Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 34

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 34
34 Vafningar og viðsjár. og allar fyrirætlanir svo vandlega hugsaðar, að þjððverskum marBkálk hefði verið sæmd að, eptir því sem að orði var komizt í blöðunum. Öll- um atburðum var tími markaður fyrir fram og þeir unnu orusturnar og náðu köstulunum svo að segja á þeim dögum, sem þeir höfðu ákveðið löngu á undan. Uppi í Mantsjáríinu urðu og all-atkvæðamikil vopnaviðskipti. Japans- menn unnu þar borgina Haitsjeng í janöarmánuði. Kínverjar gorðu þrjár atreiðir til að ná henni aptur, í síðasta skiptið með 13 þúsundum manna; en allt kom fyrir ekki, og Kínverjar biðu ðsigur og mannfall mikið. Ept- ir ofantaldar orustur náðu og Japansmenn á sitt vald borginni Njútsvang við Líað-tang-flðann. í siðasta bardaganum, er um þá borg stðð, fjell allt að tveim þúsundum manna af Kínverjum. Snemma í febrúarmánuði fóru Kínverjar að leita um friðarsamninga, og Bendu menn í þeim erindum til Japansstjórnar. En sendimönnum þeirra var visað aptur, og það borið í vænginn, að erindisbrjef þeirra væru ðljós og ákvæðalaus. Li-hung-chang, lang-atkvæðamesti stjðrnmálamaður Kín- verja, hafði orðið fyrir reiði keisarans skömmu eptir að ðfriðurinn hðfst, en um þessar mundir var hann aptur tekinn í sátt og komst af nýju til sinna fyrri valda og metorða. Nú var hann sendur til að leita um frið. Fyrst reyndi hann að komast að samningum við Japansmenn í Port Ar- thur. En sigurvegararnir vildu þar um ekkert semja. Þeim þótti víst meiri metnaður í því, að þessi nafnkenndi höfðingi hjeldi alla leið til Ja- pans til þess að biðja þjðð sinni griða. Og stríðinu var baldið látlaust áfram af þeirra hálfu, og með hverjum deginum urðu meiri og meiri lík- ur til þess, að þeir mundu halda innreið sína í höfuðborg Kiuverja og á- kveða friðarkostina þar. Öllum var ljðst, að liðsafli Kínverja fjekk enga rönd við reist, og Japansmenn synjuðu afdráttarlaust um vopnahlje, þeg- ar farið var fram á það, enda leyndi það sjer ekki, að þeir þurftu ekki á því að halda, og að það hefði orðið Kínverjum einum í hag. Li-hung-chang varð nú að halda til Japans, kom þangað 20. marz, og var þegar tekið til samninga í bæ einum r eynni Nipon. En rjett í byrjun samninganna vildi svo til, að hálfær maður skaut á sendiboða Kín- verja og særði hann á andlitinu. Keisara Japansmanna og stjðrn hans fjellst mjög um þetta óhappaverk, og i því skyni að hluttekningin skyldi vera sem ótvíræðust, var Kínverjum veitt þriggja vikna vopnahlje. Boð- ið var þegið feginshendi, og svo gekk greitt með friðarsamningana. Þeir voru, eins og nærri má geta, Japansmönnum í vil í meira lagi.

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.