Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 38
38 Styrjöld Bandaríkja við Spán,— Afleiðingar.
Dað þarf auðvitað engum að blöskra, hvað stríð þetta kostaði lands-
sjðð Bandaríkja í bein útgjöld, 165 milíðnir dollara (715 mil. krðna), þar
Bem Bandaríkin fengu aftur Porto Rico í Btríðskostnað, en hún er talin
nærri því helmingi meira virði. En heini kostnaðurinn verður auðvitað
allra minati hluti kostnaðarins í raun og veru. Beinu útgjöldin fyrir
gjaldendur til landssjððs (þjððina) vðru margföld þegar. Bandaríkin tóku
þegar lán gegn ríkisskuldabréfum upp á 400 milíðnir dollara, og auk þess
bráðabirgðalán 100 mil. doll. Af þessu greiða þau 3 % vöxtu. Þau lögðu
herskatt nýjan á verzlun og framleiðsiu. Áður námu slíkir beinir skattar
í Bandarikjunum 150 mil. doll. á ári, en nú 2,585 mil. doll. Auk þess
var hækkaður innflutningstollurinn á te um 10 %, en það nemur um 10
milíðnum doll. á ári. Degar menn hugsa út i herauka þann og flotaauka,
sem Bandaríkin hljóta nú að ráðast í, og um alla þá auknu eftirlauna-
byrði, sem af stríðinu leiðir, þá geta menn rent grun í, að útgjöld lands-
sjððs hljóta að aukast stórkostlega til langframa við þetta stríð.
— Dogar Bandaríkin lögðu út í stríðið, þá var það ofarlega i sumum
Norðurálfu-stðrveldunum að liðdnna Spánverjum, og það má fuilyrða það,
að ekkert annað hafl haldið þeim frá því, heldur en það, að Bretastjðrn
lýsti þegar yfir hlutleysi sínu, en gaf jafnframt undir fótinn, að ef önnur
Norðurálfuríki skærust í leik með Spánverjum, þá mundi Bretland veita
Bandamönnum. Detta duldist ekki Bindamönnum, og fundu þoir gerla,
hvert brððurbragð þeim var með þessu sýnt. Afleiðingin varð sú, að þar
sem áður hefir jafnaðarlega verið talsverður rígur í milli landanna, þá
hvarf hann nú allur á svipstundu sem skuggi hverfur fyrir sðl, en gerð-
ist ið mesta dálæti milli frændþjððanna, og gekk ckki á öðru í ræðum og
ritum, en brððuráatar-hjali og blíðlátum.
Dað mega allir fagna því gðða samlyndi, sem þannig komst á milli
beggja enskumælaudi stðrveldanna í heiminum, því að í þeirra skauti er
framtíð heimsmenningarinnar og allra mannkynsframfara. En ekki munu
það síður verið hafa hyggindi en ættræknistilfinningar, sem koinu Breta-
stjðrn til að vera svo hollir og hlyntir Bandamönnum. Bretum er það
full-ljðst, að þeir eiga í vök að verjast gegn Rúsum i Sínlandi, að halda
þar opnum mörkuðum og hindra rúsneska verzlunareinokun; en á því ríð-
ur Bretum lífið, að láta ekki loka fyrir sér mörkuðum í Sínlandi eða yfir
höfuð í öðrura heimsálfum, því að Bretland lifir á iðnaði og verður að
selja han* um allan heim. En nú er líkt ástatt að því leyti fyrir Banda-
mönnum, að þeir reka mikla og sívaxandi verzlun við Sínland, og fara