Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 34

Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 34
34 Vafningar og viðsjár. og allar fyrirætlanir svo vandlega hugsaðar, að þjððverskum marBkálk hefði verið sæmd að, eptir því sem að orði var komizt í blöðunum. Öll- um atburðum var tími markaður fyrir fram og þeir unnu orusturnar og náðu köstulunum svo að segja á þeim dögum, sem þeir höfðu ákveðið löngu á undan. Uppi í Mantsjáríinu urðu og all-atkvæðamikil vopnaviðskipti. Japans- menn unnu þar borgina Haitsjeng í janöarmánuði. Kínverjar gorðu þrjár atreiðir til að ná henni aptur, í síðasta skiptið með 13 þúsundum manna; en allt kom fyrir ekki, og Kínverjar biðu ðsigur og mannfall mikið. Ept- ir ofantaldar orustur náðu og Japansmenn á sitt vald borginni Njútsvang við Líað-tang-flðann. í siðasta bardaganum, er um þá borg stðð, fjell allt að tveim þúsundum manna af Kínverjum. Snemma í febrúarmánuði fóru Kínverjar að leita um friðarsamninga, og Bendu menn í þeim erindum til Japansstjórnar. En sendimönnum þeirra var visað aptur, og það borið í vænginn, að erindisbrjef þeirra væru ðljós og ákvæðalaus. Li-hung-chang, lang-atkvæðamesti stjðrnmálamaður Kín- verja, hafði orðið fyrir reiði keisarans skömmu eptir að ðfriðurinn hðfst, en um þessar mundir var hann aptur tekinn í sátt og komst af nýju til sinna fyrri valda og metorða. Nú var hann sendur til að leita um frið. Fyrst reyndi hann að komast að samningum við Japansmenn í Port Ar- thur. En sigurvegararnir vildu þar um ekkert semja. Þeim þótti víst meiri metnaður í því, að þessi nafnkenndi höfðingi hjeldi alla leið til Ja- pans til þess að biðja þjðð sinni griða. Og stríðinu var baldið látlaust áfram af þeirra hálfu, og með hverjum deginum urðu meiri og meiri lík- ur til þess, að þeir mundu halda innreið sína í höfuðborg Kiuverja og á- kveða friðarkostina þar. Öllum var ljðst, að liðsafli Kínverja fjekk enga rönd við reist, og Japansmenn synjuðu afdráttarlaust um vopnahlje, þeg- ar farið var fram á það, enda leyndi það sjer ekki, að þeir þurftu ekki á því að halda, og að það hefði orðið Kínverjum einum í hag. Li-hung-chang varð nú að halda til Japans, kom þangað 20. marz, og var þegar tekið til samninga í bæ einum r eynni Nipon. En rjett í byrjun samninganna vildi svo til, að hálfær maður skaut á sendiboða Kín- verja og særði hann á andlitinu. Keisara Japansmanna og stjðrn hans fjellst mjög um þetta óhappaverk, og i því skyni að hluttekningin skyldi vera sem ótvíræðust, var Kínverjum veitt þriggja vikna vopnahlje. Boð- ið var þegið feginshendi, og svo gekk greitt með friðarsamningana. Þeir voru, eins og nærri má geta, Japansmönnum í vil í meira lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.