Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1898, Page 5

Skírnir - 01.01.1898, Page 5
Löggjöf og landsBtjðrn. 5 Böðvarsson veralunarmaður skipaður ráðsmaður við sömu stofnun. 9. júlí var Ólafur Thorlacius sottur læknir í 15. læknishéraði frá 1. október. Sama dag var séra Benedikt Kristjánsson settur prófastur í Þingeiarpró- fastsdæmi. 26. júlí var Hjálmar Sigurðsson amtsskrifari skipaður gjald- keri holdsveikrahÚBsins og sama dag var ekkjufrú Christine Guðmundsson skipuð þar ráðskona. 27. ágúst var Magnús Jóhansson settur til að þjóna 9. læknishéraði. 30. ágúst varð Jón Vídalín hreskur ræðismaður. 12. seft- ember var Magnús Þorsteinsson aðstoðarprestur skipaður prestur í Land- eiaþingum. Sama dag var Páll Haldórsson skipaður aðstoðarkennari við stiiimannaskólann. 26. seftemher var Bjarni Jensson skipaður læknir í 15. læknishéraði. 8. október var Sigtriggur Guðlaugsson settur til að þjóna Svalbarði og Presthólasóknum. Sama dag var Priðrik Hallgrímsson skip- aður prestur við holdsveikrahælið í Laugarnesi. 8. nóvember var Sigurð- ur Pálsson skipaður héraðslæknir í 9. læknishéraði. 22. nóvember var Ólafur Davíðsson verslunarstjóri af landshöfðingja skipaður póstafgreiðslu- maður á Vopnafirði, og sama dag Búi Ásgeirsson póstafgreiðslumaður á Stað í Hrútafirði, og enn sama dag ekkjufrú Elísabet Jónsdóttir póstaf- greiðslukona á Bæ í Króksfirði. Samgöngumál. Þetta ár hélt sameinaða gufuskipafélagið uppi sigl- ingum umhverfis landið eins og til var skilið í samningi þeim, sem það gerði við þingið og getið er í fréttunum árið 1897. Gufubátur gekk um Pagsaflóa sem að undanförnu og um ísafjarðardjúp gekk einnig eimbátur og fékk hann 2500 kr. stirk úr landssjóði. Að vegagerðum var mikið unnið þetta ár. Á landssjóðs kostnað var gerður vegur fram Eiafjörð og góður spölur austur frá Þjórsá austur í Holtin. Ank þess hafa ímsar síslur tekið lán til vegabóta. Strandasísla fekk 3200 kr. lán, Snæfellsness og Hnappadalssísla 1000 kr. og Kjósar- og GullbringusÍ8la 3000 kr. Enn má geta þess, að norskur verkfræðing- ur var fenginn til að skoða brúarstæði á stórám firir austan. Þá er alþingi hafði lofað stirk tíl ritsíma og menn gcrðu sér vonir um, að hann mundi verða lagður til landsinB, þá kom upp mikil blaða- rimma um það, hvar hann skildi lagður á land. Héldu sumir því fast fram, að hann ætti að koma á land nálægt Keikjavík, en aðrir töldu sjálfsagt að hann væri lagður til Austfjarða. Um sumarið fór verkfræðingur einn úr Berlinni, Hanson að nafni, um landið til að ransaka ritsímaleið frá austurlandi til Beikjavíkur. Leist honum vel á leiðina norðanlanis með

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.