Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 11

Skírnir - 01.01.1898, Side 11
Mentamál. 11 Stúdentafélagið hélt áfram fræðandi firirlestrum firir alþíðu í Roikja- vík og voru þeir vel séttir. Sama féleg leitaði samvinnu við stödentaféiagið í Höfn að gangaat firir, að settur irði sæmilegur minnisvarði í Reikjavík ifir óskaskáld íslands, Jónas Hallgrímsson, á aldarafmæli hans. Settu bæði félögin nefnd í málið. Sú nílunda varð þetta ár, að kristileg stúdentafélög á Norðurlöndum sendu hingað mann til trúboðs. Sá hét Kjell Stuh. Yarð sá árangur af ferð hans, að stofnað var kristilegt stúdentafélag í Reikjavík. öengu þeir í það biskupinn og allur þorri guðfræðinganna í bænum og nokkrir aðrir. Margir menn fóru utan þetta ár til fróðleiks og gagns. Þorleífur H. Bjarnason, kennari við lærða skólann, fór til Þískalands hanstið 1897 og kom aftur i júní 1898. Hafði hann þá um veturinn dvalið í helstu há- skólabæum á Þískalandi og lagt stund á sagnfræði, einkum listasögu. Á síningu þá, sem haldin var í Björgvin, fóru margir og voru tveir af þeim stirktir af landsfé, eins og síðustu fjárlög gerðu ráð firir. Þessir voru helstir: Bjarni Sæmundsson cand. mag. fiskifræðingur, Mattías skáld Jok- kumsson, prestur á Akureiri, Jón Þórarinsson alþingismaður, skólastjóri gagnfræðaskólans í Flensborg, búnaðarskólastjórarnir Hjörtur Snorrason, Jósep Björnsson og Jónas Eiríksson. Múlasíslur sendu þá Pétur Guðjóns- sen og Björn prest Þorláksson frá Dve'gasteini. Hafa ímsir þeirra ritað fróðlegar greinar um förina. Þetta sumar lauk Þorvaldnr Thoroddsen við jarðfræðisrannsóknir sín- ar hér á landi. Er þá lokið undirbúningi hans undir mikið rit um ís- land, sem hann hefur með höndum. Þorvaldur er nú oiðinn víða frægur firir ransóknir sínar hér á landi. Hefur hann nú þetta árið verið gerður heiðursfélagi í landfræðisfélagi i Lundúnum, i landfræðisfélagi í Bern, í jarðfræðisfélagi í Kaupmannahöfn og í alþjóðlegri jöklanefnd í Pétursborg. Helgi Jónsson feiðaðist um Austfirði til grasfræðisransókna, Helgi Pétursson fór austur um Árnessíslu til jarðfræðisransókna, Daníel Bruun og Brynjólíur Jónsson frá Minnanúpi fóru víða um land til fornfræðis- ransókna, en Bjarni Sæmundsson fékst við ransóknir á fiskiveiðum eins og að undanförnu. í bókmentunum hefur mest gætt biaðanna. Þjóðólfur hélt fimtiu ára afmæli sitt. Yið það tækifæri filgdi honum mind af ritstjórum hans og skrá ifir öll blöð, sem út hafa verið gefin frá 1848. Þau eru 83 als, að meðtöldum blöðum Yesturíslendinga, 69 á íslandi og 12 í Vesturheimi og 2 í Kaupmannahöfn. Af öllum þessum blöðum lifðu nú við árslok 28, 21

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.