Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 50
50
RúBlanð.
Eina og nærri míi geta vakti þetta bréf Nikulásar keisara svo mikla
athygli um allan mentaðan heim, að fá dæmi munu til vera. Og þó má
segja, að undirtektirnar vóru næsta misjafnar. Það var rætt í blöðum, í
timaritum, á prédikunarstólum, á mannfundum, og luku flestir upp einum
munni um það, að með því einu, að vekja máls á þessu við stjórnendur
heimsins og reyna að koma málinu á einhvern aðgerða-rekspöl, hefði vold-
ugasti þjóðhöfðingi heimsins rist nafni sínu lofsælt og ómáanlegt mark í
sögunni. Pæstir efuðu og góðan tilgang hans og einlægni, þó að einnig
heyrðnst nokkrar þær raddir, er kváðu það Rúslandi einu mest í hag, að
fá frið örugglega trygðan í nokkur ár. Rúsar væru að leggja Síberíu-
járnbraut sína; það kostaði mikið og tæki nokkur ár; en fyrri en hÚD
væri fullger, væri þeim örðugt að leggja nokkuð í herauka og flotakostn-
að. Þeim kæmi því ágætlega, að keppiuautur þeirra (eða keppinautar)
skuldbindi sig til að bíða nokkur ár með að auka vigbúnað sinn þangað
til Rúsar hefðu lokið brautinni og væru til búnir að verða samferða með
herbúnaðinn. En Síberíu-brautin væri reyndar einn liður í herbúnaði
þeirra, til að geta flutt lið sem hraðast austur að Kyrrahafi,
Alt um þetta mátti segja, að bréf keisaraus mæitist yfirleitt vel fyrir,
og það ekki sízt meðal beztu og hyggnustu stjórnvitringa. Hitt var ann-
að mál, að mörgum þótti tvísýna á, hver von gæti verið um nokkurt
samkomulag eða beinan árangur af slikum íundi. Töldu það meðal ann-
ars til tormerkja, að keisarinn vildi láta ágreiuingsmál Norðurálfu-ríkj-
anna, þau er lytu að viðskiftum þeirra í Asíu, vera undan þegin sam-
komulagi. Allar stjórnir tóku vel undir fundarboðið og hétu að senda
fulltrúa. Bandamönnum Rúsa, Frökkum, þótti lítt til koma þessa nýja
Nikulásar-guðspjalls. Um Vilhjálm Þjóðverjakeisara, sem jafnan telur sig
fóstbróður Nikulásar í friðar-vörzlunni (sbr. Skírni 1897, 15. bls.) og sjálf-
nr hafði leitað hófanna bjá nokkrum stjórnum fám árum áður um það,
hvernig tekið mundi verða tillögu um friðarfund, má það merkilegt talja,
að hann hefir kvatt meðal fnlltrúa Þjóðverjalands á friðarfundi þessum þann
mann, er áður hefir haldið fram nytsemi styrjalda og hæðst að öllum frið-
ttyggingartilraunum, og nú síðast ritað gegn þessu friðarboði Nikulásar
ara og talið tilrauninni alt til foráttu.
Það er annars rétt þess að geta, að kugmynd sú, er Nikulás keisari
kom bér fram með i bréfi sinu, er ekki ný; hann hefir fengið hana að
erfðum frá föður sínum. Eftir þvi sem inum nafnkunna blaðamanni de
Blowitz segist frá. (1894), bafði KristjáuIX. konungur vor sagt við spænsk-