Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 34

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 34
34 Styrjöld Bandaríkja við Spftn. Ameríku 15. s. m. Vóru þá, skipin vaxin grænu grasi utan og ganglaus að kalla. 20. s. m. náði Cervera höfn í Sant Iago suðaustan á Cftba. £>ar er ágæt höfn og vel varin sterkum virkjum við örþröngt flóa-mynni, sem iun er að sigla, en breiður flói inni fyrir. Þar ætlaði hann að hreinsa skip sín. 30. d. s. m. lagði Schley aðmíráll Bandaríkja flota sínum fyrir utan flóamynnið, kvíaði Cervera inni og varðkvíaði ströndina. Bandamenn áttu skömmu áður en ófriðurinn hófst heldur fá herskip, en ný og vel útbúin vóru in helztu þeirra. Bn rétt á undan friðslitum keyptu þeir sér öll þau ný herskip, sem kostur var að fá, og fengu alls 43 ný skip. Ballbyssur og allur útbúnaður var hjá þeim í bezta lagi, og foringjar þeirra þaulvandir við skotæfingar. Foringja-stéttin i sjóliði þeirra er talin in bezt mentaða i öllum heimi. Spánverjar hafa lengi verið á gjaldþrota-þröminni, og nýjar fallbyssur og skotfæri, sem áttu að vera á skipum þeirra, vóru þar ekki nærri allar, þvi að þeir höfðu ekki getað borgað það, sem þeir höfðu pantað af því tagi. Lið þeirra var og lítt tamið við skot, því að slíkar æfingar eru kostnaðarsamar, þar sem hvert skot kostar ærið fé. Þess kendi hvervetna í öllum viðskiftum þeirra og Bandamanna, að Bandamenn hittu svo vel, er þeir skutu, að enskir for- ingjar og aðrir herfróðir menn, er á sáu, ágættu mjög markhæfni þeirra. Spánverjar aftur sýndu hugrekki og hreysti, en hittu nær aldrei, er þeir skutu. Þá er og við brugðið kunnáttu vélmeistara Bandamanna og hve létt þeim veitti að láta allar hreyfingar skipanna leika á valdi sínu með mestu nákvæmni. Frá smáviðskiftum hafa blöðin sagt og fer ég því fljótt yfir sögu. Sampson aðmíráll var nú kominn til liðs við Schley og hafði tekið við yfirforustu yfir þossum flota. Bn geta verður þess, að Bandamenn vildu reyna að gera Cervera sem torveldast að slcppa út úr kreppunni, sögðust hafa hann inni á Sant Iago fióa eius og niðri i fiösku, og vantaði ekki annað en að setja tappa í stútinn (sundið mjóa inn að fióanum), og það reyndu þeir að gera. Tóku þeir stórt kolaflutningsskip úr járni, hlóðu með járnarusli og settu þar á lautinant þann, er Hobson hét, við 7. mann, og lagði Hobson skipi sinu inn í mitt sundið, meðan skothriðin dundi á honum frá köatulum Spánverja beggja vegna við sundið. Hann kom skipi sínu í mjósta sundið mitt, varpaði þar akkerum og snéri skipinu þvers um, svo að það tók niðri að aftan og framan, sprengdi svo tundurvél í skip- inu, svo að það sökk þar undir honum; hann og þeir félagar köstuðust i sjóinn, er skipið sprakk og sökk, en sakaði ekki; höfðu þeir mist bát sinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.