Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 49

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 49
Rúsla»d. 49 að verði einn inn þýðingarmesti, er á því gerðist, og það jafnvel hvort sem afleiðingar hans virðast verða miklar eða litlar í bráð. 24. Ágúst afhenti Múravíef greifi, utanrikismála ráðherra Rúslands, öllum sendiherrum útlendra rikja í Pétursborg, skjal nokkurt, er birt var þrem dögum síðar í Stjðrnartíðindum Rúslands, og í öllum dagblöðum um allan beim þann 29. c. m. Þetta skjal má vel nefna Nikulásar-guðspjall, því að það fer i þá stefnu að boða frið á jörðu, og er efni þess að skora á allar veldisstjórnir að senda fulltrúa á fund til að ræða um, hvort ekki sé gerlegt að bindast samtökum nokkrum til að draga úr herauka þjðð- anna og létta þá óbærilegu herkostnaðarbyrði, sem hvílir nú svo þungt á herðum alþýðu, að hún fær vart eða ekki undir risið. — Fyrst minnir keisarinn á, hve þungar þessar álögur sé og óbærilegar þegnunum, og að það hafl lengi verið áhugamál góðra manna og ætti að vera áhugamál hvettrar góðrar stjórnar, að létta þessa byiði, eða að minsta kosti að koma í veg fyrir að hún aukist, og svo að festa og tryggja alls herjar frið meðal þjóðanna. Minnir hann á, að í þessu skyni hafi þjóðirnar verið að ganga í samböud sín á meðal, til að gera friðrof óárenuilegri. Svona hafi gengið síðustu 20 árin; en þó að afstýrt hafi orðið að mestu stórum styrjöldum með þessu, þá hafi þó hver þjððin við aðra kepst að auka her sinn og flota, alt friðnum til tryggingar; en þetta hafi aukið svo á- lögur á gjaldendur, að þessi mikli vígbúnaður sé orðinn það átumein í velmegun þjóðanna, að það sé eigi minna böl en meðal-styrjöld, og sé að ieiða þjóðirnar á heljar-þröm. Andleg og líkamleg atgervi þjóðanna er dregin burt frá eðlílegu verksviði sínu, og henni varið til arðlauss erfiðis og fyrirtækja. Hundruðum milíóna er varið til að íinna upp, smíða og kaupa inar ferlegustu morðvélar og eyðingartól; og það sem keypt er í dag dýrum dómum, af því að það er ið fullkomnasta í sinni grein, sem mann- legt hyggjuvit og hagleikur hefir getað upp fundið og smíðað, það er ein- att úrelt og ónýtt á morgun, af því að annað nýtt og betra er þá fund- ið upp, svo sem nú er títt á þessari hugvits og uppfundninga öld. Haldi slíku áfram, svo ekkert sé við gert, þá telur keisarinn fyrirsjáanlegt að það hljóti að leiða yfir þjóðirnar þann voða, sem þessum vígbúnaði var ætlað að afstýra. — Það mundi því vera fagurt minningarmark inni út líðandi öld o'g farsællegur forboði næstu aldar, að þjóðirnar gerðu nú til- raun til að stemma stigu fyrir þessum ófögnuði og tryggja friðjnn og samheldi meðal þjóðanna, bygt á sanngirni og réttvÍBÍ, sem öryggi og vel- ferð allra þjóða og ríkja í raun réttri hvilir á. Skirnir 1898. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.