Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 35

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 35
Styrjöld Bandaríkja við Spán. 35 en komust upp á fleka og héngu á honum lengi, en fallbyssukúlur Spán- verja kombdu sjóinn umhverfis í fyrstu. Cervera aðmíráll fór út á báti sjálfur, að sjá hvað títt væri eftir sprenginguna, og hitti hann þá Hobson og félaga hans og barg þeim. Vóru þeir teknir til fanga og vel haldnir. Sampson aðmíráll hafði engum viljað bjóða að leggja sig í háskaför þessa, en skoraði á menn sína að bjóðast sjálfkrafa fram, og urðu þegar nær 4000 manna til þesss, og sýnir það, að eigi var hörgull hugrakkra drengja í liði Bandamanna. Hobson lautinant hafði átta um tvítugt, og er það einmælt, að ekki hafi fifldjarfari för farin verið, en sú er hanu fór inn í sundið. Bandamenn settu landher á land á Cúba sunnanverðri, og sótti það lið inn í land og vestur á við unz það kom á hæðirnar bak við Sant Iago, og settust þeir um borgina. Eftir að þeir höfðu skotið á bana um hríð, urðu þeir að gera hlé á aðsókninni og biða liðsauka. Höfðu Bandamenn þar í fyrsta sinni látið ekki allfáa menn. En þótt Spánverjar verðust vel, þá var þó borgin ver stödd, en umBátursmenn grunaði, og hafði foringi Spánverja þar gert Blanco yfirhershöfðingja á Cúba aðvart nm, að borgin gæti eigi lengi varist; en Cervera hafði sagt Blanco sem var, að þá er Baudamenn hefðu borgina tekið, væri úti um flota sinn. En um þessar mundir hafði Cervera tekist að láta sprengja upp að mestu skipskrokkinn í sundinu, svo að þar var nú aftur fær leið út. Blanco símritaði Spánar- stjórn og sagði henni af ið sanna, en hún bauð Cervera að reyna að kom- ast út og á braut með flota sinn, hvað sem gilti. 2. Júli lagði Cervera út flota sinum og reyndi að halda vestur með landi; en herskip Bandaríkja veittu þeim atlögu þegar er þau komu út úr sundinu, og eltu þau. Er þar skemst af að segja, að Bandamenn ger- eyddu þar allan spænska flotann; sum skipin sukku, í öðrum kviknaðí og urðu þau að hlaupa á grunn svo að menn gætu lífi forðað. Cervera að- míráll bjargaðist sjálfur til lands á sundi, eða sonur hans barg honurn og synti með hann til lands. Þar tóku Bandamenn Cervera aðmirál til fanga og 1300 manns alls, en mörg hundruð Spánverja týndu lífi. 12 dögum síðar varð Sant Iago að gefast upp i hendur Shafter, hers- höfðingja Bandamanna. — 21. Júli hélt Miles hershöfðingi af stað til Por- to Rico, annarar stóreyjar Spánverja austur af Cúba, með her manns og sjö herskip; tóku þar land 25. s. m. og drógu upp vé Bandaríkjanna og tóku þegar að leggja undir sig landið. Varð honum vel ágengt, enda varð honum allur laudslýður vel sinuandi. 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.