Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 29

Skírnir - 01.01.1895, Page 29
Misferli og mannalát. 29 frá prestaskólanum 1861, vigðist s. á. aðstoðarprestur Þorleifs prófasts Jónssonar i Hvammi, fjekk Flatey 1863, Saurbæjarþing 1868, fjekk lausn frá embætti 1882. Hann var kvæntur Steinunni Jakobínu, dóttur Jóns prests Halldórssonar í Saurbæjarþingum. Sjera Jón var vinsæll maður og vel gefinn, meðal annars afbragðs söngmaður. — ísleifur Einarsson (hatta- smiðs Hákonarsonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur prcsts frá Kálfatjörn), uppgjafaprestur, andaðist í Reykjavík 27. okt. (f. í Bvík 24. ágúst 1833). Hann tók stúdentspróf við latínuskólann 1856, varð prestaskólakandidat 1858, vígðist og fjekk Reynistaðarklaustur 1864, Nesþing 1867, Stað I Grindavík 1868, ljet af prostskap um sinn 1870, fjekk Bergsstaði 1873, Hvamm í Laxárdal 1875, Stað í Steingrímsfirði 1883, ljet af embætti 1892. Fyrri kona hans var Karólína Þorbjarnardóttir, úr Grundarfirði, en hin síðari Sesselja Jónsdóttir, prófasts í Glaumbæ Hallssonar. — Ouðmundur Helga- son (bónda Benediktssonar og Jóhönnu Steingrimsdóttur frá Brúsastöðum), prestur að Bergsstöðum, andaðist 18. nóv. (f. á Svínavatni 18. júlí 1863), Hann útskrifaðist frá latínuskólanum 1886, frá prestaskólanum 1889 og vígðist s. á. prestur að Bergsstöðum. — Sigurður Melsteð, fyrverandi for- stöðumaður prestaskólans, R. af dbr og dbrm., andaðist í Reykjavík 20. maí (f. á Ketilsstöðum á Völlum 12. desbr. 1819). Hann var sonur Páls Melsteð, síðar amtmanns, og fyrri konu hans, Önnu Sigríðar Stefánsdótt- ur, amtmauus. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1838, tók embættis- próf i guðfræði við háskólann 1845, var settur latinuskólakennari 1846, varð kennari við prestaskólann 1847, forstöðumaður hans 1866, fjekk lausn 1885. Konungkjörinn alþingismaður var hann 1881 og 1883. Hann var kvæntur Ástríði, dóttur Helga biskups Thordersens. Hann rækti embætti sitt með alúð og skyldurækni og þótti lærdómsmaður mikill. Fátt er prontað eptir hann, nema trúvarnarrit gegn kenningu kaþólsku kirkjunnar, um þær mundir er hinir kaþólsku klerkar dvöldu hjer fyrrum. — Jón Asmundsson Johnsen (prófasts Ásm. Jónssonar og Guðrúnar Þorgrímsdóttur, gullsmiðs á Bessastöðum), sýslumaður, andaðist i Reykjavik 14. okt. (f. í Odda 11. desbr. 1843). Hann útskrifaðist frá latínuskólanum 1863, tók embættispróf í lögum vtð háskólann 1870, var s. á. settur sýslumaður í Byjafirði og árið eptir i Húnavatnssýslu, fjekk Suður-Múlasýslu 1872, lausn frá embætti fjekk hann nokkrum mánuðum áður en hann dó. Kona hans var Þuríður Hallgrimsdóttir, prófasts frá Hólmum. Jón sýslumaður hafði verið maður vel gefinn, en var þrotinn að heilsu síðustu árin. — Halldór Melsteð, cand. phil., andaðist í Reykjavik 27. febr. (f. á Ketilsstöðum 21.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.