Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 35

Skírnir - 01.01.1895, Page 35
Vafningar og yiðsjár. 35 Kðrea skyldi vera sjálfstætt ríki, sem auðvitað þýddi það, að landið skyldi ganga undan Kínverjum og verða Japansmönnum káð á líkan hátt og Egiptaland Bretum. Japansmenn fengu til fullrar eignar eyna Pormðsu, skammt í austur frá Hongkong. Þar eru um 3 miljónir manna, og eyjan fögur, frjðsöm, málmauðug og ágætt nýlendusvæði. Svo fengu og Japansmenn Peskador- eyjarnar, sömuleiðis til fullrar eignar. Enn fremur skyldu þeir og fá til bráðabirgða-umráða hálfeyna Liao- tong, sem er syðsti parturinn af Mansjúríinu. Þar er ramgjörvasti kast- ali Austurálfunnar, Port Arthur. Svo skyldu og Japansmenn fá annað mesta herskipalægi og kastala Kínverja, Wei-ha-wei, halda þeirri borg þangað til Kínverjar hefðu greitt þeirn herkostnaðinn, sem nam um miljarð (1000 miljðnir) króna. Þá var og útlendum þjóðum leyfð verzlun á miklu landflæmi kín- versku og skyldi Japansmönnum heimilt að Betjast að sem verzlunarmenn í ríkinu og reÍBa verksmiðjur hvar sem þeim þóknaðist. Eitt helzta aðalatriðið í hagnaðarvon Japansmanna hefir sjálfsagt her- kostnaðurinn verið. Líkurnar voru mjög litlar til þess, að Kínverjar mundu um langan aldur verða færir um að standa skil á slíkum ógrynn- um fjár. Á þann hátt fengu Japansmenn mikið tilefni til að skipta sjer af málum Kínverja, tilefni, sem aðrar þjóðir hefðu ekki getað virt að vettugi. í þeim afskiptum hefðu þeir haft bakhjall þar sem hersveitir þeirra í Port Arthur og á Pormósu hefðu verið, og á þann hátt hefði Kína um langan aldur orðið skjólstæðingur þeirra og staðið undir yfir- stjórn þeirra. En úrslitin urðu nokkuð á annan veg en til var stofnað. Þegar þess- ir friðarskilmálar frjettust, fór Rússum ekki að lítast á biikuna. Það er hafnaleysið, sem stöðugt er þeim örðugast, og ekkert vakir jafnrikt fyrir þeim eins og að bæta úr því. Þeir eru ekki betur farnir austan megin en vestan megin, eiga þar enga góða höfn, íslausa á vetrum. Á Kóreu eru ágætar hafnir, og þær hafa Rússar vafalaust hugsað sjer að eignast eða fá umráð yíir á einhvern hátt, þegar þeir hafa lokið við hina miklu járnbraut sína yfir Síberíu, sem verður innan fárra ára. Á þann hátt fengju þeir greiðan verzlunarveg fyrir afurðir Síberíu, sem vafalaust verða geysimiklar, þegar samgöngurnar þar komast í lag. Og tækist ekki meðKóreu, mætti og bjargast við Mansjúriið og Liao-tang. — Nú átti þetta að kom- 3*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.