Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 12

Skírnir - 01.01.1898, Side 12
12 Mentamftl. á íslandi og 7 í Yesturheimi. Þetta ár varð sú breiting á, að Einar Bene- diktsson hætti við ritstjórn Dagskrár og seldi hana Sigurði Júl. Jóhannes- sini og hefur hann verið ritstjóri hennar síðan. Eitt blað bættst við: íg- firðingur á ísafirði, kemur út við og við. Þó að blaðafjöldinn ifirgnæfi hefur þó talsvert komið út af bókum þetta árið. Eftir Einar Benediktsson komu út sögur og kvœði, eftir Ind- riða Einarsson Hellismenn, eftir Mattias Jokúmsson Skuggasveinn (2. útg.), Vesturfararnir og Hinn sanni þjóðvilji, eftir Yaldimar Briem Davíðssálm- ar, eftir Guðmund Friðjónsson Einir, Bmásögur. Af þiddum skáldverkum má telja Brand eftir Ibsen, Mattias Jokkumsson þíddi en kom út neðan- máls í „ísiandi", Oegn um brim og boða eftir Karl Andersen, séra Janus Jónsson þíddí, og Nadeschda söguijóð eftir Johan Luðvig Runeberg, þídd af Bjarna Jónssini frá Vogi. — Eftir J. Jónassen kom út Vasakver handa kvennmönnum. Hjá Sigurði Kristjánssini komu út þessar íslendingasögur: Svarfdæla saga, Vallaljóts saga, Vápnfirðinga saga, Flóamanna saga og Bjarnar saga Hítdælakappa. Af alþíðu bóktsafni Odds Björnssonar kom út Úranía eftir Flammarion og Sögur herlœknisins eftir Topelíus. 1 And- vara kom æfisaga Gríms Thomsen eftir Jón Þorkelsson dr. (ingra), stjórn- arskrármálið eftir Sigurð Stefánsson alþingismann í Vigur; um lánsstofn- un eítir Haldór Jónsson bankagjaldkera. Heldur hann þvi fram, að hin firirhugaða lánstofnun verði sett í samband við bankann, af því að það sé bæði haganlegast og ðdírast. Þar eru og ferðasögur þeirra Þorvaldar Thoroddsens og Bjarna Sæmundssonar og innsigli íslands eftir Pálma Pálsson. í tímariti kaupfélaganna ritar Guðjón Guðlaugsson alþingismað- ur hugleiðingar um verslunarsamtök. Benedikt Jónsson á Auðnum ritar þar um verslunararð og þíðir félagsfræði eftir Sigurð Ibsen. Auk þeBs eru þar ítarlegar skírslur um kaupfélög. í tímariti bókmentafélagsins er rit- gerð umAristoteles eftir Grím heitinn Thomsen, um skóga og áhrif þeirra á Ioftslagið eftir Helga Jónsson, gróðurrækt íDanmörku eftir Einar Helga- son og Oddur lögmaður Sigurðsson og Jón biskup Vídalín eftir Jón Jóns- son og ritdómur um visnakver Páls lögmanns Vídalíns eftir Biörn M. Ól- sen. Enn má geta þess, að það hefur orðið að samningi railli stjórna bókmentafélagsdeildanna, að heita verðlaunum firir vel ritaða sögu nít- jándu aldarinnar. Misferli og mannalát. Ólafur læknir Guðmundsson á Stórólfshvoli misti skot úr bissu sinni og brendi augabrír og enni. Var það mikið

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.