Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 32

Skírnir - 01.01.1895, Page 32
32 Landar vorir fyrir vestan haf. sjóður kirkjufjelagsins orðinn um 2600 dollarar, en ekki jtótti tiltækilegt að byrja skólann að þessu sinni. Hafsteinn Pjetursson, einn af prestum kirkjufjelagsins, gekk úr því, en ekki verður sjeð, að ueinn trúarágrein- ingur valdi. Á kirkjuþinginu tók prestvígsiu Þorkell Sigurðsson, skag- firskur að ætt; hafði hann útskrifast þá um vorið úr prestaskóla í Pila- delfiu og hlotið um leið doktorsnafnbót. Yar gjört ráð fyrir, að hann tæk- ist á hendur prestsþjónustu í Argylenýlendunni, og hugðu íslendingar þar gott til, en sá fögnuður varð skammur, því sjera Þorkell andaðist 27. des., og varð hann mörgum þar harmdauði, því hann var ungur maður (f. 30. apríl 1866) og þótti til góðs líklegur. — Þrír ÍBÍenskir námsmenn tóku stúdentspróf við latínuskóla þann í St. Peter í Minnesota, sem kenndurer við öústaf Ádolf. Binn íslenskur maður, Ólafur Stephensen frá Vatnsfirði, leysti af hendi læknispróf í Winnipeg og gjörðist þar síðan læknir; hafði hann áður numið læknisfræði í Reykjavik og tekið þar próf. Á 50. afmælisdegi sjera Jóns Bjarnasonar, 15. nóv., er var jafnframt silfurbrúðkaupsdagur þeirra hjóna, færðu kirkjumenn honurn gjöf, er var 1800 kr. virði. Þarlend blöð ensk minntust hans og starfs hans mjög lofsamlega við það tækifæri. Blöð og timarit fslendinga í Vesturheimi komu öll hin sömu út þetta ár sem að undanförnu, en fátt var annað prentað þar af íslenskum hók- um. Sú breyting varð á ritstjórn Lögbergs, að Sigtryggur Jónasson tók við henni af Einari Hjörleifssyni, er hvarf heim aptur til íslands og gjörð- ist þar meðritstjóri ísafoldar. Um haustið hjelt hann fyrirlestur í Eeykja- vík um Vestur-íslendinga og hagi þeirra; ljet hann yfirleitt vel yfir lífi þeirra; taldi þá hafa náð þar miklu meiri menntun, en þeir hefði átt kost á hjer á landi, og kvað þá njóta þar ýmsra lífsþæginda fremur en hjer, en gjörði á hinn bóginn ekki mikið úr auðlegð þeirra, enn sem komið er

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.