögu Magnúsar prúða, er dr. Jón Dor- kelsson (yngri) hefur samið. Af Huld kom 5. hepti; þar er þáttur Hjálms á Keldulandi eptir Gísla Konráðsson. Tvö merkisrit komu út í íslenskri þýðingu eptir Steingrím Thorsteinsson. Dað er fornindverk saga, Nal og Damajanti, og Dæmisögur Esðps. Sagan er talin vera einn af gim- steinum hins fornindverska skáldskapar, og dæmisögurnar eru alkunnar fyrir háleita lífspeki, er þær geyma í einföldum búningi. Dess þarf varla að geta, að snilldarbragð þykir vera á þýðingunum. Fróðleg fornfræðileg ritgerð var prentuð eptir Eirík Magnússon, M. A.: Yggdrasill Óðins heBtur. Bæklingur kom út í Kaupmannahöfn um „Landsins gagn og nauðsynjar“. Stórstúka íslands gaf út bindindisbækling: „Um áfengi og á- hrif þess“. Guðm. Björnsson Iæknirritaði „Um matvæli og munaðarvöru11. Er svo ætlast til að rit þetta nái yfir helstu vörutegundir vorar, og er þetta fyrBti þátturinn. Hjer ræðir einkum um skemmdar korntegundir. Dönsk lestrarbðk kom út eptir Bjarna Jðnsson og Dorleif Bjarnason. í

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.